Sænski fáninn blaktir í hálfa stöng við IKEA Kjartan Kjartansson skrifar 28. janúar 2018 14:30 Flaggað var í hálfa stöng við verslun IKEA í Garðabæ í dag til heiður Ingvars Kamprad sem andaðist í gær. Vísir/AFP Ingvar Kamprad var snillingur sem hafði feykileg áhrif á hvernig fólk býr og lifir í dag. Þetta segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, þar sem flaggað hefur verið í hálfa stöng í dag eftir að fréttir af andláti Kamprad bárust. Kamprad var 91 árs gamall en hann lést í heimabæ sínum Småland í Suður-Svíþjóð í gær. Hann stofnaði IKEA árið 1943 og hefur fyrirtækið haft gríðarleg áhrif á framleiðslu og hönnun húsgagna síðan. „Þetta er eitt af stóru nöfnum síðustu aldar. Hann var algert séní og það er svo margt sem maður lítur á sem sjálfsagðan hlut í dag. Ég hef hitt hann nokkrum sinnum. Hann var mjög klár karl. Ég mun sakna hans sem flotts karls sem hafði mikil áhrif og hafði skýra sýn,“ segir Þórarinn.Bókahillurnar voru tvö hundruð kíló í gamla dagaMeð IKEA hafi Kamprad breytt heiminum. Fólki þurfi ekki endilega að eiga nein IKEA-húsgögn heima hjá sér til að finna fyrir því. Aðrir húsgagnaframleiðendur hafi þurft að aðlaga sig að því sem IKEA gerði. Verslunin hafi einnig keyrt niður verð á húsgögnum. „Ef við lítum bara á bókaskápa eða skrifborð þá var þetta tvö hundruð kíló í gamla daga. Menn gátu ekki komið þessu á milli hæða. Maður er bara svo fljótur að gleyma að svona var þetta. Þetta hefur haft feykilegar breytingar á því hvernig við búum og lifum,“ segir framkvæmdastjórinn. Nokkuð er síðan Kamprad dró sig út úr daglegum rekstri IKEA. Hann hætti þeim árið 1988 en sat áfram í stjórn fyrirtækisins þar sem hann hafði skoðanir, að sögn Þórarins. Synir Kamprad hafa tekið við rekstrinum undanfarin ár. Þórarinn á ekki von á að neinar breytingar verði á rekstri IKEA í kjölfar fráfalls stofnandans. Andlát IKEA Tengdar fréttir Stofnandi IKEA látinn Ingvar Kamprad lést á heimili sínu í heimabænum Småland. 28. janúar 2018 11:06 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Ingvar Kamprad var snillingur sem hafði feykileg áhrif á hvernig fólk býr og lifir í dag. Þetta segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, þar sem flaggað hefur verið í hálfa stöng í dag eftir að fréttir af andláti Kamprad bárust. Kamprad var 91 árs gamall en hann lést í heimabæ sínum Småland í Suður-Svíþjóð í gær. Hann stofnaði IKEA árið 1943 og hefur fyrirtækið haft gríðarleg áhrif á framleiðslu og hönnun húsgagna síðan. „Þetta er eitt af stóru nöfnum síðustu aldar. Hann var algert séní og það er svo margt sem maður lítur á sem sjálfsagðan hlut í dag. Ég hef hitt hann nokkrum sinnum. Hann var mjög klár karl. Ég mun sakna hans sem flotts karls sem hafði mikil áhrif og hafði skýra sýn,“ segir Þórarinn.Bókahillurnar voru tvö hundruð kíló í gamla dagaMeð IKEA hafi Kamprad breytt heiminum. Fólki þurfi ekki endilega að eiga nein IKEA-húsgögn heima hjá sér til að finna fyrir því. Aðrir húsgagnaframleiðendur hafi þurft að aðlaga sig að því sem IKEA gerði. Verslunin hafi einnig keyrt niður verð á húsgögnum. „Ef við lítum bara á bókaskápa eða skrifborð þá var þetta tvö hundruð kíló í gamla daga. Menn gátu ekki komið þessu á milli hæða. Maður er bara svo fljótur að gleyma að svona var þetta. Þetta hefur haft feykilegar breytingar á því hvernig við búum og lifum,“ segir framkvæmdastjórinn. Nokkuð er síðan Kamprad dró sig út úr daglegum rekstri IKEA. Hann hætti þeim árið 1988 en sat áfram í stjórn fyrirtækisins þar sem hann hafði skoðanir, að sögn Þórarins. Synir Kamprad hafa tekið við rekstrinum undanfarin ár. Þórarinn á ekki von á að neinar breytingar verði á rekstri IKEA í kjölfar fráfalls stofnandans.
Andlát IKEA Tengdar fréttir Stofnandi IKEA látinn Ingvar Kamprad lést á heimili sínu í heimabænum Småland. 28. janúar 2018 11:06 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira