Baráttumaður fyrir réttindum fatlaðs fólks er nýr formaður stjórnar Pírata í Reykjavík Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. janúar 2018 23:30 Rúnar Björn var einn af þeim fyrstu sem hlaut notendastýrða persónulega þjónustu. Hann var í kvöld kjörinn formaður nýrrar stjórnar Pírata í Reykjavík. Rúnar Björn Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, garðyrkjufræðingur, var á aðalfundi Pírata í kvöld kjörinn formaður nýrrar stjórnar Pírata í Reykjavík. „Ég er orðinn atvinnuformaður,“ segir Rúnar og skellir upp úr því fyrir er hann formaður málefnahóps Öryrkjabandagsins um sjálfstætt líf og formaður NPA-miðstöðvarinnar. Hann segist ekki hafa búist við því að hljóta nafnbótina formaður stjórnar Pírata í Reykjavík í ljósi þess að hann tók lokaákvörðun um að bjóða sig fram í gærkvöldi.Bylting í þjónustu við fatlað fólk„Það væri algjörlega ómögulegt fyrir mann með mína fötlun að taka þátt í svona pólitísku starfi, og öðru félagsstarfi án þess að hafa þessa notendastýrðu persónulegu aðstoð. Ég er búinn að berjast fyrir málefninu lengi,“ segir Rúnar, sem ásamt fleirum, stofnaði NPA miðstöðina árið 2010 og hefur síðan þá barist ötullega fyrir framgangi málaflokksins. Rúnar segir að hann viti um fólk sem sinnir flokksstörfum sem þau gætu ekki sinnt ef ekki væri fyrir notendastýrða persónulega þjónustu. „Þetta er náttúrulega bara algjör bylting í þjónustu við fatlað fólk.“Nýja stjórn Pírata í Reykjavík skipa Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, sem fyrr segir, Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir, Björn Þór Jóhannesson, Elsa Nore og Unnar Þór. Varamenn eru Árni Steingrímur Sigurðsson, Guðjón Sigurbjartsson, Hermann Björgvin Haraldsson, Þórlaug Ágústsdóttir og Karl Brynjar Magnússon. „Það eru spennandi tímar fram undan,“ segir hinn nýkjörni formaður. Næst á dagskrá hjá nýrri stjórn er að hefja vinnu við prófkjör og síðan verður nóg að gera hjá henni við undirbúning sveitarstjórnarkosninga í vor.Rúnar hefur tvívegis setið í stjórn Pírata. Á myndinni er Rúnar í Kringlunni í kosningabaráttunni.Rúnar BjörnPrófkjör eina leiðin sem kemur til greinaÞað var snörp barátta síðast og þið eruð svo lýðræðissinnaður flokkur. Þið fóruð í prófkjör og allan pakkann fyrir nýafstaðnar þingkosningar. Eruði andlega undirbúin fyrir aðrar kosningar?„Já, já, já. Við erum alltaf tilbúin í prófkjör. Við vorum mjög stolt af því að vera eini flokkurinn sem fór í prófkjör alls staðar á landinu og fyllti öll sæti með þeirri aðferð. Það er bara ekki til önnur leið hjá okkur,“ segir Rúnar. Rúnar segist þessa dagana finna fyrir meðbyr í réttindabaráttu fatlaðs fólks og að aukinn skilningur sé á meðal Alþingismanna um málefni fatlaðra. Hann bindur vonir sínar við að málefni fatlaðs fólks verði sett á dagskrá í komandi sveitarstjórnarkosningum. Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, garðyrkjufræðingur, var á aðalfundi Pírata í kvöld kjörinn formaður nýrrar stjórnar Pírata í Reykjavík. „Ég er orðinn atvinnuformaður,“ segir Rúnar og skellir upp úr því fyrir er hann formaður málefnahóps Öryrkjabandagsins um sjálfstætt líf og formaður NPA-miðstöðvarinnar. Hann segist ekki hafa búist við því að hljóta nafnbótina formaður stjórnar Pírata í Reykjavík í ljósi þess að hann tók lokaákvörðun um að bjóða sig fram í gærkvöldi.Bylting í þjónustu við fatlað fólk„Það væri algjörlega ómögulegt fyrir mann með mína fötlun að taka þátt í svona pólitísku starfi, og öðru félagsstarfi án þess að hafa þessa notendastýrðu persónulegu aðstoð. Ég er búinn að berjast fyrir málefninu lengi,“ segir Rúnar, sem ásamt fleirum, stofnaði NPA miðstöðina árið 2010 og hefur síðan þá barist ötullega fyrir framgangi málaflokksins. Rúnar segir að hann viti um fólk sem sinnir flokksstörfum sem þau gætu ekki sinnt ef ekki væri fyrir notendastýrða persónulega þjónustu. „Þetta er náttúrulega bara algjör bylting í þjónustu við fatlað fólk.“Nýja stjórn Pírata í Reykjavík skipa Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, sem fyrr segir, Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir, Björn Þór Jóhannesson, Elsa Nore og Unnar Þór. Varamenn eru Árni Steingrímur Sigurðsson, Guðjón Sigurbjartsson, Hermann Björgvin Haraldsson, Þórlaug Ágústsdóttir og Karl Brynjar Magnússon. „Það eru spennandi tímar fram undan,“ segir hinn nýkjörni formaður. Næst á dagskrá hjá nýrri stjórn er að hefja vinnu við prófkjör og síðan verður nóg að gera hjá henni við undirbúning sveitarstjórnarkosninga í vor.Rúnar hefur tvívegis setið í stjórn Pírata. Á myndinni er Rúnar í Kringlunni í kosningabaráttunni.Rúnar BjörnPrófkjör eina leiðin sem kemur til greinaÞað var snörp barátta síðast og þið eruð svo lýðræðissinnaður flokkur. Þið fóruð í prófkjör og allan pakkann fyrir nýafstaðnar þingkosningar. Eruði andlega undirbúin fyrir aðrar kosningar?„Já, já, já. Við erum alltaf tilbúin í prófkjör. Við vorum mjög stolt af því að vera eini flokkurinn sem fór í prófkjör alls staðar á landinu og fyllti öll sæti með þeirri aðferð. Það er bara ekki til önnur leið hjá okkur,“ segir Rúnar. Rúnar segist þessa dagana finna fyrir meðbyr í réttindabaráttu fatlaðs fólks og að aukinn skilningur sé á meðal Alþingismanna um málefni fatlaðra. Hann bindur vonir sínar við að málefni fatlaðs fólks verði sett á dagskrá í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira