Tíu árum síðar berast enn tilkynningar um tjón vegna Suðurlandsskjálftans Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. janúar 2018 06:00 Tjónið í Suðurlandsskjálftanum í maí 2008 er metið á 15 milljarða króna á verðlagi dagsins í dag. Skjálftinn var 6,3 að stærð. vísir/stefán Viðlagatryggingu Íslands berast enn einstaka tilkynningar um tjón vegna Suðurlandsskjálftans í maí 2008, einkum vegna skemmda sem af einhverjum ástæðum hafa ekki verið sýnilegar eigendum. „Dæmi um slík tjón eru skemmdir á fráveitulögnum undir gólfplötum fasteigna. Frestur til að tilkynna tjón sem ætla má að tjónþola hafi verið kunnugt um er hins vegar liðinn. Stofnunin tekur við tilkynningum og lætur meta tjón ef skilyrði um fresti og fyrningu eru uppfyllt. Í árslok 2018 fyrnast öll tjónamál vegna jarðskjálftans,“ segir Jón Örvar Bjarnason, byggingarverkfræðingur hjá Viðlagatryggingu. Jón Örvar leggur áherslu á að mikilvægt sé að eigendur fasteigna og innbúa hugi vel að vátryggingarvernd gagnvart náttúruhamförum og vekur jafnframt athygli á að allar húseignir á Íslandi séu vátryggðar gegn náttúruhamförum, þar sem um lögboðna skyldutryggingu er að ræða. Til að innbú sé vátryggt þarf það hins vegar að vera brunatryggt hjá vátryggingafélagi. „Sérfræðingur í áhættumati hjá okkur telur að um 70-80 prósent af heimilum á Íslandi séu með brunatryggingu á innbúum og þar með vátryggð hjá stofnuninni gegn náttúruhamförum. Því má gera ráð fyrir því að nærri fimmta hvert heimili í landinu sé án bruna- og náttúruhamfaratrygginga og geti því ekki búist við að fá tjón sitt bætt vegna slíkra atburða,“ segir Jón Örvar. Í vor verða 10 ár liðin frá Suðurlandsskjálftanum 29. maí 2008 sem var af stærðinni 6,3. Upptök skjálftans voru í Ölfusi, milli Hveragerðis og Selfoss. Mikið tjón varð á fasteignum og lausafé á svæðinu og einnig varð töluvert tjón á veitukerfum Árborgar og Hveragerðisbæjar. Alls voru metin um 5.000 tjón. Heildartjón, að meðtöldum matskostnaði, nam um 10 milljörðum króna og samsvarar það rúmum 15 milljörðum króna á verðlagi dagsins í dag. Eldgos og jarðhræringar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Viðlagatryggingu Íslands berast enn einstaka tilkynningar um tjón vegna Suðurlandsskjálftans í maí 2008, einkum vegna skemmda sem af einhverjum ástæðum hafa ekki verið sýnilegar eigendum. „Dæmi um slík tjón eru skemmdir á fráveitulögnum undir gólfplötum fasteigna. Frestur til að tilkynna tjón sem ætla má að tjónþola hafi verið kunnugt um er hins vegar liðinn. Stofnunin tekur við tilkynningum og lætur meta tjón ef skilyrði um fresti og fyrningu eru uppfyllt. Í árslok 2018 fyrnast öll tjónamál vegna jarðskjálftans,“ segir Jón Örvar Bjarnason, byggingarverkfræðingur hjá Viðlagatryggingu. Jón Örvar leggur áherslu á að mikilvægt sé að eigendur fasteigna og innbúa hugi vel að vátryggingarvernd gagnvart náttúruhamförum og vekur jafnframt athygli á að allar húseignir á Íslandi séu vátryggðar gegn náttúruhamförum, þar sem um lögboðna skyldutryggingu er að ræða. Til að innbú sé vátryggt þarf það hins vegar að vera brunatryggt hjá vátryggingafélagi. „Sérfræðingur í áhættumati hjá okkur telur að um 70-80 prósent af heimilum á Íslandi séu með brunatryggingu á innbúum og þar með vátryggð hjá stofnuninni gegn náttúruhamförum. Því má gera ráð fyrir því að nærri fimmta hvert heimili í landinu sé án bruna- og náttúruhamfaratrygginga og geti því ekki búist við að fá tjón sitt bætt vegna slíkra atburða,“ segir Jón Örvar. Í vor verða 10 ár liðin frá Suðurlandsskjálftanum 29. maí 2008 sem var af stærðinni 6,3. Upptök skjálftans voru í Ölfusi, milli Hveragerðis og Selfoss. Mikið tjón varð á fasteignum og lausafé á svæðinu og einnig varð töluvert tjón á veitukerfum Árborgar og Hveragerðisbæjar. Alls voru metin um 5.000 tjón. Heildartjón, að meðtöldum matskostnaði, nam um 10 milljörðum króna og samsvarar það rúmum 15 milljörðum króna á verðlagi dagsins í dag.
Eldgos og jarðhræringar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira