Grímur Grímsson svaraði fyrir hleranir í Glitnismáli Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. janúar 2018 15:57 Grímur Grímsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Vilhelm Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta og gjaldeyrisstýringar Glitnis, hafi ekki fengið niðurfellingu sakarefnis í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Grímur fór með rannsókn málsins hjá embætti sérstaks saksóknara. Athygli vakti þegar ákæran var gefin út að Magnús Pálmi var ekki ákærður en Jóhannes Baldursson, einn ákærðu, var næsti yfirmaður hans. Í sambærilegum málum hafa fyrrverandi forstöðumenn eigin viðskipta verið ákærðir og sakfelldir í málinu. Magnús Pálmi samdi sig frá ákæru í Stím-málinu svokallaða þar sem bæði Lárus Welding og Jóhannes Baldursson voru dæmdir til fangelsisvistar. Var hann lykilvitni í málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. Var á það fallist af hálfu ríkissaksóknara og naut Magnús því réttarverndar í málinu en hann hafði upphaflega stöðu sakbornings. Var það gert á grundvelli 5. greinar laga um embætti sérstaks saksóknara. Við aðalmeðferðina í dag sagðist Grímur kannast við að hafa átt fundi með Magnúsi Pálma um að hann fengi niðurfelld sakarefni í málum hjá embætti sérstaks saksóknara, en að það hafi fyrst og fremst átt við um Stím-málið. Eftir þann fund hafi Magnús Pálmi gefið skýrslu á nýjan leik og breytt framburði sínum.Ekki hlustað á símtöl verjenda og sakborninga Magnús Pálmi gaf einnig skýrslu við rannsókn markaðsmisnotkunarmálsins og spurði Björn Þorvaldsson saksóknari hvort að framburður Magnúsar Pálma gæti hafa verið litaður af möguleikanum um niðurfellingu sakarefna en dómari leit svo á að Magnús Pálmi þyrfti að svara fyrir það sjálfur. Hann sagðist hyggja að ákvörðun sé tekin við lok rannsóknar um hverjir séu ákærðir í málinu og að í markaðsmisnotkunarmálinu hafi einfaldlega verið tekin ákvörðun um að Magnús Pálmi yrði ekki ákærður. Reimar Pétursson, verjandi Jóhannesar, spurði Grím einnig út í símhleranir sem notaðast var við við rannsókn málsins, þá sérstaklega símtöl milli hans og Jóhannesar. Sagðist grímur ekki vita til þess að hlustað hafi verið á símtöl milli verjenda og sakborninga í neinum málum hjá sérstökum saksóknara og hafði þeim iðulega verið eytt strax. Nokkur símtöl fundust sem hafi ekki verið eytt á réttum tíma en að þá hafi verið tekin ákvörðun um að upplýsa hvaða símtöl ætti að nota og að öðrum yrði eytt. Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Markaðsmisnotkun í Glitni: Áttar sig ekki á umræðu um að Glitnir hafi ekki verið með formlega viðskiptavakt Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og forveri Lárusar Welding í því starfi, segist hafa litið svo á að bankinn hafi verið með formlega viðskiptavakt á eigin hlutum. 19. janúar 2018 14:35 Markaðsmisnotkun í Glitni: „Ég er alveg sammála því að þetta sé óheppilegt“ Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis og einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði fyrir dómi í morgun að hann hafi reynt eftir bestu getu að bregðast við breyttum aðstæðum á markaði í tíð sinni sem forstjóri bankans. 18. janúar 2018 10:42 Markaðsmisnotkun í Glitni: Segir stjórn bankans hafa samþykkt lánveitingarnar Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis og einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði fyrir dómi í morgun að frágangur lánveitinga til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna glitnis hafi ekki verið til fyrirmyndar. 18. janúar 2018 12:08 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta og gjaldeyrisstýringar Glitnis, hafi ekki fengið niðurfellingu sakarefnis í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Grímur fór með rannsókn málsins hjá embætti sérstaks saksóknara. Athygli vakti þegar ákæran var gefin út að Magnús Pálmi var ekki ákærður en Jóhannes Baldursson, einn ákærðu, var næsti yfirmaður hans. Í sambærilegum málum hafa fyrrverandi forstöðumenn eigin viðskipta verið ákærðir og sakfelldir í málinu. Magnús Pálmi samdi sig frá ákæru í Stím-málinu svokallaða þar sem bæði Lárus Welding og Jóhannes Baldursson voru dæmdir til fangelsisvistar. Var hann lykilvitni í málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. Var á það fallist af hálfu ríkissaksóknara og naut Magnús því réttarverndar í málinu en hann hafði upphaflega stöðu sakbornings. Var það gert á grundvelli 5. greinar laga um embætti sérstaks saksóknara. Við aðalmeðferðina í dag sagðist Grímur kannast við að hafa átt fundi með Magnúsi Pálma um að hann fengi niðurfelld sakarefni í málum hjá embætti sérstaks saksóknara, en að það hafi fyrst og fremst átt við um Stím-málið. Eftir þann fund hafi Magnús Pálmi gefið skýrslu á nýjan leik og breytt framburði sínum.Ekki hlustað á símtöl verjenda og sakborninga Magnús Pálmi gaf einnig skýrslu við rannsókn markaðsmisnotkunarmálsins og spurði Björn Þorvaldsson saksóknari hvort að framburður Magnúsar Pálma gæti hafa verið litaður af möguleikanum um niðurfellingu sakarefna en dómari leit svo á að Magnús Pálmi þyrfti að svara fyrir það sjálfur. Hann sagðist hyggja að ákvörðun sé tekin við lok rannsóknar um hverjir séu ákærðir í málinu og að í markaðsmisnotkunarmálinu hafi einfaldlega verið tekin ákvörðun um að Magnús Pálmi yrði ekki ákærður. Reimar Pétursson, verjandi Jóhannesar, spurði Grím einnig út í símhleranir sem notaðast var við við rannsókn málsins, þá sérstaklega símtöl milli hans og Jóhannesar. Sagðist grímur ekki vita til þess að hlustað hafi verið á símtöl milli verjenda og sakborninga í neinum málum hjá sérstökum saksóknara og hafði þeim iðulega verið eytt strax. Nokkur símtöl fundust sem hafi ekki verið eytt á réttum tíma en að þá hafi verið tekin ákvörðun um að upplýsa hvaða símtöl ætti að nota og að öðrum yrði eytt.
Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Markaðsmisnotkun í Glitni: Áttar sig ekki á umræðu um að Glitnir hafi ekki verið með formlega viðskiptavakt Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og forveri Lárusar Welding í því starfi, segist hafa litið svo á að bankinn hafi verið með formlega viðskiptavakt á eigin hlutum. 19. janúar 2018 14:35 Markaðsmisnotkun í Glitni: „Ég er alveg sammála því að þetta sé óheppilegt“ Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis og einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði fyrir dómi í morgun að hann hafi reynt eftir bestu getu að bregðast við breyttum aðstæðum á markaði í tíð sinni sem forstjóri bankans. 18. janúar 2018 10:42 Markaðsmisnotkun í Glitni: Segir stjórn bankans hafa samþykkt lánveitingarnar Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis og einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði fyrir dómi í morgun að frágangur lánveitinga til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna glitnis hafi ekki verið til fyrirmyndar. 18. janúar 2018 12:08 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Markaðsmisnotkun í Glitni: Áttar sig ekki á umræðu um að Glitnir hafi ekki verið með formlega viðskiptavakt Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og forveri Lárusar Welding í því starfi, segist hafa litið svo á að bankinn hafi verið með formlega viðskiptavakt á eigin hlutum. 19. janúar 2018 14:35
Markaðsmisnotkun í Glitni: „Ég er alveg sammála því að þetta sé óheppilegt“ Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis og einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði fyrir dómi í morgun að hann hafi reynt eftir bestu getu að bregðast við breyttum aðstæðum á markaði í tíð sinni sem forstjóri bankans. 18. janúar 2018 10:42
Markaðsmisnotkun í Glitni: Segir stjórn bankans hafa samþykkt lánveitingarnar Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis og einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði fyrir dómi í morgun að frágangur lánveitinga til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna glitnis hafi ekki verið til fyrirmyndar. 18. janúar 2018 12:08