„Gæti verið eitthvað stærra og verra og meira í gangi“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. janúar 2018 20:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar hvort hefja eigi rannsókn á Robert Downey á grundvelli minnisbókar sem inniheldur 335 nöfn. Faðir stúlku sem brotið var gegn og er nefnd í bókinni segir nauðsynlegt að kanna málið til hlítar.Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag var lögreglan hvött til þess að rannsaka minnisbók sem var í eigu Roberts Downey. Bókin inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna og var hluti af sönnunargögnum í kynferðisbrotamáli fjögurra kvenna gegn Downey árið 2007. Yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar segir málið vera til skoðunar. „Við erum að fara yfir hana og erum bara að kanna grundvöll fyrir því hvort við eigum að taka upp rannsókn. Við erum að skoða hugsanlega fyrningu," segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar. „Ef brot eru augljóslega fyrnd eru það tilmæli frá ríkissaksóknara um að lögregla eigi að hætta rannsókn þannig að við erum bara að skoða öll markatilvik," segir Hulda.Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar.Stöð 2Anna Katrín Snorradóttir sem kærði Robert Downey fyrir kynferðisbrot í júlí síðastliðnum hefur talið að hennar mál megi styðja með sönnunargögnum úr málinu frá 2007. Hingað til hefur lögregla svarað því að gögnunum hafi veirð eytt. Hulda segir þetta hafa verið misskilning hjá lögreglunni. Bókin hafi alltaf verið til staðar líkt og önnur gögn sem lögð voru fyrir Hæstarétt. „Hins vegar var búið að eyða öðrum sönnunargögnum sem heimild var fyrir að eyða," segir Hulda. Annar greinarhöfunda bendir á að nöfn allra þeirra kvenna sem Robert Downey hefur verið dæmdur fyrir að brjóta gegn komi fram í bókinni. Því hljóti að vera nauðsynlegt að kanna hana til hlítar. „Af líkunum sem við skoðum, það er fimm af 335 nöfnum. Af þeim líkum gæti verið eitthvað stærra og verra og meira í gangi þarna. Að því að það eru algjörlega ekkert allir sem vilja stíga fram og nenna að taka stríðið eða þora að taka stríðið í fjölmiðlum og hafa hátt. En það virðist vera nauðsynlegt til þess að fá eitthvað að frétta," segir Bergur Þór Ingólfsson. MeToo Tengdar fréttir „Eftir standa 330 nöfn órannsökuð“ Bergur Þór Ingólfsson og Eva Vala Guðjónsdóttir kalla eftir því að minnisbók lögmannsins Roberts Downey; sem inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna, verði rannsökuð í þaula. 25. janúar 2018 07:50 Sönnunargagn G-06 í máli 539/2007 Þann 17. janúar sl. var haldinn opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd alþingis. Tilefnið var varðveisla sönnunargagna í málum sem hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu er varða hvarf verðmæta í húsleit hjá kampavínsklúbbnum Strawberries annars vegar og hins vegar gögn í máli Roberts Downey sem Önnu Katrínu Snorradóttur hafði verið tjáð að væru týnd eða ónýt. 25. janúar 2018 07:00 Skoða hvort hægt sé að hefja rannsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hvort hægt sé að hefja rannsókn á brotum Roberts Downey á nýjan leik byggt á minnisbók sem hann hélt. 25. janúar 2018 15:06 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar hvort hefja eigi rannsókn á Robert Downey á grundvelli minnisbókar sem inniheldur 335 nöfn. Faðir stúlku sem brotið var gegn og er nefnd í bókinni segir nauðsynlegt að kanna málið til hlítar.Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag var lögreglan hvött til þess að rannsaka minnisbók sem var í eigu Roberts Downey. Bókin inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna og var hluti af sönnunargögnum í kynferðisbrotamáli fjögurra kvenna gegn Downey árið 2007. Yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar segir málið vera til skoðunar. „Við erum að fara yfir hana og erum bara að kanna grundvöll fyrir því hvort við eigum að taka upp rannsókn. Við erum að skoða hugsanlega fyrningu," segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar. „Ef brot eru augljóslega fyrnd eru það tilmæli frá ríkissaksóknara um að lögregla eigi að hætta rannsókn þannig að við erum bara að skoða öll markatilvik," segir Hulda.Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar.Stöð 2Anna Katrín Snorradóttir sem kærði Robert Downey fyrir kynferðisbrot í júlí síðastliðnum hefur talið að hennar mál megi styðja með sönnunargögnum úr málinu frá 2007. Hingað til hefur lögregla svarað því að gögnunum hafi veirð eytt. Hulda segir þetta hafa verið misskilning hjá lögreglunni. Bókin hafi alltaf verið til staðar líkt og önnur gögn sem lögð voru fyrir Hæstarétt. „Hins vegar var búið að eyða öðrum sönnunargögnum sem heimild var fyrir að eyða," segir Hulda. Annar greinarhöfunda bendir á að nöfn allra þeirra kvenna sem Robert Downey hefur verið dæmdur fyrir að brjóta gegn komi fram í bókinni. Því hljóti að vera nauðsynlegt að kanna hana til hlítar. „Af líkunum sem við skoðum, það er fimm af 335 nöfnum. Af þeim líkum gæti verið eitthvað stærra og verra og meira í gangi þarna. Að því að það eru algjörlega ekkert allir sem vilja stíga fram og nenna að taka stríðið eða þora að taka stríðið í fjölmiðlum og hafa hátt. En það virðist vera nauðsynlegt til þess að fá eitthvað að frétta," segir Bergur Þór Ingólfsson.
MeToo Tengdar fréttir „Eftir standa 330 nöfn órannsökuð“ Bergur Þór Ingólfsson og Eva Vala Guðjónsdóttir kalla eftir því að minnisbók lögmannsins Roberts Downey; sem inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna, verði rannsökuð í þaula. 25. janúar 2018 07:50 Sönnunargagn G-06 í máli 539/2007 Þann 17. janúar sl. var haldinn opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd alþingis. Tilefnið var varðveisla sönnunargagna í málum sem hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu er varða hvarf verðmæta í húsleit hjá kampavínsklúbbnum Strawberries annars vegar og hins vegar gögn í máli Roberts Downey sem Önnu Katrínu Snorradóttur hafði verið tjáð að væru týnd eða ónýt. 25. janúar 2018 07:00 Skoða hvort hægt sé að hefja rannsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hvort hægt sé að hefja rannsókn á brotum Roberts Downey á nýjan leik byggt á minnisbók sem hann hélt. 25. janúar 2018 15:06 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Eftir standa 330 nöfn órannsökuð“ Bergur Þór Ingólfsson og Eva Vala Guðjónsdóttir kalla eftir því að minnisbók lögmannsins Roberts Downey; sem inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna, verði rannsökuð í þaula. 25. janúar 2018 07:50
Sönnunargagn G-06 í máli 539/2007 Þann 17. janúar sl. var haldinn opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd alþingis. Tilefnið var varðveisla sönnunargagna í málum sem hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu er varða hvarf verðmæta í húsleit hjá kampavínsklúbbnum Strawberries annars vegar og hins vegar gögn í máli Roberts Downey sem Önnu Katrínu Snorradóttur hafði verið tjáð að væru týnd eða ónýt. 25. janúar 2018 07:00
Skoða hvort hægt sé að hefja rannsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hvort hægt sé að hefja rannsókn á brotum Roberts Downey á nýjan leik byggt á minnisbók sem hann hélt. 25. janúar 2018 15:06