Milljón rafmagnsbílar seldir í fyrra Finnur Thorlacius skrifar 2. janúar 2018 09:40 Nissan Leaf er söluhæsti rafmagnsbíll heims. worldcarfans Árið 2017 seldust ríflega 1 milljón rafmagns- og tengiltvinnbílar í heiminum og eru slíkir bílar nú um 3,3 milljón talsins. Á þessu ári er búist við miklum vexti í sölu slíkra bíla, eða á bilinu 50-100% og að við lok þessa árs verði yfir 5 milljónir rafmagns- eða tengiltvinnbílar á götum heimsins. Er þá gert ráð fyrir að 1,7-2,0 milljón slíkir bílar seljist í ár. Rétt um 80 milljón bílar seldust í heiminum á síðasta ári og má búast við lítilsháttar aukningu í ár. Sala rafmagns- og tengiltvinnbíla gæti því numið yfir 2% af heildarsölunni á þessu ári, en var um 1,25% á nýliðnu ári. Flestir rafmagnsbílar seljast í Kína, en næststærsta einstaka landið í sölu þannig bíla er Bandaríkin og þar á eftir koma Japan og Noregur. Söluhæsta einstaka bílgerðin er Nissan Leaf.Sala rafmagnsbíla fer hratt vaxandiworldcarfans Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið
Árið 2017 seldust ríflega 1 milljón rafmagns- og tengiltvinnbílar í heiminum og eru slíkir bílar nú um 3,3 milljón talsins. Á þessu ári er búist við miklum vexti í sölu slíkra bíla, eða á bilinu 50-100% og að við lok þessa árs verði yfir 5 milljónir rafmagns- eða tengiltvinnbílar á götum heimsins. Er þá gert ráð fyrir að 1,7-2,0 milljón slíkir bílar seljist í ár. Rétt um 80 milljón bílar seldust í heiminum á síðasta ári og má búast við lítilsháttar aukningu í ár. Sala rafmagns- og tengiltvinnbíla gæti því numið yfir 2% af heildarsölunni á þessu ári, en var um 1,25% á nýliðnu ári. Flestir rafmagnsbílar seljast í Kína, en næststærsta einstaka landið í sölu þannig bíla er Bandaríkin og þar á eftir koma Japan og Noregur. Söluhæsta einstaka bílgerðin er Nissan Leaf.Sala rafmagnsbíla fer hratt vaxandiworldcarfans
Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið