Snúa sér að Kína og Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2018 17:00 Bandarískir hermenn við æfingar í Eistlandi. Vísir/Getty Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. Elbrigde Colby, aðstoðarvarnarmálaráðherra, sagði blaðamönnum í dag að Bandaríkin myndu ekki leggja minni áherslu á baráttuna gegn hryðjuverkastarfsemi. Hins vegar segir í skjalinu að keppni ríkja um áhrif, ekki hryðjuverkastarfsemi, væri nú í forgangi í varnarstefnu Bandaríkjanna. Þar að auki gaf Hvíta húsið út sambærilegt skjal í síðasta mánuði, með yfirlýsingu frá Donald Trump, þar sem hvergi var minnst á Kína eða Rússland.Dregið úr yfirburðum Colby sagði að verulega hefði dregið úr hernaðaryfirburði Bandaríkjanna gagnvart Kína og Rússlandi og það þyrfti að breytast. Hann vildi þó ekki svara spurningum blaðamanna um tiltekin dæmi þar sem dregið hefði úr forskoti Bandaríkjanna og sagði þess í stað að bæði Kína og Rússland hefðu náð framförum á öllum sviðum hernaðar. Þar á meðal í lofti og á hafinu.Þá sagði Colby að Rússar hefðu brotið á fullveldi nágranna sinna og breytt landamærum. Vísaði hann þar til innlimunar Rússa á Krímskaga og aðgerðir þeirra í austurhluta Úkraínu. Sömuleiðis sagði hann Rússa reyna að öðlast neitunarvald yfir ákvörðunum stjórnvalda nágranna sinna. Varðandi Kína sagði Colby þá hafa staðið í mikilli hernaðaruppbyggingu og þá sérstaklega í Suður-Kínahafi. Þar hafa Kínverjar gert ólöglegt tilkall til um 90 prósenta hafsins og byggt upp varnir og herstöðvar á rifum sem þeir hafa gert að eyjum. Þá sagði hann Kína beita nágranna sína efnahagslegum bolabrögðum. Nauðsynlegt væri fyrir Bandaríkin að beita sér gegn báðum ríkjum. Hann sagði herafla Bandaríkjanna þurfa að vera kláran í mögulegt stríð við annað stórveldi. Hin nýja stefna tæki mið af því. Þá er einnig lagt til í skjalinu að Bandaríkin styrki bandalög sín og leiti nýrri bandamanna.Dræm fjárútlát skæð Í skjalinu er einnig meðal annars kallað eftir því að Bandaríkin nútímavæði kjarnorkuvopn sín. Verji meira fé til varna gegn tölvuárásum og auki getu sína í árásum. Einnig er lagt til að eldflaugavarnir ríkisins verði betrumbættar. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði við opinberun stefnuskjalsins að síðustu 16 ár hefðu verið erfið fyrir herafla Bandaríkjanna. Hins vegar hefði ekkert reynst hernum erfiðara en takmörkuð fjárútlát.Samkvæmt frétt Reuters eyða Bandaríkin 587,8 milljörðum dala til varnarmála. Kína eyðir 161,7 milljörðum og Rússar 44,6.Hér að neðan má horfa á ræðu Mattis. Bandaríkin Eistland Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. Elbrigde Colby, aðstoðarvarnarmálaráðherra, sagði blaðamönnum í dag að Bandaríkin myndu ekki leggja minni áherslu á baráttuna gegn hryðjuverkastarfsemi. Hins vegar segir í skjalinu að keppni ríkja um áhrif, ekki hryðjuverkastarfsemi, væri nú í forgangi í varnarstefnu Bandaríkjanna. Þar að auki gaf Hvíta húsið út sambærilegt skjal í síðasta mánuði, með yfirlýsingu frá Donald Trump, þar sem hvergi var minnst á Kína eða Rússland.Dregið úr yfirburðum Colby sagði að verulega hefði dregið úr hernaðaryfirburði Bandaríkjanna gagnvart Kína og Rússlandi og það þyrfti að breytast. Hann vildi þó ekki svara spurningum blaðamanna um tiltekin dæmi þar sem dregið hefði úr forskoti Bandaríkjanna og sagði þess í stað að bæði Kína og Rússland hefðu náð framförum á öllum sviðum hernaðar. Þar á meðal í lofti og á hafinu.Þá sagði Colby að Rússar hefðu brotið á fullveldi nágranna sinna og breytt landamærum. Vísaði hann þar til innlimunar Rússa á Krímskaga og aðgerðir þeirra í austurhluta Úkraínu. Sömuleiðis sagði hann Rússa reyna að öðlast neitunarvald yfir ákvörðunum stjórnvalda nágranna sinna. Varðandi Kína sagði Colby þá hafa staðið í mikilli hernaðaruppbyggingu og þá sérstaklega í Suður-Kínahafi. Þar hafa Kínverjar gert ólöglegt tilkall til um 90 prósenta hafsins og byggt upp varnir og herstöðvar á rifum sem þeir hafa gert að eyjum. Þá sagði hann Kína beita nágranna sína efnahagslegum bolabrögðum. Nauðsynlegt væri fyrir Bandaríkin að beita sér gegn báðum ríkjum. Hann sagði herafla Bandaríkjanna þurfa að vera kláran í mögulegt stríð við annað stórveldi. Hin nýja stefna tæki mið af því. Þá er einnig lagt til í skjalinu að Bandaríkin styrki bandalög sín og leiti nýrri bandamanna.Dræm fjárútlát skæð Í skjalinu er einnig meðal annars kallað eftir því að Bandaríkin nútímavæði kjarnorkuvopn sín. Verji meira fé til varna gegn tölvuárásum og auki getu sína í árásum. Einnig er lagt til að eldflaugavarnir ríkisins verði betrumbættar. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði við opinberun stefnuskjalsins að síðustu 16 ár hefðu verið erfið fyrir herafla Bandaríkjanna. Hins vegar hefði ekkert reynst hernum erfiðara en takmörkuð fjárútlát.Samkvæmt frétt Reuters eyða Bandaríkin 587,8 milljörðum dala til varnarmála. Kína eyðir 161,7 milljörðum og Rússar 44,6.Hér að neðan má horfa á ræðu Mattis.
Bandaríkin Eistland Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Sjá meira