Fara í samkeppni við Eldum rétt með samstarfi við íþróttafélögin Daníel Freyr Birkisson skrifar 16. janúar 2018 14:26 Það á að hafa gaman í eldhúsinu að mati Jóns Arnars. mynd/einn, tveir og elda „Það á að hafa gaman í eldhúsinu,“ segir Jón Arnar Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Einn, tveir og elda sem er nýtt fyrirtæki á hinum svokallaða máltíðamarkaði. Vefsíða fyrirtækisins er komin í loftið og nú geta þeir sem leiðigjarnt þykir að fara út í verslun að vinnudegi loknum, eða einfaldlega skortir hugmyndaflugið í eldamennskunni, skráð sig og fengið senda heim eða sótt pakka með hráefnum til eldunar. Í boði verða þrjár tegundir af pökkum – klassíski pakkinn, heilsupakkinn og gestapakkinn. Samtals eru uppskriftirnar ellefu í hverri viku og breytist úrvalið á milli vikna. Jón Arnar segir fyrirtækið hafa fengið til liðs við sig þaulreynda matgæðinga úr þjóðfélaginu og munu uppskriftir frá þeim birtast í hverri viku. Í fyrstu vikunni býðst viðskiptavinum að elda eftir uppskriftum Gunnars Más Kamban og Jóa Fel. Einn, tveir og elda mun þá leggja ríka áherslu á notkun íslenskra hráefna í eldamennskunni að sögn Jóns Arnars. „Við munum reyna að nota það sem er best hverju sinni. Þá munum við eingöngu bjóða viðskiptavinum upp á íslenskt kjöt en einnig verður reynt eftir fremsta megni að notast við íslenskt grænmeti og fisk.“Fara í samstarf með íþróttafélögunumHann segir fyrirtækið hafa viljað geta boðið upp á fleiri en einn afhendingarstað svo viðskiptavinir þyrftu ekki allir að sækja pöntun sína á sama staðinn. Þannig hafi sú hugmynd komið upp snemma í undirbúningsferlinu að fara í samstarf með íþróttafélögum í hverju hverfi fyrir sig. „Við erum nú þegar í samstarfi með HK, Aftureldingu og KR. Við erum einnig að bæta við nýjum félögum koll af kolli og er stefnt að því að þau verði átta til tíu talsins þegar fram líða stundir“. Þá muni hvert og eitt félag fá 5 prósent hlut af hverri vöru sem afhent er. Þó verður einnig hægt að fá vöruna senda upp að dyrum gegn gjaldi. Einn, tveir og elda er annað fyrirtækið inn á máltíðamarkaðinn en fyrir er Eldum rétt sem stofnað var árið 2014. Það er því óhætt að gera ráð fyrir því að samkeppni muni ríkja þeirra á milli á markaði sem stækkað hefur gífurlega undanfarin ár. Að sögn Jóns Arnars eru sífellt fleiri sem grípa með sér kassa með hráefnum og elda heima til þess að sleppa við að þurfa að fara út í verslun að vinnudegi loknum. Matur Neytendur Tengdar fréttir Krónan ætlar í samkeppni við Eldum rétt á næsta ári Stjórnendur Krónunnar vinna nú samkvæmt heimildum Markaðarins að þróun tveggja vörulína sem munu innihalda hráefni í máltíðir sem viðskiptavinir elda sjálfir. 13. desember 2017 07:30 Eigandi 10-11 kaupir helmingshlut í Eldum rétt Eignarhaldsfélagið Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, hefur undirritað kaupsamning um kaup á 50 prósent hlutafjár í Eldum rétt ehf. 15. desember 2017 13:49 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
„Það á að hafa gaman í eldhúsinu,“ segir Jón Arnar Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Einn, tveir og elda sem er nýtt fyrirtæki á hinum svokallaða máltíðamarkaði. Vefsíða fyrirtækisins er komin í loftið og nú geta þeir sem leiðigjarnt þykir að fara út í verslun að vinnudegi loknum, eða einfaldlega skortir hugmyndaflugið í eldamennskunni, skráð sig og fengið senda heim eða sótt pakka með hráefnum til eldunar. Í boði verða þrjár tegundir af pökkum – klassíski pakkinn, heilsupakkinn og gestapakkinn. Samtals eru uppskriftirnar ellefu í hverri viku og breytist úrvalið á milli vikna. Jón Arnar segir fyrirtækið hafa fengið til liðs við sig þaulreynda matgæðinga úr þjóðfélaginu og munu uppskriftir frá þeim birtast í hverri viku. Í fyrstu vikunni býðst viðskiptavinum að elda eftir uppskriftum Gunnars Más Kamban og Jóa Fel. Einn, tveir og elda mun þá leggja ríka áherslu á notkun íslenskra hráefna í eldamennskunni að sögn Jóns Arnars. „Við munum reyna að nota það sem er best hverju sinni. Þá munum við eingöngu bjóða viðskiptavinum upp á íslenskt kjöt en einnig verður reynt eftir fremsta megni að notast við íslenskt grænmeti og fisk.“Fara í samstarf með íþróttafélögunumHann segir fyrirtækið hafa viljað geta boðið upp á fleiri en einn afhendingarstað svo viðskiptavinir þyrftu ekki allir að sækja pöntun sína á sama staðinn. Þannig hafi sú hugmynd komið upp snemma í undirbúningsferlinu að fara í samstarf með íþróttafélögum í hverju hverfi fyrir sig. „Við erum nú þegar í samstarfi með HK, Aftureldingu og KR. Við erum einnig að bæta við nýjum félögum koll af kolli og er stefnt að því að þau verði átta til tíu talsins þegar fram líða stundir“. Þá muni hvert og eitt félag fá 5 prósent hlut af hverri vöru sem afhent er. Þó verður einnig hægt að fá vöruna senda upp að dyrum gegn gjaldi. Einn, tveir og elda er annað fyrirtækið inn á máltíðamarkaðinn en fyrir er Eldum rétt sem stofnað var árið 2014. Það er því óhætt að gera ráð fyrir því að samkeppni muni ríkja þeirra á milli á markaði sem stækkað hefur gífurlega undanfarin ár. Að sögn Jóns Arnars eru sífellt fleiri sem grípa með sér kassa með hráefnum og elda heima til þess að sleppa við að þurfa að fara út í verslun að vinnudegi loknum.
Matur Neytendur Tengdar fréttir Krónan ætlar í samkeppni við Eldum rétt á næsta ári Stjórnendur Krónunnar vinna nú samkvæmt heimildum Markaðarins að þróun tveggja vörulína sem munu innihalda hráefni í máltíðir sem viðskiptavinir elda sjálfir. 13. desember 2017 07:30 Eigandi 10-11 kaupir helmingshlut í Eldum rétt Eignarhaldsfélagið Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, hefur undirritað kaupsamning um kaup á 50 prósent hlutafjár í Eldum rétt ehf. 15. desember 2017 13:49 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Krónan ætlar í samkeppni við Eldum rétt á næsta ári Stjórnendur Krónunnar vinna nú samkvæmt heimildum Markaðarins að þróun tveggja vörulína sem munu innihalda hráefni í máltíðir sem viðskiptavinir elda sjálfir. 13. desember 2017 07:30
Eigandi 10-11 kaupir helmingshlut í Eldum rétt Eignarhaldsfélagið Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, hefur undirritað kaupsamning um kaup á 50 prósent hlutafjár í Eldum rétt ehf. 15. desember 2017 13:49