Þingmenn og Eyþór heimsækja lögguna Jakob Bjarnar skrifar 16. febrúar 2018 10:11 Glatt á hjalla. Vaskir laganna verðir, þingmenn, lögreglustjóri, ráðherra og Eyþór stilla sér upp fyrir ljósmyndara lögreglunnar. Þingmenn og ráðherra Sjálfstæðisflokksins auk Eyþórs Arnalds frambjóðanda, fóru fylktu liði á lögreglustöðina í gær. Um var að ræða hálfopinbera heimsókn. Fyrir fríðum flokki Sjálfstæðismanna fór Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra og aðstoðarmaður hennar, Laufey Rún Ketilsdóttir en jafnframt voru með í för þingmennirnir Brynjar Níelsson, Óli Björn Kárason, Birgir Ármannsson auk Eyþórs Arnalds sem nýverið sigraði í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna í borginni. Nokkra athygli vakti á dögunum þegar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vísaði Eyþóri af fundi, vegna þess að hann hafði enga lögformlega stöðu né hafði honum verið boðið. Eyþór var þá í föruneyti Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Margir Sjálfstæðismenn fyrrtust fyrir hönd Eyþórs, meðal annarra Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins, en Dagur sagði að Eyþór hefði ekki átt þarna neitt erindi. En, ljóst er að þingmenn Sjálfstæðisflokkinn ætla ekki að halda Eyþóri úti í kuldanum þó staða hans sé óljós. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók fagnandi á móti Sjálfstæðismönnunum eins og sjá má af mynd sem þeir birtu á Facebooksíðu sinni. „Það er oft gestkvæmt á lögreglustöðinni, en í gær kom hópur sjálfstæðismanna í heimsókn og fundaði með okkar fólki. Þeir höfðu áhuga á að fræðast meira um starfsemi lögreglunnar og var það auðsótt mál,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Jafnframt segir að fundurinn var hinn ánægjulegasti, „en nokkuð reglulega sækja stjórnmálamenn okkur heim og er það vel að þeir, sem og aðrir, sýni starfi lögreglunnar áhuga.“ Meðal þeirra sem tóku á móti Sjálfstæðismönnunum var lögreglustjórinn sjálfur, Sigríður Björg Guðjónsdóttir. Lögreglumál Tengdar fréttir Guðlaugur trúði ekki augum sínum og eyrum í Höfða Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafi verið í stjórnmálum nokkuð lengi hafði ég ekki hugmyndaflug í að svona yrði tekið á málinum, segir utanríkisráðherra. 13. febrúar 2018 12:51 Eyþór vildi setjast í stól forsætisráðherra Borgarstjóri fer yfir æsilega atburðina í Höfða. 14. febrúar 2018 13:57 Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök, segir Dagur B. Eggertsson. 13. febrúar 2018 12:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Þingmenn og ráðherra Sjálfstæðisflokksins auk Eyþórs Arnalds frambjóðanda, fóru fylktu liði á lögreglustöðina í gær. Um var að ræða hálfopinbera heimsókn. Fyrir fríðum flokki Sjálfstæðismanna fór Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra og aðstoðarmaður hennar, Laufey Rún Ketilsdóttir en jafnframt voru með í för þingmennirnir Brynjar Níelsson, Óli Björn Kárason, Birgir Ármannsson auk Eyþórs Arnalds sem nýverið sigraði í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna í borginni. Nokkra athygli vakti á dögunum þegar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vísaði Eyþóri af fundi, vegna þess að hann hafði enga lögformlega stöðu né hafði honum verið boðið. Eyþór var þá í föruneyti Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Margir Sjálfstæðismenn fyrrtust fyrir hönd Eyþórs, meðal annarra Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins, en Dagur sagði að Eyþór hefði ekki átt þarna neitt erindi. En, ljóst er að þingmenn Sjálfstæðisflokkinn ætla ekki að halda Eyþóri úti í kuldanum þó staða hans sé óljós. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók fagnandi á móti Sjálfstæðismönnunum eins og sjá má af mynd sem þeir birtu á Facebooksíðu sinni. „Það er oft gestkvæmt á lögreglustöðinni, en í gær kom hópur sjálfstæðismanna í heimsókn og fundaði með okkar fólki. Þeir höfðu áhuga á að fræðast meira um starfsemi lögreglunnar og var það auðsótt mál,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Jafnframt segir að fundurinn var hinn ánægjulegasti, „en nokkuð reglulega sækja stjórnmálamenn okkur heim og er það vel að þeir, sem og aðrir, sýni starfi lögreglunnar áhuga.“ Meðal þeirra sem tóku á móti Sjálfstæðismönnunum var lögreglustjórinn sjálfur, Sigríður Björg Guðjónsdóttir.
Lögreglumál Tengdar fréttir Guðlaugur trúði ekki augum sínum og eyrum í Höfða Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafi verið í stjórnmálum nokkuð lengi hafði ég ekki hugmyndaflug í að svona yrði tekið á málinum, segir utanríkisráðherra. 13. febrúar 2018 12:51 Eyþór vildi setjast í stól forsætisráðherra Borgarstjóri fer yfir æsilega atburðina í Höfða. 14. febrúar 2018 13:57 Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök, segir Dagur B. Eggertsson. 13. febrúar 2018 12:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Guðlaugur trúði ekki augum sínum og eyrum í Höfða Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafi verið í stjórnmálum nokkuð lengi hafði ég ekki hugmyndaflug í að svona yrði tekið á málinum, segir utanríkisráðherra. 13. febrúar 2018 12:51
Eyþór vildi setjast í stól forsætisráðherra Borgarstjóri fer yfir æsilega atburðina í Höfða. 14. febrúar 2018 13:57
Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök, segir Dagur B. Eggertsson. 13. febrúar 2018 12:01