Mjólkurrisi kaupir Siggi's skyr Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. janúar 2018 07:24 Sigurður Kjartan Hilmarsson er einn eigenda The Icelandic Milk and Skyr Corporation í New York. Vinsælasta varan, Siggi's skyr, er byggð á íslenskri uppskrift. Franski mjólkurrisinn Lactalis hefur ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem var stofnað af Sigurði Kjartani Hilmarssyni árið 2006 og er að stærstum hluta í eigu Íslendinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu en þar fylgir kaupverðið ekki sögunni, einungis að Lactalis muni festa kaup á fyrirtæki Sigurðar. Fréttablaðið greindi frá viðræðum fyrirtækisins við fjárfesta í desember. Vörur fyrirtækisins, sem eru seldar undir vörumerkinu Siggi’s skyr, eru fáanlegar í um 25 þúsund verslunum í öllum ríkjum Bandaríkjanna og er það með um tveggja prósenta markaðshlutdeild af jógúrtsölu í Bandaríkjunum. Í frétt Reuters er jafnframt greint frá því að svissneska mjólkurfyrirtækið Emmi, sem átti um 22% hlut í fyrirtæki Sigurðar, hafi einnig ákveðið að selja allan sinn hlut til franska risans. Lactalis er eitt allra stærsta mjólkurfyrirtæki í heiminum. Vörur þess eru fáanlegar í 85 löndum og starfa um 75 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Ætlað er að árleg velta Lactalis nemi rúmlega 2000 milljörðum íslenskra króna. Heimildarmenn Fréttablaðsins sem þekktu til söluferlisins, sem leitt var af fjárfestingabankanum JP Morgan, áætla að söluverðið kunni að hafa verið í kringum 300 milljónir dala, jafnvirði um 30 milljarða íslenskra króna.Sjá einnig: Vilja kaupa Siggi's skyr fyrir um 30 milljarða krónaThe Icelandic Milk and Skyr Corporation er í 75 prósent hluta í eigu Sigurðar og ættingja hans, vina og annarra sem þeim tengjast. Eignarhlutur Sigurðar sjálfs er um 25 prósent. Vöxtur fyrirtækisins hefur verið hraður á undanförnum árum og segir í tilkynningu Lactalis að Siggi's skyr sé nú meðal vinsælustu jógúrtvara í fjölmörgum verslunum vestanhafs. Talið er að velta The Icelandic Milk and Skyr Corporation aukist um liðlega 50 prósent á þessu ári og verði þá samtals um 200 milljónir dala, jafnvirði 21 milljarðs króna.Spenntur fyrir framhaldinuHaft er eftir Sigga í tilkynningunni að hann sé mjög spenntur að vera að ganga til liðs við „Lactalis-fjölskylduna,“ sem muni gefa fyrirtækinu færi á að vaxa enn frekar. „Grunngildi okkar um einfalda innihaldslýsingu og minni sykur verða 100% eins og þau voru. Neytendur alls staðar eru að reyna að minnka sykur í mataræði sínu þannig að markmið okkar á sér hljómgrunn um víða veröld.“ Aðalskrifstofur Siggi's verða áfram í New York og verður fyrirtækið áfram undir núverandi stjórn, þar með talið Sigurðar Kjartans Hilmarssonar. Í viðtali í janúar 2014 lýsti Sigurður því hvernig fyrirtækið hefði vaxið og dafnað út frá uppskrift að skyri frá árinu 1963 sem móðir hans sendi honum í faxi frá Íslandi. Áður en skyrframleiðslan hófst starfaði hann við fyrirtækjaráðgjöf hjá Deloitte á Wall Street en sagði upp þegar skyráhuginn kviknaði. The Icelandic Milk and Skyr Corporation selur í dag um 30 vörutegundir, er með um 40 starfsmenn í vinnuog mörg hundruð undirverktaka sem framleiða vörurnar. Tengdar fréttir Vilja kaupa Siggi's skyr fyrir um 30 milljarða króna Eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation eru í viðræðum við bandaríska fjárfesta um sölu á öllu fyrirtækinu. Virði þess talið vera tæplega 300 milljónir Bandaríkjadala. Eignarhlutur Sigurðar Kjartans Hilmarssonar, stofnanda fyrirtækisins, er um 25 prósent. 20. desember 2017 07:45 Siggi vill selja skyrfyrirtækið sitt Sigurður Kjartan Hilmarsson og aðrir eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation íhuga nú að selja fyrirtækið. 13. október 2017 07:36 Skyrið hans Sigga í 25.000 verslunun Sigurður Kjartan Hilmarsson fagnaði í síðustu viku því að The Icelandic Milk and Skyr Corporation er nú komið með tveggja prósenta hlutdeild af bandaríska jógúrtmarkaðnum. 22. mars 2017 07:30 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Sjá meira
Franski mjólkurrisinn Lactalis hefur ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem var stofnað af Sigurði Kjartani Hilmarssyni árið 2006 og er að stærstum hluta í eigu Íslendinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu en þar fylgir kaupverðið ekki sögunni, einungis að Lactalis muni festa kaup á fyrirtæki Sigurðar. Fréttablaðið greindi frá viðræðum fyrirtækisins við fjárfesta í desember. Vörur fyrirtækisins, sem eru seldar undir vörumerkinu Siggi’s skyr, eru fáanlegar í um 25 þúsund verslunum í öllum ríkjum Bandaríkjanna og er það með um tveggja prósenta markaðshlutdeild af jógúrtsölu í Bandaríkjunum. Í frétt Reuters er jafnframt greint frá því að svissneska mjólkurfyrirtækið Emmi, sem átti um 22% hlut í fyrirtæki Sigurðar, hafi einnig ákveðið að selja allan sinn hlut til franska risans. Lactalis er eitt allra stærsta mjólkurfyrirtæki í heiminum. Vörur þess eru fáanlegar í 85 löndum og starfa um 75 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Ætlað er að árleg velta Lactalis nemi rúmlega 2000 milljörðum íslenskra króna. Heimildarmenn Fréttablaðsins sem þekktu til söluferlisins, sem leitt var af fjárfestingabankanum JP Morgan, áætla að söluverðið kunni að hafa verið í kringum 300 milljónir dala, jafnvirði um 30 milljarða íslenskra króna.Sjá einnig: Vilja kaupa Siggi's skyr fyrir um 30 milljarða krónaThe Icelandic Milk and Skyr Corporation er í 75 prósent hluta í eigu Sigurðar og ættingja hans, vina og annarra sem þeim tengjast. Eignarhlutur Sigurðar sjálfs er um 25 prósent. Vöxtur fyrirtækisins hefur verið hraður á undanförnum árum og segir í tilkynningu Lactalis að Siggi's skyr sé nú meðal vinsælustu jógúrtvara í fjölmörgum verslunum vestanhafs. Talið er að velta The Icelandic Milk and Skyr Corporation aukist um liðlega 50 prósent á þessu ári og verði þá samtals um 200 milljónir dala, jafnvirði 21 milljarðs króna.Spenntur fyrir framhaldinuHaft er eftir Sigga í tilkynningunni að hann sé mjög spenntur að vera að ganga til liðs við „Lactalis-fjölskylduna,“ sem muni gefa fyrirtækinu færi á að vaxa enn frekar. „Grunngildi okkar um einfalda innihaldslýsingu og minni sykur verða 100% eins og þau voru. Neytendur alls staðar eru að reyna að minnka sykur í mataræði sínu þannig að markmið okkar á sér hljómgrunn um víða veröld.“ Aðalskrifstofur Siggi's verða áfram í New York og verður fyrirtækið áfram undir núverandi stjórn, þar með talið Sigurðar Kjartans Hilmarssonar. Í viðtali í janúar 2014 lýsti Sigurður því hvernig fyrirtækið hefði vaxið og dafnað út frá uppskrift að skyri frá árinu 1963 sem móðir hans sendi honum í faxi frá Íslandi. Áður en skyrframleiðslan hófst starfaði hann við fyrirtækjaráðgjöf hjá Deloitte á Wall Street en sagði upp þegar skyráhuginn kviknaði. The Icelandic Milk and Skyr Corporation selur í dag um 30 vörutegundir, er með um 40 starfsmenn í vinnuog mörg hundruð undirverktaka sem framleiða vörurnar.
Tengdar fréttir Vilja kaupa Siggi's skyr fyrir um 30 milljarða króna Eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation eru í viðræðum við bandaríska fjárfesta um sölu á öllu fyrirtækinu. Virði þess talið vera tæplega 300 milljónir Bandaríkjadala. Eignarhlutur Sigurðar Kjartans Hilmarssonar, stofnanda fyrirtækisins, er um 25 prósent. 20. desember 2017 07:45 Siggi vill selja skyrfyrirtækið sitt Sigurður Kjartan Hilmarsson og aðrir eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation íhuga nú að selja fyrirtækið. 13. október 2017 07:36 Skyrið hans Sigga í 25.000 verslunun Sigurður Kjartan Hilmarsson fagnaði í síðustu viku því að The Icelandic Milk and Skyr Corporation er nú komið með tveggja prósenta hlutdeild af bandaríska jógúrtmarkaðnum. 22. mars 2017 07:30 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Sjá meira
Vilja kaupa Siggi's skyr fyrir um 30 milljarða króna Eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation eru í viðræðum við bandaríska fjárfesta um sölu á öllu fyrirtækinu. Virði þess talið vera tæplega 300 milljónir Bandaríkjadala. Eignarhlutur Sigurðar Kjartans Hilmarssonar, stofnanda fyrirtækisins, er um 25 prósent. 20. desember 2017 07:45
Siggi vill selja skyrfyrirtækið sitt Sigurður Kjartan Hilmarsson og aðrir eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation íhuga nú að selja fyrirtækið. 13. október 2017 07:36
Skyrið hans Sigga í 25.000 verslunun Sigurður Kjartan Hilmarsson fagnaði í síðustu viku því að The Icelandic Milk and Skyr Corporation er nú komið með tveggja prósenta hlutdeild af bandaríska jógúrtmarkaðnum. 22. mars 2017 07:30