Ólympíuleikarnir í Tókýó verða þrisvar sinnum dýrari en reiknað var með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2018 23:00 Yuriko Koike, fylkisstjóri í Tókýó. Vísir/Getty Það er ekkert grín að halda Ólympíuleika í dag og kostnaður við þetta stærsta íþróttamót í heiminum hleypur nú á þúsund milljörðum íslenskra króna. Það versta er að kostnaðurinn heldur alltaf áfram að hækka þrátt fyrir aðgerðir til að koma í veg fyrir það. Svoleiðis var þetta í kringum Ólympíuleikana í Ríó 2016 en sú saga mun líka endurtaka sig í kringum næstu sumarleika sem fara fram í júlí og ágúst 2020 í Tókýó í Japan. Skipuleggjendur Ólympíuleikanna sem fara fram eftir rúm tvö ár greindu frá því á dögunum að verkefnið kalli á miklu meiri peninga. Washington Post segir frá. Í lok desember talaði skipulagsnefnd leikanna að kostnaðurinn yrði um 12,4 milljarða dollara og það var strax mikil hækkun. Aðeins nokkrum vikum síðar var aftur á móti haldinn annar blaðamannafundur og reikningurinn var þá orðinn talsvert hærri. Á fundinum kom fram að leikarnir þurfi 7,5 milljarða dollara til viðbótar sem þýðir að heildarkostnaðurinn er nú kominn upp í meira en tuttugu milljarða dollara. Tuttugu milljarðar dollara eru meira en tvö þúsund milljarðar íslenskra króna. Þetta er þreföldun á upphaflegri fjárhagsáætluninni sem var gefinn út þegar Tókýó var úthlutað Ólympíuleikunum árið 2013. Það kom líka fram á fundinum hvernig skiptingin á reikningnum verður. Borgaryfirvöld í Tókýó munu leggja til 13 milljarða dollara og 1,4 milljaður dollara kemur frá japönskum stjórnvöldum. Restina, um 5,5 milljarða dollara, þarf skipulagsnefnd leikanna að safna frá einkaaðilum. Þetta verður í annað skiptið sem sumarólympíuleikarnir fara fram í Japan en þeir fóru líka fram í Tókýó 1964. Ólympíuleikar Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sjá meira
Það er ekkert grín að halda Ólympíuleika í dag og kostnaður við þetta stærsta íþróttamót í heiminum hleypur nú á þúsund milljörðum íslenskra króna. Það versta er að kostnaðurinn heldur alltaf áfram að hækka þrátt fyrir aðgerðir til að koma í veg fyrir það. Svoleiðis var þetta í kringum Ólympíuleikana í Ríó 2016 en sú saga mun líka endurtaka sig í kringum næstu sumarleika sem fara fram í júlí og ágúst 2020 í Tókýó í Japan. Skipuleggjendur Ólympíuleikanna sem fara fram eftir rúm tvö ár greindu frá því á dögunum að verkefnið kalli á miklu meiri peninga. Washington Post segir frá. Í lok desember talaði skipulagsnefnd leikanna að kostnaðurinn yrði um 12,4 milljarða dollara og það var strax mikil hækkun. Aðeins nokkrum vikum síðar var aftur á móti haldinn annar blaðamannafundur og reikningurinn var þá orðinn talsvert hærri. Á fundinum kom fram að leikarnir þurfi 7,5 milljarða dollara til viðbótar sem þýðir að heildarkostnaðurinn er nú kominn upp í meira en tuttugu milljarða dollara. Tuttugu milljarðar dollara eru meira en tvö þúsund milljarðar íslenskra króna. Þetta er þreföldun á upphaflegri fjárhagsáætluninni sem var gefinn út þegar Tókýó var úthlutað Ólympíuleikunum árið 2013. Það kom líka fram á fundinum hvernig skiptingin á reikningnum verður. Borgaryfirvöld í Tókýó munu leggja til 13 milljarða dollara og 1,4 milljaður dollara kemur frá japönskum stjórnvöldum. Restina, um 5,5 milljarða dollara, þarf skipulagsnefnd leikanna að safna frá einkaaðilum. Þetta verður í annað skiptið sem sumarólympíuleikarnir fara fram í Japan en þeir fóru líka fram í Tókýó 1964.
Ólympíuleikar Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sjá meira