MS segir málarekstur Samkeppniseftirlitsins byggðan á sandi Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2018 15:28 MS var árið 2016 sektað af SE um 480 milljónir króna vegna "alvarlegra misnotkunar á markaðsráðandi stöðu“. MS áfrýjaði málinu til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og var endanleg niðurstaða, í nóvember 2016, sú að engin lög hefðu verið brotin. Vísir/Stefán Mjólkursamsalan segir dómsmál Samkeppniseftirlitsins til ógildingar á úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála án grundvallar og að MS hafi ávalt unnið eftir gildandi lögum. Mál SE gegn MS var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. MS var árið 2016 sektað af SE um 480 milljónir króna vegna „alvarlegra misnotkunar á markaðsráðandi stöðu“. MS áfrýjaði málinu til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og var endanleg niðurstaða, í nóvember 2016, sú að engin lög hefðu verið brotin.Sjá einnig: Mjólkursamsalan áfrýjar ákvörðun SamkeppniseftirlitsinsÍ tilkynningu frá MS kemur fram að mjólkuriðnaðurinn hafi heimild til samstarfs á grundvelli búvörulega en sé ekki undanþeginn banni samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. SE hafi haldið því fram að MS hafi brotið gegn banninu en áfrýjunarnefndin hafi talið að ákvæði búvörulaga veittu undanþágu frá bannreglunni. „Enginn fótur er fyrir þessari túlkun því niðurstaðan byggðist á að engin misnotkun hefði átt sér stað. Áfrýjunarnefndin úrskurðaði að framkvæmd samstarfsins hefði verið málefnaleg og forsvaranleg,“ segir í tilkynningunni. „Ljóst er af afskiptum samkeppnisyfirvalda af málefnum mjólkuriðnaðarins, að Samkeppniseftirlitið fjallar ekki um málefni MS og mjólkuriðnaðarins af þeirri hlutlægni, sem gera verður kröfu um til stofnunar á vegum ríkisins. Hefur saga þeirra afskipta síðustu tuttugu árin verið tekin saman og talar skýru máli. Framganga MS á markaði hefur verið í samræmi við efnisreglur samkeppnislaga og annarra laga. Síendurteknar fullyrðingar stjórnenda Samkeppniseftirlitsins um annað hafa ekki staðist. Það er augljóst að stjórnendur þess eru ósáttir við það fyrirkomulag sem löggjafinn hefur ákveðið að hafa á mjólkurmarkaði en þeim ber eins og öðrum í samfélaginu að virða gildandi lög.“ Starfsmenn MS hafa sett saman tímalínu um aðgerðir Samkeppniseftirlitsins gegn fyrirtækinu. „Nýjasta varðan í þessari sögu er niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá því í nóvember 2016, sem felldi úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá í júlí 2016 sem hafði sektað MS um 440 mkr fyrir meint samkeppnislagabrot. Var sektin endurgreidd með vöxtum. 40 mkr sekt fyrir upplýsingabrot undir rekstri málsins var hins vegar staðfest en dómstólar munu nú einnig fjalla um þann þátt málsins.“ Neytendur Tengdar fréttir KÚ segist dauðadæmt eftir MS-úrskurðinn Ólafur segir áfrýjunarnefndina víkja algjörlega til hliðar verndaráhrifum samkeppnislaga og hafa selt MS "fullt sjálfdæmi um framgöngu gagnvart keppinautum“. 23. nóvember 2016 07:00 Forstjóri Samkeppniseftirlitsins telur MS-úrskurð víkja réttarvernd til hliðar Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að leggja 440 milljóna króna sekt á MS vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Hins vegar stendur 40 milljóna króna sekt fyrir að leyna gögnum. 22. nóvember 2016 06:00 „Samtök atvinnulífsins vilja banna Samkeppniseftirlitinu að verja almannahagsmuni“ Alþýðusamband Íslands segir það sjóta skökku við við Samtök Atvinnulífsins skuli leggjast gegn því að Samkeppniseftirlitinu sé gert kleift að tryggja virka samkeppni á mjólkurmarkaði 3. desember 2016 09:24 Hvorki KÚ né Arna ætla að hækka mjólkurverð Hvorugur mjólkuframleiðandinn ætlar sér að hækka verð á mjólkurafurðum til neytenda, en annar þeirra gagnrýnir ákvörðun verðlagsnefndar búvara um hækkanir. 29. desember 2016 17:45 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira
Mjólkursamsalan segir dómsmál Samkeppniseftirlitsins til ógildingar á úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála án grundvallar og að MS hafi ávalt unnið eftir gildandi lögum. Mál SE gegn MS var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. MS var árið 2016 sektað af SE um 480 milljónir króna vegna „alvarlegra misnotkunar á markaðsráðandi stöðu“. MS áfrýjaði málinu til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og var endanleg niðurstaða, í nóvember 2016, sú að engin lög hefðu verið brotin.Sjá einnig: Mjólkursamsalan áfrýjar ákvörðun SamkeppniseftirlitsinsÍ tilkynningu frá MS kemur fram að mjólkuriðnaðurinn hafi heimild til samstarfs á grundvelli búvörulega en sé ekki undanþeginn banni samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. SE hafi haldið því fram að MS hafi brotið gegn banninu en áfrýjunarnefndin hafi talið að ákvæði búvörulaga veittu undanþágu frá bannreglunni. „Enginn fótur er fyrir þessari túlkun því niðurstaðan byggðist á að engin misnotkun hefði átt sér stað. Áfrýjunarnefndin úrskurðaði að framkvæmd samstarfsins hefði verið málefnaleg og forsvaranleg,“ segir í tilkynningunni. „Ljóst er af afskiptum samkeppnisyfirvalda af málefnum mjólkuriðnaðarins, að Samkeppniseftirlitið fjallar ekki um málefni MS og mjólkuriðnaðarins af þeirri hlutlægni, sem gera verður kröfu um til stofnunar á vegum ríkisins. Hefur saga þeirra afskipta síðustu tuttugu árin verið tekin saman og talar skýru máli. Framganga MS á markaði hefur verið í samræmi við efnisreglur samkeppnislaga og annarra laga. Síendurteknar fullyrðingar stjórnenda Samkeppniseftirlitsins um annað hafa ekki staðist. Það er augljóst að stjórnendur þess eru ósáttir við það fyrirkomulag sem löggjafinn hefur ákveðið að hafa á mjólkurmarkaði en þeim ber eins og öðrum í samfélaginu að virða gildandi lög.“ Starfsmenn MS hafa sett saman tímalínu um aðgerðir Samkeppniseftirlitsins gegn fyrirtækinu. „Nýjasta varðan í þessari sögu er niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá því í nóvember 2016, sem felldi úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá í júlí 2016 sem hafði sektað MS um 440 mkr fyrir meint samkeppnislagabrot. Var sektin endurgreidd með vöxtum. 40 mkr sekt fyrir upplýsingabrot undir rekstri málsins var hins vegar staðfest en dómstólar munu nú einnig fjalla um þann þátt málsins.“
Neytendur Tengdar fréttir KÚ segist dauðadæmt eftir MS-úrskurðinn Ólafur segir áfrýjunarnefndina víkja algjörlega til hliðar verndaráhrifum samkeppnislaga og hafa selt MS "fullt sjálfdæmi um framgöngu gagnvart keppinautum“. 23. nóvember 2016 07:00 Forstjóri Samkeppniseftirlitsins telur MS-úrskurð víkja réttarvernd til hliðar Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að leggja 440 milljóna króna sekt á MS vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Hins vegar stendur 40 milljóna króna sekt fyrir að leyna gögnum. 22. nóvember 2016 06:00 „Samtök atvinnulífsins vilja banna Samkeppniseftirlitinu að verja almannahagsmuni“ Alþýðusamband Íslands segir það sjóta skökku við við Samtök Atvinnulífsins skuli leggjast gegn því að Samkeppniseftirlitinu sé gert kleift að tryggja virka samkeppni á mjólkurmarkaði 3. desember 2016 09:24 Hvorki KÚ né Arna ætla að hækka mjólkurverð Hvorugur mjólkuframleiðandinn ætlar sér að hækka verð á mjólkurafurðum til neytenda, en annar þeirra gagnrýnir ákvörðun verðlagsnefndar búvara um hækkanir. 29. desember 2016 17:45 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira
KÚ segist dauðadæmt eftir MS-úrskurðinn Ólafur segir áfrýjunarnefndina víkja algjörlega til hliðar verndaráhrifum samkeppnislaga og hafa selt MS "fullt sjálfdæmi um framgöngu gagnvart keppinautum“. 23. nóvember 2016 07:00
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins telur MS-úrskurð víkja réttarvernd til hliðar Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að leggja 440 milljóna króna sekt á MS vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Hins vegar stendur 40 milljóna króna sekt fyrir að leyna gögnum. 22. nóvember 2016 06:00
„Samtök atvinnulífsins vilja banna Samkeppniseftirlitinu að verja almannahagsmuni“ Alþýðusamband Íslands segir það sjóta skökku við við Samtök Atvinnulífsins skuli leggjast gegn því að Samkeppniseftirlitinu sé gert kleift að tryggja virka samkeppni á mjólkurmarkaði 3. desember 2016 09:24
Hvorki KÚ né Arna ætla að hækka mjólkurverð Hvorugur mjólkuframleiðandinn ætlar sér að hækka verð á mjólkurafurðum til neytenda, en annar þeirra gagnrýnir ákvörðun verðlagsnefndar búvara um hækkanir. 29. desember 2016 17:45