Komust ekki í útkall vegna þoku: Vill sjúkraþyrlu til Eyja Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. janúar 2018 13:22 Dæmi eru um að það taki margar klukkustundir að bregðast við útköllum sem koma upp í Vestmannaeyjum. Vísir/Eyþór Dæmi eru um að það taki margar klukkustundir að bregðast við útköllum sem koma upp í Vestmannaeyjum, segir yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi. Hann kallar eftir heildstæðari lausnum og vill staðarvaktaða sjúkraþyrlu í Eyjum. Þá séu hugmyndir um að leigja út eina þyrlu Landhelgisgæslunnar út í hött. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í síðasta mánuði vegna alvarlegra veikinda sem komið höfðu upp í Vestmannaeyjum. Um var að ræða útkall í hæsta forgangi, F1, sem þýðir að líf er í hættu. Vegna þoku var ekki talið öruggt að senda sjúkraflugvél Mýflugs og var þyrlan því kölluð til – en hún var tæpar þrjár klukkustundir á vettvang. Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, segir dæmi sem þessi koma of oft upp. „Viðbragði Gæslunnar var seinkað einhverra hluta vegna. Það getur verið út af hvíldartíma áhafnar. Eftir því sem mér skildist hafði áhöfnin verið í flugi um nóttina þannig að þeir þurfa hvíldartíma. Þeir þurfa að fylgja öryggisreglum. En það segir okkur það jafnframt að netið sem við erum með í dag er rosa viðkvæmt og veikt.“Vill straumlínulaga ákvaðanatökuna Styrmir kallar eftir heildstæðari lausnum, meðal annars með staðarvaktaðri sjúkraþyrlu. „Við erum að reyna að benda fólki á straumlínulaga ákvarðanatökuna þannig að hún verði sem fæstar mínútur. Þannig að þá sé hægt að kalla út þyrlu Gæslunnar ef veður leyfir ekki lendingu flugvélar. Þannig að við tryggjum gæði þjónustu fólksins í Eyjum ef þau eru veik eða alvarlega slösuð og í framhaldi af því höfum við verið að benda á það að staðarvöktuð sjúkraþyrla komi til með leysa mikið af þessum vandamálum.“ Þá segir Styrmir það afleita hugmynd að leigja út eina af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar í verkefni erlendis, líkt og greint var frá í Morgunblaðinu í dag, en þar kemur fram að ástæðan sé vegna samdráttar í fjárframlögum. „Sem er bara gjörsamlega óásættanlegt fyrir viðbragðsaðila á Íslandi,“ segir Styrmir Sigurðarson.Landhelgisgæslan sendi frá sér eftirfarandi athugasemd í kjölfar málsins:Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í tvö sjúkraflug til Vestmannaeyja í desember síðastliðnum. Bæði málin komu upp 18. desember en þá var veður mjög slæmt í Eyjum, lítið skyggni og mikil veðurhæð, og því gat sjúkraflugvél ekki farið.Fyrra tilvikið var vegna sjómanns sem slasaðist um borð í fiskiskipi undan suðurströnd landsins. Skipið hafði siglt til Vestmannaeyja þar sem læknir á staðnum, í samráði við þyrlulækni Landhelgisgæslunnar, komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að flytja manninn til Reykjavíkur. Formleg beiðni um sjúkraflutning barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar klukkan 01:39 og var áhöfn þyrlurnar kölluð út á næsthæsta forgangi (Bravo). TF-LIF fór í loftið klukkan 02:38 og lenti á Vestmannaeyjaflugvelli klukkan 03:22. Frá því að beiðnin um sjúkraflugið barst tók það því þyrluna eina klukkustund og 43 mínútur að komast til Eyja.Í síðara tilvikinu þurfti að sækja veikt barn til Vestmannaeyja. Beiðni frá Neyðarlínu um flutning barst til stjórnstöðvar LHG klukkan 11:10. Þyrlan var kölluð út á næsthæsta forgangi (Bravo). TF-LIF fór í loftið klukkan 11:56 og vegna veðurs lenti þyrlan á Stórhöfðavegi vestan flugvallarins klukkan 12:44. Frá því að beiðni um sjúkraflugið barst tók það því þyrluna eina klukkustund og 34 mínútur að komast til Eyja.Í hvorugu tilvikinu höfðu hvíldartímaákvæði áhafna áhrif á útkallstímann heldur var hann í báðum tilfellum innan eðlilegra marka. Ekki var um önnur sjúkraflug til Vestmannaeyja að ræða í þessum mánuði. Fréttir af flugi Heilbrigðismál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira
Dæmi eru um að það taki margar klukkustundir að bregðast við útköllum sem koma upp í Vestmannaeyjum, segir yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi. Hann kallar eftir heildstæðari lausnum og vill staðarvaktaða sjúkraþyrlu í Eyjum. Þá séu hugmyndir um að leigja út eina þyrlu Landhelgisgæslunnar út í hött. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í síðasta mánuði vegna alvarlegra veikinda sem komið höfðu upp í Vestmannaeyjum. Um var að ræða útkall í hæsta forgangi, F1, sem þýðir að líf er í hættu. Vegna þoku var ekki talið öruggt að senda sjúkraflugvél Mýflugs og var þyrlan því kölluð til – en hún var tæpar þrjár klukkustundir á vettvang. Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, segir dæmi sem þessi koma of oft upp. „Viðbragði Gæslunnar var seinkað einhverra hluta vegna. Það getur verið út af hvíldartíma áhafnar. Eftir því sem mér skildist hafði áhöfnin verið í flugi um nóttina þannig að þeir þurfa hvíldartíma. Þeir þurfa að fylgja öryggisreglum. En það segir okkur það jafnframt að netið sem við erum með í dag er rosa viðkvæmt og veikt.“Vill straumlínulaga ákvaðanatökuna Styrmir kallar eftir heildstæðari lausnum, meðal annars með staðarvaktaðri sjúkraþyrlu. „Við erum að reyna að benda fólki á straumlínulaga ákvarðanatökuna þannig að hún verði sem fæstar mínútur. Þannig að þá sé hægt að kalla út þyrlu Gæslunnar ef veður leyfir ekki lendingu flugvélar. Þannig að við tryggjum gæði þjónustu fólksins í Eyjum ef þau eru veik eða alvarlega slösuð og í framhaldi af því höfum við verið að benda á það að staðarvöktuð sjúkraþyrla komi til með leysa mikið af þessum vandamálum.“ Þá segir Styrmir það afleita hugmynd að leigja út eina af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar í verkefni erlendis, líkt og greint var frá í Morgunblaðinu í dag, en þar kemur fram að ástæðan sé vegna samdráttar í fjárframlögum. „Sem er bara gjörsamlega óásættanlegt fyrir viðbragðsaðila á Íslandi,“ segir Styrmir Sigurðarson.Landhelgisgæslan sendi frá sér eftirfarandi athugasemd í kjölfar málsins:Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í tvö sjúkraflug til Vestmannaeyja í desember síðastliðnum. Bæði málin komu upp 18. desember en þá var veður mjög slæmt í Eyjum, lítið skyggni og mikil veðurhæð, og því gat sjúkraflugvél ekki farið.Fyrra tilvikið var vegna sjómanns sem slasaðist um borð í fiskiskipi undan suðurströnd landsins. Skipið hafði siglt til Vestmannaeyja þar sem læknir á staðnum, í samráði við þyrlulækni Landhelgisgæslunnar, komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að flytja manninn til Reykjavíkur. Formleg beiðni um sjúkraflutning barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar klukkan 01:39 og var áhöfn þyrlurnar kölluð út á næsthæsta forgangi (Bravo). TF-LIF fór í loftið klukkan 02:38 og lenti á Vestmannaeyjaflugvelli klukkan 03:22. Frá því að beiðnin um sjúkraflugið barst tók það því þyrluna eina klukkustund og 43 mínútur að komast til Eyja.Í síðara tilvikinu þurfti að sækja veikt barn til Vestmannaeyja. Beiðni frá Neyðarlínu um flutning barst til stjórnstöðvar LHG klukkan 11:10. Þyrlan var kölluð út á næsthæsta forgangi (Bravo). TF-LIF fór í loftið klukkan 11:56 og vegna veðurs lenti þyrlan á Stórhöfðavegi vestan flugvallarins klukkan 12:44. Frá því að beiðni um sjúkraflugið barst tók það því þyrluna eina klukkustund og 34 mínútur að komast til Eyja.Í hvorugu tilvikinu höfðu hvíldartímaákvæði áhafna áhrif á útkallstímann heldur var hann í báðum tilfellum innan eðlilegra marka. Ekki var um önnur sjúkraflug til Vestmannaeyja að ræða í þessum mánuði.
Fréttir af flugi Heilbrigðismál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira