Brýnt að uppfæra stýrikerfi þegar í stað Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. janúar 2018 07:00 Gallar í meginþorra örgjörva valda áhyggjum. Þessi mynd er sviðsett en vandinn er raunverulegur. Nordicphotos/Getty Mikilvægt er fyrir eigendur næstum hvaða tölvu eða snjallsíma sem er að uppfæra stýrikerfi sín sem allra fyrst, það er að segja ef slíkar uppfærslur hafa verið gefnar út. Ættu þeir sem nota Windows, Android, ChromeOS eða stýrikerfi Apple því til að mynda að huga að uppfærslum. Ástæðan er sú að alvarlegir öryggisgallar finnast í nærri öllum nýjum örgjörvum. Þessir öryggisgallar hafa verið nýttir í svokallaðar Meltdown- og Spectre-árásir. Fyrrnefnd árás er þó einungis möguleg sé örgjörvinn úr smiðju Apple eða Intel, ekki AMD. „Gallarnir eru fólgnir í útfærslu á svokallaðri „speculative execution“ tækni sem er notuð til að auka vinnsluhraða nútíma örgjörva,“ segir í tilkynningu íslensku netöryggissveitarinnar CERT-ÍS. Í tilkynningunni er mælt með því að notendur fylgist með nýjum öryggisuppfærslum og uppfæri sem fyrst. Hugbúnaðaruppfærslur séu eina þekkta mótvægisaðgerðin gegn bæði Meltdown og Spectre. „Árásirnar keyra sem notendaforrit á tölvunni sem ráðist er á. Til dæmis með því að blekkja notandann til að keyra spillikóða. Því er vert að benda á góðar venjur við umgengni tölvukerfa, sem sagt uppfæra varnir (meðal annars vírusvarnir) og forðast að keyra óþekkt forrit. Einnig er mögulegt að útfæra spillikóðann á vefsíðu, til dæmis sem JavaScript, þannig að heimsókn á spillt vefsvæði gæti valdið skaða,“ segir enn fremur í tilkynningu CERT-ÍS. Báðar árásirnar miða að því að stela upplýsingum. Hin fyrrnefnda „speculative execution“ tækni er fólgin í því að örgjörvar giska á nokkrar mögulegar aðgerðaslóðir og keyra samhliða til að flýta vinnslu sinni. Að öllu öðru óbreyttu er röngu slóðinni síðan eytt. Við þetta getur vinnslutími sparast. Örgjörvar Intel og Apple sem nýta þessa tækni aðgreina hins vegar ekki minnissvæði stýrikerfisins og notendaforrita. Er því hægt að þvinga örgjörvann til að vinna of lengi á ágiskaðri slóð og sækja þannig gögn í minni sem viðkomandi ferli á ekki að hafa aðgang að. Að mati Jane Wakefield, tækniblaðamanns BBC, eru áhyggjur þó óþarfar, uppfæri maður stýrikerfi sín og smelli ekki á ókunnuga hlekki. „Hægt er að ráðast á hvaða tölvu sem er sem er með örgjörva sem hefur þennan galla. Hins vegar er talsvert líklegra að ráðist verði á fyrirtæki en einstaklinga.“ Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Öryggisgallar í örgjörvum hafa áhrif á tæki Apple Apple hefur greint frá því að alvarlegir öryggisgallar sem fundist hafa í örgjörvum hafi áhrif á iPhone, iPad-spjaldtölvur og Mac-tölvur. 5. janúar 2018 10:49 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Mikilvægt er fyrir eigendur næstum hvaða tölvu eða snjallsíma sem er að uppfæra stýrikerfi sín sem allra fyrst, það er að segja ef slíkar uppfærslur hafa verið gefnar út. Ættu þeir sem nota Windows, Android, ChromeOS eða stýrikerfi Apple því til að mynda að huga að uppfærslum. Ástæðan er sú að alvarlegir öryggisgallar finnast í nærri öllum nýjum örgjörvum. Þessir öryggisgallar hafa verið nýttir í svokallaðar Meltdown- og Spectre-árásir. Fyrrnefnd árás er þó einungis möguleg sé örgjörvinn úr smiðju Apple eða Intel, ekki AMD. „Gallarnir eru fólgnir í útfærslu á svokallaðri „speculative execution“ tækni sem er notuð til að auka vinnsluhraða nútíma örgjörva,“ segir í tilkynningu íslensku netöryggissveitarinnar CERT-ÍS. Í tilkynningunni er mælt með því að notendur fylgist með nýjum öryggisuppfærslum og uppfæri sem fyrst. Hugbúnaðaruppfærslur séu eina þekkta mótvægisaðgerðin gegn bæði Meltdown og Spectre. „Árásirnar keyra sem notendaforrit á tölvunni sem ráðist er á. Til dæmis með því að blekkja notandann til að keyra spillikóða. Því er vert að benda á góðar venjur við umgengni tölvukerfa, sem sagt uppfæra varnir (meðal annars vírusvarnir) og forðast að keyra óþekkt forrit. Einnig er mögulegt að útfæra spillikóðann á vefsíðu, til dæmis sem JavaScript, þannig að heimsókn á spillt vefsvæði gæti valdið skaða,“ segir enn fremur í tilkynningu CERT-ÍS. Báðar árásirnar miða að því að stela upplýsingum. Hin fyrrnefnda „speculative execution“ tækni er fólgin í því að örgjörvar giska á nokkrar mögulegar aðgerðaslóðir og keyra samhliða til að flýta vinnslu sinni. Að öllu öðru óbreyttu er röngu slóðinni síðan eytt. Við þetta getur vinnslutími sparast. Örgjörvar Intel og Apple sem nýta þessa tækni aðgreina hins vegar ekki minnissvæði stýrikerfisins og notendaforrita. Er því hægt að þvinga örgjörvann til að vinna of lengi á ágiskaðri slóð og sækja þannig gögn í minni sem viðkomandi ferli á ekki að hafa aðgang að. Að mati Jane Wakefield, tækniblaðamanns BBC, eru áhyggjur þó óþarfar, uppfæri maður stýrikerfi sín og smelli ekki á ókunnuga hlekki. „Hægt er að ráðast á hvaða tölvu sem er sem er með örgjörva sem hefur þennan galla. Hins vegar er talsvert líklegra að ráðist verði á fyrirtæki en einstaklinga.“
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Öryggisgallar í örgjörvum hafa áhrif á tæki Apple Apple hefur greint frá því að alvarlegir öryggisgallar sem fundist hafa í örgjörvum hafi áhrif á iPhone, iPad-spjaldtölvur og Mac-tölvur. 5. janúar 2018 10:49 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Öryggisgallar í örgjörvum hafa áhrif á tæki Apple Apple hefur greint frá því að alvarlegir öryggisgallar sem fundist hafa í örgjörvum hafi áhrif á iPhone, iPad-spjaldtölvur og Mac-tölvur. 5. janúar 2018 10:49