Fá ekki túlkaþjónustu þegar þær skilja við eiginmenn sína Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. janúar 2018 14:28 Sabine Leskopf og Nicole Leigh Mosty Vísir/Vilhelm Konur af erlendum uppruna rufu þögnina í gær og stigu fram með MeToo sögur af fordómum, útilokun, áreitni, mansali, vanrækslu og kynferðisofbeldi. Þessar sláandi frásagnir vöktu mikla athygli og bíða konurnar nú eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum og stéttarfélögum. Þær Nicole Leigh Mosty kennari, verkefnastjóri og fyrrverandi þingmaður og Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi voru í viðtali í Harmageddon í dag og ræddu þar umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna.Innflytjendur er mannauður„Ég held að það sé rosalega mikilvægt að gera sér grein fyrir að þessi mismunun er margþætt,“ segir Sabine. Hún hefur unnið í þessum málum frá árinu 2004 og verið í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna, vann í Alþjóðahúsi, situr nú í stjórn Kvennaathvarfsins og er í borgarstjórn. Sagði hún í samtali við Vísi að þrátt fyrir að fyrstu og annar kynslóðir innflytjenda séu 13 prósent íbúa hér á landi, séu meira en helmingur kvennanna í Kvennaathvarfinu af erlendum uppruna. „Það hefur alltaf verið mín lína að berjast svolítið á tveimur vígvöllum. Þessi hópur er til, sem verður fyrir grófu ofbeldi og svona en ég vil líka berjast fyrir því að við höfum rödd, að fólk geri sér grein fyrir að innflytjendur séu mannauður, að það geti verið þakklátt fyrir að fá okkur hingað,“ sagði Sabine í Harmageddon. „Það er það sem Vigdís Finnbogadóttir kenndi okkur, kenndi litlum stelpum að þær geti verið allt sem þær vilja.“ Benti hún á að börn, ekki bara þau sem eru innflytjendur, sjái konur af erlendum uppruna oftast ekki í sjónvarpinu, í valdastöðum og stjórnunarstöðum heldur að skúra í skólanum.Fá ekki túlk þegar þær skilja við eiginmanninn Sabine gagnrýnir að Sýslumaður telji sig geta sinnt sinni upplýsingaskyldu þó að fólk skilji ekki orð af því sem kemur fram. „Þeir panta ekki túlk þannig að kona sem kemur í skilnaðarviðtal hjá Sýslumanni er algjörlega háð makanum sem hún er að skilja við. Þær eru margar, ég veit um nokkur dæmi þar sem kona hefur afsalað sér forræði yfir börnunum sínum af því að þær skildu ekki hvað fer þarna fram.“ Nicole sé að þetta sé víðar, eins og hjá Barnaverndarnefnd. Hún hafi einu sinni fengið símtal frá grátandi konu í neyð vegna tungumálaerfiðleika. „Börnin hennar voru tekin af henni og hún vissi ekki nákvæmlega af hverju.“Hver ber ábyrgð?„Hver ber ábyrgð á þessum sögum sem eru hér? Alls ekki þessar konur, alls ekki,“ sagði Nicole um reynslusögur kvennanna. Hún sagði að hugrekki þeirra til að stíga fram með sínar sögur væri ákall eftir aðgerðum. „Ég bíð eftir að heyra viðbrögð frá til dæmis Ragnari hjá VR, Gylfa hjá ASÍ. Hvað ætla þau að gera á vinnumarkaðinum? Hvernig ætla þau að efla þekkingu á réttindum fólk sem er að starfa hjá þeim. [...] Halldór Benjamín í SA. Bara gjörðu svo vel, ég vil sjá ykkur í fjölmiðlum.“ Konurnar eru með framkvæmdaáætlun með aðgerðum tengdum opinberum stofnunum, sveitarfélögum og þeirra ábyrgð til þess að fræða, mennta og skýra leiðir fyrir innflytjendur. „Það er á okkar ábyrgð að valdefla hverja einustu manneskju sem er hér. Hvern einasta skattborgara.“ Viðtalið við Nicole og Sabine í Harmageddon má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. MeToo Tengdar fréttir Sögur kvenna af erlendum uppruna ríma við reynslu Kvennaathvarfsins Konur af erlendum uppruna bættust í hóp kvenna sem hafa sagt frá kynferðisofbeldi og áreitni í íslensku samfélagi. Sendu þær frá sér #metoo yfirlýsingu með sláandi sögum tuga kvenna. 26. janúar 2018 07:00 Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13 Segir skeytingarleysi ríkja gagnvart konum af erlendum uppruna Framkvæmdastjóri Kvennaathvarfsins segir skeytingarleysi ríkja í samfélaginu þegar komi að ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna. 25. janúar 2018 19:45 Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Konur af erlendum uppruna rufu þögnina í gær og stigu fram með MeToo sögur af fordómum, útilokun, áreitni, mansali, vanrækslu og kynferðisofbeldi. Þessar sláandi frásagnir vöktu mikla athygli og bíða konurnar nú eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum og stéttarfélögum. Þær Nicole Leigh Mosty kennari, verkefnastjóri og fyrrverandi þingmaður og Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi voru í viðtali í Harmageddon í dag og ræddu þar umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna.Innflytjendur er mannauður„Ég held að það sé rosalega mikilvægt að gera sér grein fyrir að þessi mismunun er margþætt,“ segir Sabine. Hún hefur unnið í þessum málum frá árinu 2004 og verið í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna, vann í Alþjóðahúsi, situr nú í stjórn Kvennaathvarfsins og er í borgarstjórn. Sagði hún í samtali við Vísi að þrátt fyrir að fyrstu og annar kynslóðir innflytjenda séu 13 prósent íbúa hér á landi, séu meira en helmingur kvennanna í Kvennaathvarfinu af erlendum uppruna. „Það hefur alltaf verið mín lína að berjast svolítið á tveimur vígvöllum. Þessi hópur er til, sem verður fyrir grófu ofbeldi og svona en ég vil líka berjast fyrir því að við höfum rödd, að fólk geri sér grein fyrir að innflytjendur séu mannauður, að það geti verið þakklátt fyrir að fá okkur hingað,“ sagði Sabine í Harmageddon. „Það er það sem Vigdís Finnbogadóttir kenndi okkur, kenndi litlum stelpum að þær geti verið allt sem þær vilja.“ Benti hún á að börn, ekki bara þau sem eru innflytjendur, sjái konur af erlendum uppruna oftast ekki í sjónvarpinu, í valdastöðum og stjórnunarstöðum heldur að skúra í skólanum.Fá ekki túlk þegar þær skilja við eiginmanninn Sabine gagnrýnir að Sýslumaður telji sig geta sinnt sinni upplýsingaskyldu þó að fólk skilji ekki orð af því sem kemur fram. „Þeir panta ekki túlk þannig að kona sem kemur í skilnaðarviðtal hjá Sýslumanni er algjörlega háð makanum sem hún er að skilja við. Þær eru margar, ég veit um nokkur dæmi þar sem kona hefur afsalað sér forræði yfir börnunum sínum af því að þær skildu ekki hvað fer þarna fram.“ Nicole sé að þetta sé víðar, eins og hjá Barnaverndarnefnd. Hún hafi einu sinni fengið símtal frá grátandi konu í neyð vegna tungumálaerfiðleika. „Börnin hennar voru tekin af henni og hún vissi ekki nákvæmlega af hverju.“Hver ber ábyrgð?„Hver ber ábyrgð á þessum sögum sem eru hér? Alls ekki þessar konur, alls ekki,“ sagði Nicole um reynslusögur kvennanna. Hún sagði að hugrekki þeirra til að stíga fram með sínar sögur væri ákall eftir aðgerðum. „Ég bíð eftir að heyra viðbrögð frá til dæmis Ragnari hjá VR, Gylfa hjá ASÍ. Hvað ætla þau að gera á vinnumarkaðinum? Hvernig ætla þau að efla þekkingu á réttindum fólk sem er að starfa hjá þeim. [...] Halldór Benjamín í SA. Bara gjörðu svo vel, ég vil sjá ykkur í fjölmiðlum.“ Konurnar eru með framkvæmdaáætlun með aðgerðum tengdum opinberum stofnunum, sveitarfélögum og þeirra ábyrgð til þess að fræða, mennta og skýra leiðir fyrir innflytjendur. „Það er á okkar ábyrgð að valdefla hverja einustu manneskju sem er hér. Hvern einasta skattborgara.“ Viðtalið við Nicole og Sabine í Harmageddon má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
MeToo Tengdar fréttir Sögur kvenna af erlendum uppruna ríma við reynslu Kvennaathvarfsins Konur af erlendum uppruna bættust í hóp kvenna sem hafa sagt frá kynferðisofbeldi og áreitni í íslensku samfélagi. Sendu þær frá sér #metoo yfirlýsingu með sláandi sögum tuga kvenna. 26. janúar 2018 07:00 Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13 Segir skeytingarleysi ríkja gagnvart konum af erlendum uppruna Framkvæmdastjóri Kvennaathvarfsins segir skeytingarleysi ríkja í samfélaginu þegar komi að ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna. 25. janúar 2018 19:45 Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Sögur kvenna af erlendum uppruna ríma við reynslu Kvennaathvarfsins Konur af erlendum uppruna bættust í hóp kvenna sem hafa sagt frá kynferðisofbeldi og áreitni í íslensku samfélagi. Sendu þær frá sér #metoo yfirlýsingu með sláandi sögum tuga kvenna. 26. janúar 2018 07:00
Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13
Segir skeytingarleysi ríkja gagnvart konum af erlendum uppruna Framkvæmdastjóri Kvennaathvarfsins segir skeytingarleysi ríkja í samfélaginu þegar komi að ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna. 25. janúar 2018 19:45
Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08