Skotárásin í Flórída: Aðstoðarþjálfari dó hetjudauða Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. febrúar 2018 18:45 Fótboltalið skólans staðfesti andlát Feis í dag. Fótboltalið MC Douglas-framhaldsskólans Aaron Feis, aðstoðarþjálfari fótboltaliðs Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans í Flórída, lést af sárum sínum aðfararnótt fimmtudags eftir mannskæða skotárás við skólann í gær. Feis er sagður hafa dáið hetjudauða er hann kastaði sér í veg fyrir árásarmanninn og kom nemanda í öruggt skjól. Árásarmaðurinn, hinn nítján ára Nikolas Cruz, skaut sautján til bana í árasinni. Cruz, sem er fyrrverandi nemandi við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann, var handsamaður af lögreglu um klukkustund eftir árásina og er sagður svara spurningum lögregluþjóna. Hann hefur verið ákærður fyrir minnst sautján morð.Sjá einnig: Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríðaKastaði sér í veg fyrir árásarmanninn Í frétt breska ríkisútvarpsins er nokkurra fórnarlamba árásarinnar minnst, þar á meðal fyrrnefnds Aarons Feis. Hann starfaði sem aðstoðarþjálfari fótboltaliðs skólans og gegndi einnig stöðu öryggisvarðar. Vitni að árásinni segja Feis hafa bjargað lífi a.m.k. eins nemanda við skólann en látið lífið við hetjudáðina. Stúlka, sem leitaði til aðalþjálfara liðsins í kjölfar árasarinnar, tjáði honum að Feis hefði kastað sér á milli hennar og árásarmannsins. Í leiðinni hafi hann ýtt henni í öruggt skjól inn um dyr á gangi skólans.. Sjálfur varð Feis þá fyrir skotum úr riffli árásarmannsins og lést af sárum sínum aðfararnótt fimmtudags. Nemendur skólans minntust Feis á samfélagsmiðlum í gær og í dag en andlát Feis var staðfest á Twitter-reikningi fótboltaliðs MC Douglas-framhaldsskólans.Can everyone please take a second to pray for my coach today he took serval bullets covering other students at Douglas . pic.twitter.com/8AMG7t6tpH— Charlie Rothkopf (@RothkopfCharlie) February 14, 2018 Þá hafa fleiri nöfn fórnarlambanna sautján verið birt. Jamie Guttenberg, Alyssa Alhadef og Nicholas Dworet létust öll í árásinni. Samkvæmt Facebook-síðum þeirra og yfirlýsingum frá aðstandendum voru þau öll nemendur við skólann þar sem árásin var gerð í gær. This, ladies and gentlemen, if the face of a hero. Coach Aaron Feis was injured protecting a student in the shooting at Marjory Stoneman Douglas High School and, at last report, is in critical condition. He is a friend to all students that know him. He was always so nice to me when I went to school there, and I know he is close with my brother and his friends. Please, take a moment to send healing prayers for him. A post shared by Angelica Losada (@jelly_lo) on Feb 14, 2018 at 2:42pm PST Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skotárás í skóla í Flórída: Nokkrir látnir en lögreglan er með árásarmann í haldi Fréttamyndir vestanhafs sýna nemendur flýja skólann sem var umkringdur lögreglumönnum. 14. febrúar 2018 20:52 Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða Auk þess að vera vopnaður riffli var Nikolas Cruz með mikið af skotum, gasgrímu og reyksprengjur sem hann notaði til að skapa glundroða í skólanum sem rúmlega þrjú þúsund nemendur sækja. 15. febrúar 2018 13:45 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Aaron Feis, aðstoðarþjálfari fótboltaliðs Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans í Flórída, lést af sárum sínum aðfararnótt fimmtudags eftir mannskæða skotárás við skólann í gær. Feis er sagður hafa dáið hetjudauða er hann kastaði sér í veg fyrir árásarmanninn og kom nemanda í öruggt skjól. Árásarmaðurinn, hinn nítján ára Nikolas Cruz, skaut sautján til bana í árasinni. Cruz, sem er fyrrverandi nemandi við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann, var handsamaður af lögreglu um klukkustund eftir árásina og er sagður svara spurningum lögregluþjóna. Hann hefur verið ákærður fyrir minnst sautján morð.Sjá einnig: Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríðaKastaði sér í veg fyrir árásarmanninn Í frétt breska ríkisútvarpsins er nokkurra fórnarlamba árásarinnar minnst, þar á meðal fyrrnefnds Aarons Feis. Hann starfaði sem aðstoðarþjálfari fótboltaliðs skólans og gegndi einnig stöðu öryggisvarðar. Vitni að árásinni segja Feis hafa bjargað lífi a.m.k. eins nemanda við skólann en látið lífið við hetjudáðina. Stúlka, sem leitaði til aðalþjálfara liðsins í kjölfar árasarinnar, tjáði honum að Feis hefði kastað sér á milli hennar og árásarmannsins. Í leiðinni hafi hann ýtt henni í öruggt skjól inn um dyr á gangi skólans.. Sjálfur varð Feis þá fyrir skotum úr riffli árásarmannsins og lést af sárum sínum aðfararnótt fimmtudags. Nemendur skólans minntust Feis á samfélagsmiðlum í gær og í dag en andlát Feis var staðfest á Twitter-reikningi fótboltaliðs MC Douglas-framhaldsskólans.Can everyone please take a second to pray for my coach today he took serval bullets covering other students at Douglas . pic.twitter.com/8AMG7t6tpH— Charlie Rothkopf (@RothkopfCharlie) February 14, 2018 Þá hafa fleiri nöfn fórnarlambanna sautján verið birt. Jamie Guttenberg, Alyssa Alhadef og Nicholas Dworet létust öll í árásinni. Samkvæmt Facebook-síðum þeirra og yfirlýsingum frá aðstandendum voru þau öll nemendur við skólann þar sem árásin var gerð í gær. This, ladies and gentlemen, if the face of a hero. Coach Aaron Feis was injured protecting a student in the shooting at Marjory Stoneman Douglas High School and, at last report, is in critical condition. He is a friend to all students that know him. He was always so nice to me when I went to school there, and I know he is close with my brother and his friends. Please, take a moment to send healing prayers for him. A post shared by Angelica Losada (@jelly_lo) on Feb 14, 2018 at 2:42pm PST
Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skotárás í skóla í Flórída: Nokkrir látnir en lögreglan er með árásarmann í haldi Fréttamyndir vestanhafs sýna nemendur flýja skólann sem var umkringdur lögreglumönnum. 14. febrúar 2018 20:52 Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða Auk þess að vera vopnaður riffli var Nikolas Cruz með mikið af skotum, gasgrímu og reyksprengjur sem hann notaði til að skapa glundroða í skólanum sem rúmlega þrjú þúsund nemendur sækja. 15. febrúar 2018 13:45 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Skotárás í skóla í Flórída: Nokkrir látnir en lögreglan er með árásarmann í haldi Fréttamyndir vestanhafs sýna nemendur flýja skólann sem var umkringdur lögreglumönnum. 14. febrúar 2018 20:52
Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða Auk þess að vera vopnaður riffli var Nikolas Cruz með mikið af skotum, gasgrímu og reyksprengjur sem hann notaði til að skapa glundroða í skólanum sem rúmlega þrjú þúsund nemendur sækja. 15. febrúar 2018 13:45
Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45