Marit Bjørgen gerði sér lítið fyrir og jafnaði medalíufjölda goðsagnarinnar Ole Einar Bjørndalen þegar norska kvennaboðsveitin kom fyrst í marki á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang.
Svíarnir leiddu fyrir síðasta sprettinn í fjórum sinnum fimm kílómetra boðgöngu, en þá voru Norðmenn í þriðja sætinu á eftir Rússum líka. Þá tók hinn magnaða Marit Bjørgen við keflinu.
Hún sá til þess að norska liðið kom fyrst í mark, tveimur sekúndum á undan Svíum og rúmlega 40 sekúndum á undan Rússum.
Með þessari medalíu jafnar Marit landa sinn Ole Einar Bjørndalen yfir flest verðlaun á vetrarólympíuleikum, en þau hafa bæði unnið þrettán talsins. Með medalíu tók hún fram úr þriðja Norðmanninum, Bjørn Dæhlie.
Bjørndalen hefur þó unnið fleiri gull en Marit, eða átta gegn sjö, en Marit á einu fleiri brons en Bjørndalen, tvö gegn einu. Þau eiga svo bæði fjóra silfurpeninga.

