Harley Davidson lokar verksmiðju vegna lélegrar sölu Finnur Thorlacius skrifar 1. febrúar 2018 11:18 Harley Davidson V-Rod. Bandaríski mótorhjólaframleiðandinni Harley Davidson ætlar að loka verksmiðju sinni í Kansas og munu tapast við það 800 störf. Endanleg lokun verksmiðjunnar verður um haustið á næsta ári. Framleiðsla sú sem fer nú fram í verksmiðjunni í Kansas mun flytja í aðra verksmiðju Harley Davidson í New York ríki og skapast við það 450 ný störf. Sala Harley Davidson mótorhjóla hefur fallið öll síðustu 4 ár og minnkaði um 6,7% í fyrra og búist er við 4,9% samdrætti í ár. Hagnaður af rekstri Harley Davidson féll í 1,04 milljarða króna á síðasta ársfjórðungi og er fallið skart ef miðað er við hagnað á sama ársfjórðungi árið 2016 þegar hann nam 5,9 milljörðum króna. Í Kansas hafa verið framleidd hjólin Dyna, Sportster og VRSC og vélarsmíði í V-Rod hjól Harley Davidson. Verksmiðjan í Kansas opnaði árið 1988 og er ein af fjórum verksmiðjum Harley Davidson í Bandaríkjunum. Harley er einnig með verksmiðjur í Ástralíu, Brasilíu, Indlandi og Tælandi. Harley ætlar að snúa aftur við blaðinu með tilkomu rafmagnsmótorhjólsins LiveWire og á það að koma á markað eftir 18 mánuði. Vandi Harley Davidson er ekki síst tilkominn vegna hás gengis dollarans og erlendir mótorhjólaframleiðendur hafa því étið hressilega af markaði Harley á undanförnum árum. Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið
Bandaríski mótorhjólaframleiðandinni Harley Davidson ætlar að loka verksmiðju sinni í Kansas og munu tapast við það 800 störf. Endanleg lokun verksmiðjunnar verður um haustið á næsta ári. Framleiðsla sú sem fer nú fram í verksmiðjunni í Kansas mun flytja í aðra verksmiðju Harley Davidson í New York ríki og skapast við það 450 ný störf. Sala Harley Davidson mótorhjóla hefur fallið öll síðustu 4 ár og minnkaði um 6,7% í fyrra og búist er við 4,9% samdrætti í ár. Hagnaður af rekstri Harley Davidson féll í 1,04 milljarða króna á síðasta ársfjórðungi og er fallið skart ef miðað er við hagnað á sama ársfjórðungi árið 2016 þegar hann nam 5,9 milljörðum króna. Í Kansas hafa verið framleidd hjólin Dyna, Sportster og VRSC og vélarsmíði í V-Rod hjól Harley Davidson. Verksmiðjan í Kansas opnaði árið 1988 og er ein af fjórum verksmiðjum Harley Davidson í Bandaríkjunum. Harley er einnig með verksmiðjur í Ástralíu, Brasilíu, Indlandi og Tælandi. Harley ætlar að snúa aftur við blaðinu með tilkomu rafmagnsmótorhjólsins LiveWire og á það að koma á markað eftir 18 mánuði. Vandi Harley Davidson er ekki síst tilkominn vegna hás gengis dollarans og erlendir mótorhjólaframleiðendur hafa því étið hressilega af markaði Harley á undanförnum árum.
Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið