Prófessor telur auglýsingaherferð sauðfjárbænda hræðsluáróður Sveinn Arnarsson skrifar 4. janúar 2018 08:00 Sauðfjárframleiðendur keppa að því að gera framleiðslu sína eins vistvæna og mögulegt er. Bann við erfðabreyttu fóðri er liður í þeirri vegferð. Magnús Karl segir sauðfjárbændur gera góð vísindi tortryggileg. vísir/pjetur Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir auglýsingaherferð sauðfjárbænda harðlega um bann við erfðabreyttu fóðri í sauðfjárframleiðslu. Telur hann auglýsingarnar ala á tortryggni í garð vísindalegrar aðferðar sem sé ekki slæm og megi nýta til góðs. Síðustu vikur hafa sauðfjárbændur auglýst að nú sé bannað að nota erfðabreytt fóður í greininni, byggt á reglugerð sem Gunnar Bragi Sveinsson undirritaði þremur dögum fyrir þingkosningar í október 2016. Engin viðurlög eru við því að nota erfðabreytt fóður í framleiðslu og eftirlit með því nokkuð erfitt.Magnús Karl Magnússon, prófessor„Baráttan gegn erfðabreytingu á matvælum er að mínu mati byggð á misskilningi um að þessar vísindalegu aðferðir séu í eðli sínu slæmar fyrir umhverfið eða heilsu manna,“ segir Magnús Karl. „Það er slæmt þegar svo stór samtök fara í auglýsingaherferð af þessu tagi sem augljóslega er með þeim tilgangi að draga úr trúverðugleika þessarar aðferðar.“ Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri markaðsráðs kindakjöts, segir skipta miklu máli að réttar upplýsingar berist íslenskum neytendum. „Íslenskir sauðfjárbændur vilja bæði undirstrika sérstöðu afurða sinna og taka samfélagslega ábyrgð með því að tryggja að íslenskt sauðfé sé ekki alið á fóðri sem ræktað er með óhóflegri eitur- eða efnanotkun,“ segir Svavar. „Tilgangurinn með því að auglýsa þá staðreynd að erfðabreytt fóður sé bannað í íslenskri sauðfjárrækt er fyrst og fremst sá að koma réttum upplýsingum til neytenda og í samræmi við neytendastefnu sauðfjárbænda.“ Magnús Karl segir fræðaheiminn sammála um gæði þessara aðferða. „Fræðaheimurinn er á einu máli um að þessi aðferð er örugg og við eigum ekki að berjast gegn henni,“ segir Magnús Karl. „Þetta virkar illa á mig. Ég vil ekki styðja samtök sem berjast gegn vísindalegri aðferðafærði. Við ættum að berjast gegn því þegar samtök eru með áróður gegn því að við notum tækni og vísindi til að finna lausnir á vandamálum sem við okkur blasa.“ Svavar bendir á að sauðfjárbændur vinni nú að því að gera sauðfjárframleiðslu eins vistvæna og mögulegt er. Bann við notkun á erfðabreyttu fóðri sé hluti af þeirri vegferð. „Alþjóðlegi efnarisinn Monsanto hefur verið í forystu í eiturefnalandbúnaði af þessu tagi og framleiðir bæði erfðabreytt útsæði og illgresiseyðinn Roundup sem inniheldur eiturefnið glýfósat sem getur borist í menn og dýr. Nú er svo komið að bróðurpartur allrar uppskeru í Bandaríkjunum, Kína og fleiri löndum fellur undir þennan hatt. Íslenskir sauðfjárbændur vilja tryggja að afurðir úr slíkum eiturefnalandbúnaði rati ekki inn í íslenska sauðfjárrækt,“ segir Svavar. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar Sjá meira
Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir auglýsingaherferð sauðfjárbænda harðlega um bann við erfðabreyttu fóðri í sauðfjárframleiðslu. Telur hann auglýsingarnar ala á tortryggni í garð vísindalegrar aðferðar sem sé ekki slæm og megi nýta til góðs. Síðustu vikur hafa sauðfjárbændur auglýst að nú sé bannað að nota erfðabreytt fóður í greininni, byggt á reglugerð sem Gunnar Bragi Sveinsson undirritaði þremur dögum fyrir þingkosningar í október 2016. Engin viðurlög eru við því að nota erfðabreytt fóður í framleiðslu og eftirlit með því nokkuð erfitt.Magnús Karl Magnússon, prófessor„Baráttan gegn erfðabreytingu á matvælum er að mínu mati byggð á misskilningi um að þessar vísindalegu aðferðir séu í eðli sínu slæmar fyrir umhverfið eða heilsu manna,“ segir Magnús Karl. „Það er slæmt þegar svo stór samtök fara í auglýsingaherferð af þessu tagi sem augljóslega er með þeim tilgangi að draga úr trúverðugleika þessarar aðferðar.“ Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri markaðsráðs kindakjöts, segir skipta miklu máli að réttar upplýsingar berist íslenskum neytendum. „Íslenskir sauðfjárbændur vilja bæði undirstrika sérstöðu afurða sinna og taka samfélagslega ábyrgð með því að tryggja að íslenskt sauðfé sé ekki alið á fóðri sem ræktað er með óhóflegri eitur- eða efnanotkun,“ segir Svavar. „Tilgangurinn með því að auglýsa þá staðreynd að erfðabreytt fóður sé bannað í íslenskri sauðfjárrækt er fyrst og fremst sá að koma réttum upplýsingum til neytenda og í samræmi við neytendastefnu sauðfjárbænda.“ Magnús Karl segir fræðaheiminn sammála um gæði þessara aðferða. „Fræðaheimurinn er á einu máli um að þessi aðferð er örugg og við eigum ekki að berjast gegn henni,“ segir Magnús Karl. „Þetta virkar illa á mig. Ég vil ekki styðja samtök sem berjast gegn vísindalegri aðferðafærði. Við ættum að berjast gegn því þegar samtök eru með áróður gegn því að við notum tækni og vísindi til að finna lausnir á vandamálum sem við okkur blasa.“ Svavar bendir á að sauðfjárbændur vinni nú að því að gera sauðfjárframleiðslu eins vistvæna og mögulegt er. Bann við notkun á erfðabreyttu fóðri sé hluti af þeirri vegferð. „Alþjóðlegi efnarisinn Monsanto hefur verið í forystu í eiturefnalandbúnaði af þessu tagi og framleiðir bæði erfðabreytt útsæði og illgresiseyðinn Roundup sem inniheldur eiturefnið glýfósat sem getur borist í menn og dýr. Nú er svo komið að bróðurpartur allrar uppskeru í Bandaríkjunum, Kína og fleiri löndum fellur undir þennan hatt. Íslenskir sauðfjárbændur vilja tryggja að afurðir úr slíkum eiturefnalandbúnaði rati ekki inn í íslenska sauðfjárrækt,“ segir Svavar.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar Sjá meira