Yfir 3.000 Toyota Mirai vetnisbílar seldir í Kaliforníu Finnur Thorlacius skrifar 31. janúar 2018 11:36 Toyota Mirai á vetnishleðslustöð. Þó svo flestir standi í þeirri trú að rafmagnsbílar munu einir leysa af bíla með hefðbundnum brunavélum eru þó sumir á því að kostirnir verði fleiri, meðal annars vetnisbílar. Það virðast að minnsta kosti yfir 3.000 kaupendur Toyota Mirai vetnisbílsins taka undir vestur í Kaliforníu. Toyota kynnti Mirai með vetnisdrifrás þar í október árið 2015 og honum hefur greinilega verið tekið vel í þessu fylki þar sem langflestir umhverfisvænir bílar seljast þar í landi. Sala Mirai í Bandaríkjunum nemur reyndar 80% af öllum vetnisbílum seldum í landinu öllu. Þessi ágæta sala Mirai er reyndar á pari við áætlanir Toyota sem sagði um mitt ár 2015 að það myndi selja um 3.000 Mirai bíla í Kaliforníu til loka árs 2017. Drægni Mirai bílsins er 500 kílómetrar, eða um það bil það sama og í mörgum bílum sem ganga fyrir bensíni, svo drægnishræðsla ætti ekki að hræða frá kaupum. Það eru ekki nema 31 vetnishleðslustöð enn í Kaliforníu og til stendur að opna 12 nýjar á þessu ári. Ennfremur er Toyota í samstarfi við vetnisframleiðandann Air Liquide um uppsetningu á 12 öðrum stöðvum á svæðinu milli New York og Boston. Það eru helst Toyota og Hyundai sem leiða þróunina á hagkvæmum og langdrægum vetnisbílum og stutt er í að Hyundai kynni nýjan Nexo vetnisbíl með 600 km drægni. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent
Þó svo flestir standi í þeirri trú að rafmagnsbílar munu einir leysa af bíla með hefðbundnum brunavélum eru þó sumir á því að kostirnir verði fleiri, meðal annars vetnisbílar. Það virðast að minnsta kosti yfir 3.000 kaupendur Toyota Mirai vetnisbílsins taka undir vestur í Kaliforníu. Toyota kynnti Mirai með vetnisdrifrás þar í október árið 2015 og honum hefur greinilega verið tekið vel í þessu fylki þar sem langflestir umhverfisvænir bílar seljast þar í landi. Sala Mirai í Bandaríkjunum nemur reyndar 80% af öllum vetnisbílum seldum í landinu öllu. Þessi ágæta sala Mirai er reyndar á pari við áætlanir Toyota sem sagði um mitt ár 2015 að það myndi selja um 3.000 Mirai bíla í Kaliforníu til loka árs 2017. Drægni Mirai bílsins er 500 kílómetrar, eða um það bil það sama og í mörgum bílum sem ganga fyrir bensíni, svo drægnishræðsla ætti ekki að hræða frá kaupum. Það eru ekki nema 31 vetnishleðslustöð enn í Kaliforníu og til stendur að opna 12 nýjar á þessu ári. Ennfremur er Toyota í samstarfi við vetnisframleiðandann Air Liquide um uppsetningu á 12 öðrum stöðvum á svæðinu milli New York og Boston. Það eru helst Toyota og Hyundai sem leiða þróunina á hagkvæmum og langdrægum vetnisbílum og stutt er í að Hyundai kynni nýjan Nexo vetnisbíl með 600 km drægni.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent