Paul Bettany orðaður við hlutverk Filippusar prins í The Crown Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2018 14:45 Paul Bettany er þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Wimbledon og The Da Vinci Code. Vísir/Getty Talið er að breski leikarinn Paul Bettany muni hreppa hlutverk Filippusar prins í þriðju seríu Netflix-þáttaraðarinnar The Crown að því er heimildir Variety herma. Bettany myndi taka við hlutverkinu af Matt Smith sem leikur Filippus í fyrstu tveimur seríunum. Þáttaröðin The Crown, sem kom út árið 2016, hefur slegið í gegn á Netflix. Ævi og ástir bresku konungsfjölskyldunnar, hverrar meðlimir eru margir enn á lífi, eru til umfjöllunar í þáttunum og þá er aðallega fylgst með konungshjónunum, Elísabetu og Filippusi. Nýlega var tilkynnt um hlutverkaskipti drottningarinnar en breska leikkonan Olivia Coleman mun taka við af Claire Foy og fara með hlutverk eldri Elísabetar í þriðju seríunni. Þá mun Helena Bonham Carter leika Margréti, systur Elísabetar, þegar líða tekur á sögu konungsfjölskyldunnar. The Crown er úr smiðju Peters Morgan en honum er mikið í mun að túlka Elísabetu og Filippus á sem nákvæmastan hátt. Liður í því er að skipta leikurunum út eftir því sem persónur þáttanna eldast. Þá segir í frétt Variety að nokkrir framleiðendur þáttaraðarinnar hafi fundað með umboðsmönnum Bettany í þeim tilgangi að bjóða honum hlutverk Filippusar. Bettany er einn ástsælasti leikari Breta. Hann er þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Wimbledon, The Da Vinci Code, Iron Man-seríunni og kvikmyndunum um ofurhetjuhópinn Avengers. Bíó og sjónvarp Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fleiri fréttir Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Talið er að breski leikarinn Paul Bettany muni hreppa hlutverk Filippusar prins í þriðju seríu Netflix-þáttaraðarinnar The Crown að því er heimildir Variety herma. Bettany myndi taka við hlutverkinu af Matt Smith sem leikur Filippus í fyrstu tveimur seríunum. Þáttaröðin The Crown, sem kom út árið 2016, hefur slegið í gegn á Netflix. Ævi og ástir bresku konungsfjölskyldunnar, hverrar meðlimir eru margir enn á lífi, eru til umfjöllunar í þáttunum og þá er aðallega fylgst með konungshjónunum, Elísabetu og Filippusi. Nýlega var tilkynnt um hlutverkaskipti drottningarinnar en breska leikkonan Olivia Coleman mun taka við af Claire Foy og fara með hlutverk eldri Elísabetar í þriðju seríunni. Þá mun Helena Bonham Carter leika Margréti, systur Elísabetar, þegar líða tekur á sögu konungsfjölskyldunnar. The Crown er úr smiðju Peters Morgan en honum er mikið í mun að túlka Elísabetu og Filippus á sem nákvæmastan hátt. Liður í því er að skipta leikurunum út eftir því sem persónur þáttanna eldast. Þá segir í frétt Variety að nokkrir framleiðendur þáttaraðarinnar hafi fundað með umboðsmönnum Bettany í þeim tilgangi að bjóða honum hlutverk Filippusar. Bettany er einn ástsælasti leikari Breta. Hann er þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Wimbledon, The Da Vinci Code, Iron Man-seríunni og kvikmyndunum um ofurhetjuhópinn Avengers.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fleiri fréttir Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira