Öflug kona í karlaheimi Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 1. febrúar 2018 12:00 Erna segir mikinn heiður að fá viðurkenningu FKA, bæði fyrir sig og teymið sem hún vinnur með. MYND/ANTON BRINK Erna Gísladóttir er forstjóri BL, stjórnarformaður Sjóvár og situr í stjórn Haga. Hún hlýtur ein þriggja kvenna viðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu í ár. Erna er að mati dómnefndar öflug kona og mikilvæg fyrirmynd í atvinnugeira þar sem karlar eru ráðandi. Erna var ung að aldri þegar hún hóf störf hjá fjölskyldufyrirtækinu Bifreiðum og landbúnaðarvélum og vann sig upp í stól forstjóra. Hún lét af störfum þegar fyrirtækið var selt árið 2007. Fjórum árum seinna keyptu Erna og Jón Þór Gunnarsson, eiginmaður hennar, fyrirtækið aftur og um leið bílaumboðið Ingvar Helgason. Félögin voru sameinuð í eitt undir heitinu BL þar sem Erna er við stjórnvölinn. Rökstuðningur FKA fyrir því að veita Ernu viðurkenningu í ár er m.a. sá að hún sé öflug kona í karlaheimi og mikilvæg fyrirmynd sem kona í atvinnugeira sem sé allt of karllægur. „Það er mikill heiður að fá þessa viðurkenningu, bæði fyrir mig og teymið sem ég vinn með. Um er að ræða hóp af frábæru fólki sem ég hef lengi unnið með,“ segir Erna. Hún hefur í mörg horn að líta í störfum sínum fyrir BL, Sjóvá og Haga, enda um að ræða stór fyrirtæki þar sem oft þarf að taka erfiðar ákvarðanir. „Það er nóg að gera hjá mér en gott skipulag og gott samstarfsfólk hjálpar til svo að allt gangi upp.“Íslenskar konur sækja á Erna segist ekki beinlínis líta á sjálfa sig sem fyrirmynd annarra kvenna heldur vinna einfaldlega sína vinnu frá degi til dags. En hvað finnst henni félag á borð við FKA hafa að segja fyrir aðrar konur? „Mér finnst það skipta miklu máli. Það er auðvitað mikilvægt að konur sjái aðrar konur í svona störfum og geti litið upp til þeirra, ekki síst ungar konur. Íslenskar konur klifra vissulega upp framastigann og mörgum finnst það ganga heldur hægt en það gengur þó hratt miðað við mörg önnur lönd. Við gleymum stundum hvað íslenskum konum gengur vel sé horft til annarra landa,“ segir Erna.Ritari eða forstjóri? Á starfsferlinum hefur Erna oft fundið fyrir því að fólki finnist skrýtið að kona sé forstjóri bílaumboðs. „Fáar konur hafa verið í áhrifastöðum innan bílageirans en þeim fer þó fjölgandi, sérstaklega erlendis. Í gegnum tíðina hef ég oft mætt á fundi þar sem fólk heldur að ég sé ritari en ekki forstjóri en um leið og ég hef sýnt fram á að ég veit um hvað ég er að tala hefur það ekki verið neitt vandamál,“ greinir hún frá. Hvað BL varðar segir Erna að reksturinn gangi mjög vel þessa mánuðina, enda endurspegli bílasala oft væntingar fólks til framtíðarinnar. Þegar Erna er spurð hvort margt hafi breyst innan bílageirans frá því hún tók sín fyrstu skref í þeim heimi segir hún að svo sé. „Öryggismálin hafa tekið miklum framförum á stuttum tíma. Ég man þá tíð þegar hvorki tölvukubbar né loftpúðar voru til, sem í dag er staðalbúnaður í öllum nýjum bílum. Rafmagnið kemur hratt inn og hefur breytt heilmiklu og ég held það verði enn meiri breytingar á bílum á næstu árum. Von er á hálfsjálfkeyrandi bílum innan skamms og það er ekki langt í að bílar verði sjálfkeyrandi og tali hver við annan,“ segir Erna. Innt eftir því hvort hún hafi tíma fyrir áhugamál kemur í ljós að Ernu finnst gaman að ferðast um heiminn. „Ég gef mér tíma til að spila golf á sumrin og reyni að fara í laxveiði á hverju ári. Ég hef líka gaman af fótbolta og fór á EM í hittifyrra og ætla á HM í Rússlandi í sumar,“ segir Erna að lokum. Sjá nánar í sérblaðinu Konur í atvinnulífinu Birtist í Fréttablaðinu Tryggingar Tengdar fréttir Erna Gísladóttir hlaut FKA viðurkenninguna 2018 Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA, heiðraði í dag Ernu Gísladóttur, Hildi Petersen og Söndru Mjöll Jónsdóttur Buch fyrir eftirtektarverð störf þeirra í atvinnulífinu á árlegri hátíð sinni, sem haldin var í Gamla bíói. 31. janúar 2018 20:35 Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Erna Gísladóttir er forstjóri BL, stjórnarformaður Sjóvár og situr í stjórn Haga. Hún hlýtur ein þriggja kvenna viðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu í ár. Erna er að mati dómnefndar öflug kona og mikilvæg fyrirmynd í atvinnugeira þar sem karlar eru ráðandi. Erna var ung að aldri þegar hún hóf störf hjá fjölskyldufyrirtækinu Bifreiðum og landbúnaðarvélum og vann sig upp í stól forstjóra. Hún lét af störfum þegar fyrirtækið var selt árið 2007. Fjórum árum seinna keyptu Erna og Jón Þór Gunnarsson, eiginmaður hennar, fyrirtækið aftur og um leið bílaumboðið Ingvar Helgason. Félögin voru sameinuð í eitt undir heitinu BL þar sem Erna er við stjórnvölinn. Rökstuðningur FKA fyrir því að veita Ernu viðurkenningu í ár er m.a. sá að hún sé öflug kona í karlaheimi og mikilvæg fyrirmynd sem kona í atvinnugeira sem sé allt of karllægur. „Það er mikill heiður að fá þessa viðurkenningu, bæði fyrir mig og teymið sem ég vinn með. Um er að ræða hóp af frábæru fólki sem ég hef lengi unnið með,“ segir Erna. Hún hefur í mörg horn að líta í störfum sínum fyrir BL, Sjóvá og Haga, enda um að ræða stór fyrirtæki þar sem oft þarf að taka erfiðar ákvarðanir. „Það er nóg að gera hjá mér en gott skipulag og gott samstarfsfólk hjálpar til svo að allt gangi upp.“Íslenskar konur sækja á Erna segist ekki beinlínis líta á sjálfa sig sem fyrirmynd annarra kvenna heldur vinna einfaldlega sína vinnu frá degi til dags. En hvað finnst henni félag á borð við FKA hafa að segja fyrir aðrar konur? „Mér finnst það skipta miklu máli. Það er auðvitað mikilvægt að konur sjái aðrar konur í svona störfum og geti litið upp til þeirra, ekki síst ungar konur. Íslenskar konur klifra vissulega upp framastigann og mörgum finnst það ganga heldur hægt en það gengur þó hratt miðað við mörg önnur lönd. Við gleymum stundum hvað íslenskum konum gengur vel sé horft til annarra landa,“ segir Erna.Ritari eða forstjóri? Á starfsferlinum hefur Erna oft fundið fyrir því að fólki finnist skrýtið að kona sé forstjóri bílaumboðs. „Fáar konur hafa verið í áhrifastöðum innan bílageirans en þeim fer þó fjölgandi, sérstaklega erlendis. Í gegnum tíðina hef ég oft mætt á fundi þar sem fólk heldur að ég sé ritari en ekki forstjóri en um leið og ég hef sýnt fram á að ég veit um hvað ég er að tala hefur það ekki verið neitt vandamál,“ greinir hún frá. Hvað BL varðar segir Erna að reksturinn gangi mjög vel þessa mánuðina, enda endurspegli bílasala oft væntingar fólks til framtíðarinnar. Þegar Erna er spurð hvort margt hafi breyst innan bílageirans frá því hún tók sín fyrstu skref í þeim heimi segir hún að svo sé. „Öryggismálin hafa tekið miklum framförum á stuttum tíma. Ég man þá tíð þegar hvorki tölvukubbar né loftpúðar voru til, sem í dag er staðalbúnaður í öllum nýjum bílum. Rafmagnið kemur hratt inn og hefur breytt heilmiklu og ég held það verði enn meiri breytingar á bílum á næstu árum. Von er á hálfsjálfkeyrandi bílum innan skamms og það er ekki langt í að bílar verði sjálfkeyrandi og tali hver við annan,“ segir Erna. Innt eftir því hvort hún hafi tíma fyrir áhugamál kemur í ljós að Ernu finnst gaman að ferðast um heiminn. „Ég gef mér tíma til að spila golf á sumrin og reyni að fara í laxveiði á hverju ári. Ég hef líka gaman af fótbolta og fór á EM í hittifyrra og ætla á HM í Rússlandi í sumar,“ segir Erna að lokum. Sjá nánar í sérblaðinu Konur í atvinnulífinu
Birtist í Fréttablaðinu Tryggingar Tengdar fréttir Erna Gísladóttir hlaut FKA viðurkenninguna 2018 Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA, heiðraði í dag Ernu Gísladóttur, Hildi Petersen og Söndru Mjöll Jónsdóttur Buch fyrir eftirtektarverð störf þeirra í atvinnulífinu á árlegri hátíð sinni, sem haldin var í Gamla bíói. 31. janúar 2018 20:35 Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Erna Gísladóttir hlaut FKA viðurkenninguna 2018 Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA, heiðraði í dag Ernu Gísladóttur, Hildi Petersen og Söndru Mjöll Jónsdóttur Buch fyrir eftirtektarverð störf þeirra í atvinnulífinu á árlegri hátíð sinni, sem haldin var í Gamla bíói. 31. janúar 2018 20:35