Wahlberg gefur launin umdeildu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2018 08:21 Mark Wahlberg og Michelle Williams saman á frumsýningu myndarinnar. vísir/getty Bandaríski leikarinn Mark Wahlberg hefur ákveðið að gefa baráttuhreyfingunni Time's Up þau laun sem hann þáði fyrir þau atriði sem þurfti að taka upp aftur fyrir myndina All the Money in the World. Vakti það mikla athygli í vikunni þegar greint var frá því að Michelle Williams, mótleikkona Wahlberg í myndinni, hafi aðeins þegið þúsund dollara fyrir atriðin sem þurfti að taka upp aftur, á sama tíma og Wahlberg þáði 1,5 milljónir dollara. Taka þurfti upp atriði í myndinni aftur þar sem leikstjórinn, Ridley Scott, rak Kevin Spacey frá verkinu eftir að ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni komu fram fyrir nokkrum mánuðum. Réð Scott Christopher Plummer til þess að taka við hlutverki J. Paul Getty, sem Spacey hafði túlkað, og þurfti því að taka upp allar senur þar sem Getty kom við sögu aftur. Að því er fram kemur á Vox á Williams að hafa verið svo ánægð með þessa ákvörðun að hún hafi lýst sig reiðubúna til þess að taka upp atriðin aftur án endurgjalds en þó þegið þúsund dollara eða lágmarkstaxta. Var launamunurinn fordæmdur af ýmsum Hollywood-stjörnum. Hefur Wahlberg því ákveðið að gefa Time's Up hreyfingunni launin fyrir atriðin og framlagið eyrnarmerkt lögfræðikostnaði sem fellur til vegna baráttu hreyfingarinnar. Williams er ein af stofnendum herferðarinnar Time‘s Up, sem leidd er af 300 konum í skemmtanabransanum í Hollywood, og er ætlað að leiðrétta það valdaójafnvægi sem hefur ríkt þar sem og á almennum vinnumarkaði í Bandaríkjunum. pic.twitter.com/jvGDGVZqPQ— Mark Wahlberg (@mark_wahlberg) January 13, 2018 Bíó og sjónvarp MeToo Mál Kevin Spacey Hollywood Tengdar fréttir Laun Mark Wahlberg 1,5 milljónir dollara en laun Michelle Williams þúsund dollarar USA Today sem greindi frá málinu og hafði eftir þremur mismunandi heimildarmönnum sem þekktu til málsins. 10. janúar 2018 11:30 Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Fleiri fréttir Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Sjá meira
Bandaríski leikarinn Mark Wahlberg hefur ákveðið að gefa baráttuhreyfingunni Time's Up þau laun sem hann þáði fyrir þau atriði sem þurfti að taka upp aftur fyrir myndina All the Money in the World. Vakti það mikla athygli í vikunni þegar greint var frá því að Michelle Williams, mótleikkona Wahlberg í myndinni, hafi aðeins þegið þúsund dollara fyrir atriðin sem þurfti að taka upp aftur, á sama tíma og Wahlberg þáði 1,5 milljónir dollara. Taka þurfti upp atriði í myndinni aftur þar sem leikstjórinn, Ridley Scott, rak Kevin Spacey frá verkinu eftir að ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni komu fram fyrir nokkrum mánuðum. Réð Scott Christopher Plummer til þess að taka við hlutverki J. Paul Getty, sem Spacey hafði túlkað, og þurfti því að taka upp allar senur þar sem Getty kom við sögu aftur. Að því er fram kemur á Vox á Williams að hafa verið svo ánægð með þessa ákvörðun að hún hafi lýst sig reiðubúna til þess að taka upp atriðin aftur án endurgjalds en þó þegið þúsund dollara eða lágmarkstaxta. Var launamunurinn fordæmdur af ýmsum Hollywood-stjörnum. Hefur Wahlberg því ákveðið að gefa Time's Up hreyfingunni launin fyrir atriðin og framlagið eyrnarmerkt lögfræðikostnaði sem fellur til vegna baráttu hreyfingarinnar. Williams er ein af stofnendum herferðarinnar Time‘s Up, sem leidd er af 300 konum í skemmtanabransanum í Hollywood, og er ætlað að leiðrétta það valdaójafnvægi sem hefur ríkt þar sem og á almennum vinnumarkaði í Bandaríkjunum. pic.twitter.com/jvGDGVZqPQ— Mark Wahlberg (@mark_wahlberg) January 13, 2018
Bíó og sjónvarp MeToo Mál Kevin Spacey Hollywood Tengdar fréttir Laun Mark Wahlberg 1,5 milljónir dollara en laun Michelle Williams þúsund dollarar USA Today sem greindi frá málinu og hafði eftir þremur mismunandi heimildarmönnum sem þekktu til málsins. 10. janúar 2018 11:30 Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Fleiri fréttir Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Sjá meira
Laun Mark Wahlberg 1,5 milljónir dollara en laun Michelle Williams þúsund dollarar USA Today sem greindi frá málinu og hafði eftir þremur mismunandi heimildarmönnum sem þekktu til málsins. 10. janúar 2018 11:30