Skjótum ekki sendiboðann Sabine Leskopf skrifar 16. janúar 2018 15:37 Þegar Íslendingar í útlöndum eru spurðir hvers þeir sakna eða meta mest er vatnið oftast nefnt. Og einmitt núna er víst rétti tíminn fyrir okkur öll að vakna af værum blundi þeirrar sannfæringar að hreina loftið og hreina vatnið séu sjálfgefin og endalaust til af hvoru tveggja. Bæði umræðan um loftgæði eftir áramót og nú um mengun vatns hafa klárlega sýnt að svo er ekki og ábyrgð stjórnmálamanna sem og okkar allra er mikil og við megum engan tíma missa. Stjórnmálamenn bera ábyrgð á því að setja rammann sem verndar umhverfið og bæta kerfin tengd því. En ein af aðalstoðum þess að standa vörð um almannahag og gæði lofts og vatns er virkt heilbrigðiseftirlit. Eftirlit er aldrei þakklátt starf – ef allt er í góðu lagi finnst öllum slíkt apparat meira og minna óþarfi, eftirlit sem fyrirtækin þurfa að borga fyrir eða setur starfsemi þeirra verulegar hömlur er ekki hagvæmt fyrir efnahag viðkomandi. Eftirlit sem setur skemmtanalífinu eða viðburðum, sem allir hlakka til, mörk vegna hávaðamengunar er ekki alltaf vinsælt. Og með eftirliti sem þarf að framfylgja ströngum gildandi reglugerðum eins og hundaeftirliti finnst mörgum beinlinis vegið að besta vini sínum. En við höfum séð, ekki síst á allra síðustu dögum, að eftirlitið sem gætir ýtrustu varúðar í þágu íbúa kann að vera óvinsælt en samt ómissandi með því að vakta, tilkynna frávik skv. gildandi mælikvörðum og gefa út leiðbeiningar ef ástæða er til samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Mikið hefur einnig verið rætt um ábyrgð stjórnmálamanna í einstökum tilfellum bæði núna og síðastliðið sumar og við höfum svo sannarlega brugðist við með því að stytta boðleiðir og auka samstarf við t.d. Veitur. En í þessu samhengi er mikilvægt að benda á að þótt Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sé rekstrarlega tengt Reykjavíkurborg er það algjörlega faglega sjálfstætt. Það verður kannski hvergi skýrara en þegar maður gerir sér grein fyrir að Heilbrigðiseftirlitið þarf að fylgjast með öllum stofnunum borgarinnar eins og skólum og leikskólum og þarf að geta gripið til íþyngjandi ráðstafana ef þess þarf. Þannig að þó að það sé mjög mikilvægt að stjórnmálamenn fylgist með eftirlitinu og taki t.d. þátt í umræðunni um málaflokkinn þá MÁ pólítíkin á sama tíma ekki fara gegn faglegu mat eftirlits um frávik, mati á umhverfisáhrifum, tilkynningaskyldu og ráðstöfunum. Og þó okkur öllum hafi brugðið við fréttirnar núna, þá vonandi eykst traust borgarbúa til þess að Heilbrigðiseftirlitið gæti ýtrustu varúðar og dregur ekkert undan þótt óþægilegt kunni að vera svo að neysluvatnið sem og loftið séu áfram það sem Íslendingar geta verið stoltir af.Höfundur er formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Þegar Íslendingar í útlöndum eru spurðir hvers þeir sakna eða meta mest er vatnið oftast nefnt. Og einmitt núna er víst rétti tíminn fyrir okkur öll að vakna af værum blundi þeirrar sannfæringar að hreina loftið og hreina vatnið séu sjálfgefin og endalaust til af hvoru tveggja. Bæði umræðan um loftgæði eftir áramót og nú um mengun vatns hafa klárlega sýnt að svo er ekki og ábyrgð stjórnmálamanna sem og okkar allra er mikil og við megum engan tíma missa. Stjórnmálamenn bera ábyrgð á því að setja rammann sem verndar umhverfið og bæta kerfin tengd því. En ein af aðalstoðum þess að standa vörð um almannahag og gæði lofts og vatns er virkt heilbrigðiseftirlit. Eftirlit er aldrei þakklátt starf – ef allt er í góðu lagi finnst öllum slíkt apparat meira og minna óþarfi, eftirlit sem fyrirtækin þurfa að borga fyrir eða setur starfsemi þeirra verulegar hömlur er ekki hagvæmt fyrir efnahag viðkomandi. Eftirlit sem setur skemmtanalífinu eða viðburðum, sem allir hlakka til, mörk vegna hávaðamengunar er ekki alltaf vinsælt. Og með eftirliti sem þarf að framfylgja ströngum gildandi reglugerðum eins og hundaeftirliti finnst mörgum beinlinis vegið að besta vini sínum. En við höfum séð, ekki síst á allra síðustu dögum, að eftirlitið sem gætir ýtrustu varúðar í þágu íbúa kann að vera óvinsælt en samt ómissandi með því að vakta, tilkynna frávik skv. gildandi mælikvörðum og gefa út leiðbeiningar ef ástæða er til samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Mikið hefur einnig verið rætt um ábyrgð stjórnmálamanna í einstökum tilfellum bæði núna og síðastliðið sumar og við höfum svo sannarlega brugðist við með því að stytta boðleiðir og auka samstarf við t.d. Veitur. En í þessu samhengi er mikilvægt að benda á að þótt Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sé rekstrarlega tengt Reykjavíkurborg er það algjörlega faglega sjálfstætt. Það verður kannski hvergi skýrara en þegar maður gerir sér grein fyrir að Heilbrigðiseftirlitið þarf að fylgjast með öllum stofnunum borgarinnar eins og skólum og leikskólum og þarf að geta gripið til íþyngjandi ráðstafana ef þess þarf. Þannig að þó að það sé mjög mikilvægt að stjórnmálamenn fylgist með eftirlitinu og taki t.d. þátt í umræðunni um málaflokkinn þá MÁ pólítíkin á sama tíma ekki fara gegn faglegu mat eftirlits um frávik, mati á umhverfisáhrifum, tilkynningaskyldu og ráðstöfunum. Og þó okkur öllum hafi brugðið við fréttirnar núna, þá vonandi eykst traust borgarbúa til þess að Heilbrigðiseftirlitið gæti ýtrustu varúðar og dregur ekkert undan þótt óþægilegt kunni að vera svo að neysluvatnið sem og loftið séu áfram það sem Íslendingar geta verið stoltir af.Höfundur er formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun