Segir eftirliti með fiskeldi ábótavant Aron Ingi Guðmundsson skrifar 3. janúar 2018 06:00 Vistfræðingur kallar eftir auknu eftirliti með fiskeldi. vísir/pjetur Eftirliti með fiskeldisfyrirtækjum er ábótavant að mati Christians Gallo, vistfræðings hjá Náttúrustofu Vestfjarða. Hann segir að mengun vegna uppsafnaðs úrgangs frá fiskeldi sé fylgifiskur slíkrar starfsemi, en þó ekki mesta áhyggjuefnið. „Það sem veldur mestum áhyggjum er laxalúsin, sjúkdómar í eldislaxi og það að eldislax sleppur úr kvíum. Og eftirlit með fiskeldi virkar ekki vel þegar fyrirtækin ákveða að fylgja ekki ákveðnum alþjóðlegum stöðlum. Þá eru ekki fyrir hendi nein ákveðin viðmið um hvað sé ásættanlegt ástand og hvað ekki. Einnig virðast ekki vera til reglur um hvað skuli gera þegar svæði koma illa út úr svokallaðri umhverfisvöktun. Það er til dæmis ekkert sem skyldar fyrirtæki til að hvíla svæði varðandi áframhaldandi fiskeldi komi það illa út úr athugun.“ Christian segir að Náttúrustofa Vestfjarða sinni umhverfisvöktun fyrir ýmis fiskeldisfyrirtæki en ekki fyrir Arnarlax. „Við sinntum umhverfisvöktun fyrir Arnarlax en gerum það ekki lengur. Þeir hjá Arnarlaxi óskuðu eftir að slíta því samstarfi.“ Náttúrustofa Vestfjarða birti skýrslu sem sýndi að botndýralíf í Patreksfirði hafði tekið miklum breytingum vegna uppsafnaðs lífræns úrgangs frá laxeldi Arnarlax við Hlaðseyri. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins í septembermánuði síðastliðnum hafði Arnarlax reynt að fá svokallaða ASC-staðlaða umhverfisvottun en tókst það ekki. Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Sea Farm, segir eftirlit gott hjá fyrirtækinu. „Við hjá Arctic Sea Farm erum með svokallaða ASC-umhverfisvottun fyrir eldisafurðir. Þetta er strangasti umhverfisstaðall sem er í gangi í dag í fiskeldi og við erum eina íslenska fyrirtækið sem er með þennan staðal.“ Sigurður segir að þrír utanaðkomandi aðilar sinni eftirliti hjá Arctic Sea Farm. „Umhverfisstofnun kemur bæði í skipulagt og óvænt eftirlit og svo líka Matvælastofnun. Svo kemur líka erlendur aðili einu sinni á ári í úttekt varðandi ASC-staðalinn,“ segir Sigurður. Ekki náðist í forsvarsmenn Arnarlax við vinnslu fréttarinnar. Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Eftirliti með fiskeldisfyrirtækjum er ábótavant að mati Christians Gallo, vistfræðings hjá Náttúrustofu Vestfjarða. Hann segir að mengun vegna uppsafnaðs úrgangs frá fiskeldi sé fylgifiskur slíkrar starfsemi, en þó ekki mesta áhyggjuefnið. „Það sem veldur mestum áhyggjum er laxalúsin, sjúkdómar í eldislaxi og það að eldislax sleppur úr kvíum. Og eftirlit með fiskeldi virkar ekki vel þegar fyrirtækin ákveða að fylgja ekki ákveðnum alþjóðlegum stöðlum. Þá eru ekki fyrir hendi nein ákveðin viðmið um hvað sé ásættanlegt ástand og hvað ekki. Einnig virðast ekki vera til reglur um hvað skuli gera þegar svæði koma illa út úr svokallaðri umhverfisvöktun. Það er til dæmis ekkert sem skyldar fyrirtæki til að hvíla svæði varðandi áframhaldandi fiskeldi komi það illa út úr athugun.“ Christian segir að Náttúrustofa Vestfjarða sinni umhverfisvöktun fyrir ýmis fiskeldisfyrirtæki en ekki fyrir Arnarlax. „Við sinntum umhverfisvöktun fyrir Arnarlax en gerum það ekki lengur. Þeir hjá Arnarlaxi óskuðu eftir að slíta því samstarfi.“ Náttúrustofa Vestfjarða birti skýrslu sem sýndi að botndýralíf í Patreksfirði hafði tekið miklum breytingum vegna uppsafnaðs lífræns úrgangs frá laxeldi Arnarlax við Hlaðseyri. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins í septembermánuði síðastliðnum hafði Arnarlax reynt að fá svokallaða ASC-staðlaða umhverfisvottun en tókst það ekki. Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Sea Farm, segir eftirlit gott hjá fyrirtækinu. „Við hjá Arctic Sea Farm erum með svokallaða ASC-umhverfisvottun fyrir eldisafurðir. Þetta er strangasti umhverfisstaðall sem er í gangi í dag í fiskeldi og við erum eina íslenska fyrirtækið sem er með þennan staðal.“ Sigurður segir að þrír utanaðkomandi aðilar sinni eftirliti hjá Arctic Sea Farm. „Umhverfisstofnun kemur bæði í skipulagt og óvænt eftirlit og svo líka Matvælastofnun. Svo kemur líka erlendur aðili einu sinni á ári í úttekt varðandi ASC-staðalinn,“ segir Sigurður. Ekki náðist í forsvarsmenn Arnarlax við vinnslu fréttarinnar.
Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira