Fjármálaráðherra segir ASÍ og SA ekki geta varpað ábyrgð samninga í fang ríkisstjórnarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2018 18:30 Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa lagt ýmislegt af mörkum til að auka frið á vinnumarkaði meðal annars með nýlegum samningum við fjölda aðildarfélaga Bandalags háskólamanna. Viss tímamót séu nú á vinnumarkaði en ríkisstjórnin taki ekki ábyrgð á gerð samninga á almenna vinnumarkaðnum af viðsemjendum þar. Um hálfur mánuður er í dag þar til frestur félaga innan Alþýðusambandsins til að segja upp kjarasamningum eftir að endurskoðun þeirra rennur út. Háværar raddir eru innan verkalýðsfélaganna um að segja samningunum upp meðal annars út af úrskurðum kjararáðs undanfarin tvö ár. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir tillögur starfshóps varðandi kjararáð frá í gær miða að því að auka gegnsæi á launamálum æðstu embættismanna. Þá hafi verið gerðir samningar að undanförnu við 12 félög innan BHM á allt öðrum nótum en samningar á síðustu árum. En verkalýðshreyfingin þrýstir líka m.a. á breytingar í skattamálum og húsnæðis- og barnabótum. „Já, já við erum með öll þessi mál á dagskrá. Ég segi nú stundum við aðila vinnumarkaðarins; þið eruð að tala fyrir fólk sem líka kýs stjórnmálaflokka. Við erum með þessi mál á dagskrá í stjórnarsáttmálanum. Samtalið er kannski um það hvernig við náum að forgangsraða, fjármagna og hrinda í framkvæmd mörgum af þessum áformum,“ segir Bjarni. Eins og er séu engar tilteknar aðgerðir tilbúnar að hálfu stjórnvalda vegna komandi kjarasamninga. Hins vegar leggi ríkisstjórnin til að félagslegur stöðugleiki verði eitt af verkefnum þjóðhagsráðs. En verkalýðshreyfingin hefur hingað til ekki viljað skipa fulltrúa í það ráð. „Ég held að við höfum lagt ýmislegt af mörkum til þess að auka samstöðu og frið á vinnumarkaði að undanförnu. Hvort það dugar verður síðan að koma í ljós,“ segir Bjarni. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Alþýðusambandið leggja fram kröfur á ríkisstjórnina í tengslum við endurnýjun kjarasamninga í næstu viku. Bjarni bindur meiri vonir við það nú en áður að það takist að halda friði á vinnumarkaði á næstu árum. Til að mynda hafi verið gerðir samningar við lækna um mitt síðasta ár á allt öðrum nótum en áður ásamt nýgerðum hóflegum samningum við aðildarfélög BHM. Nú séu viss tímamót og ríkisstjórnin vilji horfa fram veginn í samstöðu með aðilum vinnumarkaðarins. „Þetta er viðkvæmt. Það getur brugðið til beggja vona. Einstök aðildarfélög geta verið ósátt vegna einhverra hluta sem við ráðum ekki við. En við getum ekki tekið af og ætlum ekki að taka ábyrgðina af aðilum vinnumarkaðarins á því að semja. ASÍ og SA verða að semja sín á milli. Þeir geta ekki varpað allri ábyrgð á þeirri viðræðulotu í fangið á ríkinu. En við höfum hins vegar verið viljug til að koma með svör og skýringar og erum mjög opin fyrir því að eiga þéttara samstarf en verið hefur lengi,“ segir Bjarni Benediktsson. Kjaramál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa lagt ýmislegt af mörkum til að auka frið á vinnumarkaði meðal annars með nýlegum samningum við fjölda aðildarfélaga Bandalags háskólamanna. Viss tímamót séu nú á vinnumarkaði en ríkisstjórnin taki ekki ábyrgð á gerð samninga á almenna vinnumarkaðnum af viðsemjendum þar. Um hálfur mánuður er í dag þar til frestur félaga innan Alþýðusambandsins til að segja upp kjarasamningum eftir að endurskoðun þeirra rennur út. Háværar raddir eru innan verkalýðsfélaganna um að segja samningunum upp meðal annars út af úrskurðum kjararáðs undanfarin tvö ár. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir tillögur starfshóps varðandi kjararáð frá í gær miða að því að auka gegnsæi á launamálum æðstu embættismanna. Þá hafi verið gerðir samningar að undanförnu við 12 félög innan BHM á allt öðrum nótum en samningar á síðustu árum. En verkalýðshreyfingin þrýstir líka m.a. á breytingar í skattamálum og húsnæðis- og barnabótum. „Já, já við erum með öll þessi mál á dagskrá. Ég segi nú stundum við aðila vinnumarkaðarins; þið eruð að tala fyrir fólk sem líka kýs stjórnmálaflokka. Við erum með þessi mál á dagskrá í stjórnarsáttmálanum. Samtalið er kannski um það hvernig við náum að forgangsraða, fjármagna og hrinda í framkvæmd mörgum af þessum áformum,“ segir Bjarni. Eins og er séu engar tilteknar aðgerðir tilbúnar að hálfu stjórnvalda vegna komandi kjarasamninga. Hins vegar leggi ríkisstjórnin til að félagslegur stöðugleiki verði eitt af verkefnum þjóðhagsráðs. En verkalýðshreyfingin hefur hingað til ekki viljað skipa fulltrúa í það ráð. „Ég held að við höfum lagt ýmislegt af mörkum til þess að auka samstöðu og frið á vinnumarkaði að undanförnu. Hvort það dugar verður síðan að koma í ljós,“ segir Bjarni. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Alþýðusambandið leggja fram kröfur á ríkisstjórnina í tengslum við endurnýjun kjarasamninga í næstu viku. Bjarni bindur meiri vonir við það nú en áður að það takist að halda friði á vinnumarkaði á næstu árum. Til að mynda hafi verið gerðir samningar við lækna um mitt síðasta ár á allt öðrum nótum en áður ásamt nýgerðum hóflegum samningum við aðildarfélög BHM. Nú séu viss tímamót og ríkisstjórnin vilji horfa fram veginn í samstöðu með aðilum vinnumarkaðarins. „Þetta er viðkvæmt. Það getur brugðið til beggja vona. Einstök aðildarfélög geta verið ósátt vegna einhverra hluta sem við ráðum ekki við. En við getum ekki tekið af og ætlum ekki að taka ábyrgðina af aðilum vinnumarkaðarins á því að semja. ASÍ og SA verða að semja sín á milli. Þeir geta ekki varpað allri ábyrgð á þeirri viðræðulotu í fangið á ríkinu. En við höfum hins vegar verið viljug til að koma með svör og skýringar og erum mjög opin fyrir því að eiga þéttara samstarf en verið hefur lengi,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kjaramál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira