Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Sunna Sæmundsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 15. febrúar 2018 15:15 Sunna Elvira Þorkelsdóttir á sjúkrahúsinu á Málaga í gær ásamt Unni Birgisdóttur móður sinni. vísir/egill Sunna Elvira Þorkelsdóttir sem liggur mikið slösuð á sjúkrahúsi í Málaga segist sem minnst vilja vita um fíkniefnamálið sem eiginmaður hennar, Sigurður Kristinsson, er flæktur í. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi hér á landi vegna innflutnings á töluverðu magni fíkniefna til Íslands í janúar síðastliðnum en Sunna er í ótímabundnu farbanni á Spáni. Hún hefur ekki fengið upplýsingar um hvers vegna hún er í farbanni eða hvaða stöðu hún hefur í málinu. Hún segist vera með allan sinn fókus á það að ná heilsu, fá viðunandi aðstoð til þess og komast heim til dóttur sinnar en Sunna er föst á sjúkrahúsi í Málaga þar sem hún fær ekki viðunandi aðhlynningu við mænuskaða. Sunna er lömuð fyrir neðan brjóst en enginn heilbrigðisstarfsmaður á sjúkrahúsinu hefur getað skýrt ástand hennnar nákvæmlega fyrir henni og hverjar batahorfurnar eru.Kveðst ekki muna aðdragandann að slysinu „Ég er ekki alveg fyllilega búin að meðtaka það sem gerðist og hvernig líkamlegt ástand mitt er. Það er eins og maður fari í hálfgerða afneitun eða vilji ekki hugsa um þetta fyrr en ég fæ að tala við einhver sérfræðing sem getur nákvæmlega útskýrt fyrir mér ástandið, eins hvernig batahorfurnar séu. Sjúkraþjálfarinn sagði mér í gær að það væri líklegast mjög mikil bólga í kringum mænuna og sú bólga sem sagt hjaðnar á nokkrum mánuðum eða vikum. Það er ekkert hægt að segja til um hvað framtíðin beri skaut í sér,“ segir Sunna í ítarlegu viðtali fréttastofu við fréttastofu sem sjá má í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Sunna þríhryggbrotnaði og braut þrjú rifbein þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu í Elviria skammt frá Marbella í janúar. Hún kveðst ekki muna aðdragandann að slysinu. „Ég get ekki lýst aðdragandum því það er bara þoka yfir þessum atburðum hjá mér. Ég fékk höfuðhögg og minnið mitt er ekki komið aftur. Það tekur tíma segja læknarnir en ég er farin að fá smá gloppur. Ég man til dæmis eftir mér í sjúkrabílnum í smástund. Þannig að þetta fer væntanlega að koma til baka en á þessari stundu get ég ekki lýst hvernig þetta bar að eða hvað gerðist,“ segir Sunna. „Ég vona að það komi í ljós seinna meir, sérstaklega ef ég fæ einhverja áfallahjálp seinna meir og einhvern til að tala við mig, en hérna hef ég ekki verið að fá neitt slíkt.“Trúir því að maðurinn hennar hafi ekki átt neinn þátt í slysinu Sunna, maðurinn hennar og dóttir hennar voru heima við þegar slysið varð en Sigurður var handtekinn beint í kjölfarið, grunaður um að hafa átt þátt í slysinu. Aðspurð hvenær hún hafi áttað sig á því að maðurinn hennar hafi verið handtekinn grunaður fyrir þetta segir hún: „Í rauninni bara þegar ég vakna úr aðgerðinni þá stóðu bara tveir lögreglumenn yfir mér og tjáðu mér það að hann hefði verið handtekinn í tengslum við þetta slys og mér brá alveg rosalega af því ég vissi strax í hjarta mínu að hann hafði ekki átt neinn þátt í þessu. Þetta var bara slys.“En þú manst í rauninni samt ekki aðdragandann alveg, ertu alveg viss um að hann hafi ekki komið nálægt þessu? „Já, ég trúi því að maðurinn minn hafi ekki átt neinn þátt í þessu. Hann er ekki ofbeldismaður. Þannig að ég held að ég geti fullyrt að hann hafi ekki komið að þessu. Þetta er bara slys.“Sunna var yfirheyrð af lögreglunni á Spáni daginn eftir að maðurinn hennar var handtekinn hér heima.vísir/egillEiginmaður Sunna var handtekinn af lögregluyfirvöldum hér við heimkomuna frá Málaga grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningnum. Daginn eftir var Sunna yfirheyrð af lögreglunni á Spáni en hún hafði ekkert hitt eiginmann sinn eftir slysið þar sem hann hvar í heimsóknarbanni á spítalanum samkvæmt fyrirmælum lögreglu. „Þeir komu bara morguninn eftir að maðurinn minn er handtekinn heima. Þannig að ég er vakin og spænska lögreglan er komin hingað inn, þrír lögreglumenn, og tjá mér það að þeir eru komnir til þess að spyrja mig út í meintan innflutning á fíkniefnum frá Alicante til Íslands. Þeir tjá mér að maðurinn minn hafi verið handtekinn í tengslum við þetta mál og vilja fá upplýsingar frá mér um þetta. Þeir tala bara spænsku og ég skil nú spænskuna alveg ágætlega en ég vildi ganga úr skugga um að allt færi rétt fram, að lög og reglur yrðu virtar, þannig að ég óska strax eftir að mér sé útvegaður túlkur og að lögmaður sé viðstaddur þessar yfirheyrslur.“Fá það á tilfinninguna að um stærra og umfangsmeira mál sé að ræða Sunna segir að þeir hafi samþykkt það með semingi og svo spurt hana örfárra spurninga. „Allt spurningar um atriði sem ég gat ekki svarað, eitthvað sem ég hafði enga vitneskju um. Til að mynda hvort ég þekkti einhverja í Alicante, ég þekki enga í Alicante, hvort ég væri búin að verja miklum tíma í Alicante, ég hef ekki varið neinum tíma í Alicante, enda búum við hér í Marbella, 500 kílómetra í burtu. [...] Þeir spyrja hvort ég hafi tekið eftir einhverju undarlegri hegðun hjá eiginmanni mínum dagana fyrir slysið og ég gat ekki séð neitt athugavert í hans fari þá daga. Síðan bara segja þeir ókei, takk fyrir þetta, og fara. Síðar um daginn er mér sagt að þeir hafi farið fram á að vegabréfið mitt yrði tekið og það hafi samþykkt með úrskurði dómara og ég væri í ótímabundnu farbanni og engar skýringar þar á. Ég varð strax að fá mér lögmann í Alicante sem byrjaði strax að vinna í þessu máli og þá er mér tjáð það að hann fái engan aðgang að málsgögnunum, sem sagt hvað þeir eru að falast eftir frá mér, af því að þetta sé svo mikil leynd sem hvíli yfir þessu tiltekna máli að málsgögnin séu bara lokuð og verði ekki opnuð í bráð. Enn þann dag í dag eru þessi gögn lokuð og ég veit ekkert hvað þeir eru að rannsaka. En við höfum fengið það á tilfinninguna að þetta sé eitthvað stærra og meira mál en það sem eiginmaður minn er flæktur í heima. Að þeir séu að reyna að uppræta einhverja glæpahringi hér á Spáni. En ég hef engar upplýsingar um neina glæpamenn hér á Spáni og er búin að tjá þeim það. Mér finnst eins og þeir séu að halda mér hérna til þess að pressa á manninn minn til að tala sem er náttúrulega ömurleg aðferð og hafa margsinnis brotið á mannréttindum mínum hvað það varðar,“ segir Sunna og bætir við að henni skiljist á lögmanninum sínum úti að spænska lögreglan sé meðvituð um þessi mannréttindabrot en ætla samt að taka þá áhættu vegna rannsóknarhagsmuna.Þakklát fyrir söfnunina Hún segist ekki tilbúin til að ræða við eiginmann sinn um sakamálið sem hann er grunaður um aðild að. „Þetta er eitthvað sem ég mun taka á síðar. Það sem skiptir mig mestu máli er að ná heilsu og fá aðstoð til þess. Hitt verður bara að bíða. Það er ekki forgangsatriði hjá mér að yfirheyra hann um þetta. Ég vil bara sem minnst vita af þessu máli.“ Skömmu eftir að Sunna slasaðist fór af stað söfnun fyrir hana hérna heima til að hún kæmist með sjúkraflugi til Íslands. Rúmlega sex milljónir króna söfnuðust en kostnaður við sjúkraflugið, sem Sunna hefur auðvitað ekki komist í, var um 5,5 milljónir króna. Það sem safnaðist aukalega hefur nýst henni til að greiða lögmanninum sem hún hefur úti á Spáni. Sunna segist afar þakklát þjóðinni fyrir söfnunina. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Íslensk lögregluyfirvöld leita eftir samstarfi við spænsk vegna máls Sunnu Elvíru Utanríkisráðuneytið hefur vísað beiðni um að íslensk stjórnvöld geti ábyrgst Sunnu hér á landi til dómsmálaráðuneytisins. 14. febrúar 2018 18:01 Brotist inn á heimili Sunnu Samtal hafið á milli lögreglu á Íslandi og lögreglu á Spáni. 14. febrúar 2018 18:41 Neyðarkall frá Spáni til skoðunar í ráðuneytinu Sunna Elvira Þorkelsdóttir hefur óskað eftir því að íslenska ríkið ábyrgist hana gagnvart spænskum yfirvöldum. Utanríkisþjónustan segist leita allra leiða til að greiða úr málum fyrir Sunnu sem liggur slösuð á Spáni. 14. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Sunna Elvira Þorkelsdóttir sem liggur mikið slösuð á sjúkrahúsi í Málaga segist sem minnst vilja vita um fíkniefnamálið sem eiginmaður hennar, Sigurður Kristinsson, er flæktur í. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi hér á landi vegna innflutnings á töluverðu magni fíkniefna til Íslands í janúar síðastliðnum en Sunna er í ótímabundnu farbanni á Spáni. Hún hefur ekki fengið upplýsingar um hvers vegna hún er í farbanni eða hvaða stöðu hún hefur í málinu. Hún segist vera með allan sinn fókus á það að ná heilsu, fá viðunandi aðstoð til þess og komast heim til dóttur sinnar en Sunna er föst á sjúkrahúsi í Málaga þar sem hún fær ekki viðunandi aðhlynningu við mænuskaða. Sunna er lömuð fyrir neðan brjóst en enginn heilbrigðisstarfsmaður á sjúkrahúsinu hefur getað skýrt ástand hennnar nákvæmlega fyrir henni og hverjar batahorfurnar eru.Kveðst ekki muna aðdragandann að slysinu „Ég er ekki alveg fyllilega búin að meðtaka það sem gerðist og hvernig líkamlegt ástand mitt er. Það er eins og maður fari í hálfgerða afneitun eða vilji ekki hugsa um þetta fyrr en ég fæ að tala við einhver sérfræðing sem getur nákvæmlega útskýrt fyrir mér ástandið, eins hvernig batahorfurnar séu. Sjúkraþjálfarinn sagði mér í gær að það væri líklegast mjög mikil bólga í kringum mænuna og sú bólga sem sagt hjaðnar á nokkrum mánuðum eða vikum. Það er ekkert hægt að segja til um hvað framtíðin beri skaut í sér,“ segir Sunna í ítarlegu viðtali fréttastofu við fréttastofu sem sjá má í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Sunna þríhryggbrotnaði og braut þrjú rifbein þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu í Elviria skammt frá Marbella í janúar. Hún kveðst ekki muna aðdragandann að slysinu. „Ég get ekki lýst aðdragandum því það er bara þoka yfir þessum atburðum hjá mér. Ég fékk höfuðhögg og minnið mitt er ekki komið aftur. Það tekur tíma segja læknarnir en ég er farin að fá smá gloppur. Ég man til dæmis eftir mér í sjúkrabílnum í smástund. Þannig að þetta fer væntanlega að koma til baka en á þessari stundu get ég ekki lýst hvernig þetta bar að eða hvað gerðist,“ segir Sunna. „Ég vona að það komi í ljós seinna meir, sérstaklega ef ég fæ einhverja áfallahjálp seinna meir og einhvern til að tala við mig, en hérna hef ég ekki verið að fá neitt slíkt.“Trúir því að maðurinn hennar hafi ekki átt neinn þátt í slysinu Sunna, maðurinn hennar og dóttir hennar voru heima við þegar slysið varð en Sigurður var handtekinn beint í kjölfarið, grunaður um að hafa átt þátt í slysinu. Aðspurð hvenær hún hafi áttað sig á því að maðurinn hennar hafi verið handtekinn grunaður fyrir þetta segir hún: „Í rauninni bara þegar ég vakna úr aðgerðinni þá stóðu bara tveir lögreglumenn yfir mér og tjáðu mér það að hann hefði verið handtekinn í tengslum við þetta slys og mér brá alveg rosalega af því ég vissi strax í hjarta mínu að hann hafði ekki átt neinn þátt í þessu. Þetta var bara slys.“En þú manst í rauninni samt ekki aðdragandann alveg, ertu alveg viss um að hann hafi ekki komið nálægt þessu? „Já, ég trúi því að maðurinn minn hafi ekki átt neinn þátt í þessu. Hann er ekki ofbeldismaður. Þannig að ég held að ég geti fullyrt að hann hafi ekki komið að þessu. Þetta er bara slys.“Sunna var yfirheyrð af lögreglunni á Spáni daginn eftir að maðurinn hennar var handtekinn hér heima.vísir/egillEiginmaður Sunna var handtekinn af lögregluyfirvöldum hér við heimkomuna frá Málaga grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningnum. Daginn eftir var Sunna yfirheyrð af lögreglunni á Spáni en hún hafði ekkert hitt eiginmann sinn eftir slysið þar sem hann hvar í heimsóknarbanni á spítalanum samkvæmt fyrirmælum lögreglu. „Þeir komu bara morguninn eftir að maðurinn minn er handtekinn heima. Þannig að ég er vakin og spænska lögreglan er komin hingað inn, þrír lögreglumenn, og tjá mér það að þeir eru komnir til þess að spyrja mig út í meintan innflutning á fíkniefnum frá Alicante til Íslands. Þeir tjá mér að maðurinn minn hafi verið handtekinn í tengslum við þetta mál og vilja fá upplýsingar frá mér um þetta. Þeir tala bara spænsku og ég skil nú spænskuna alveg ágætlega en ég vildi ganga úr skugga um að allt færi rétt fram, að lög og reglur yrðu virtar, þannig að ég óska strax eftir að mér sé útvegaður túlkur og að lögmaður sé viðstaddur þessar yfirheyrslur.“Fá það á tilfinninguna að um stærra og umfangsmeira mál sé að ræða Sunna segir að þeir hafi samþykkt það með semingi og svo spurt hana örfárra spurninga. „Allt spurningar um atriði sem ég gat ekki svarað, eitthvað sem ég hafði enga vitneskju um. Til að mynda hvort ég þekkti einhverja í Alicante, ég þekki enga í Alicante, hvort ég væri búin að verja miklum tíma í Alicante, ég hef ekki varið neinum tíma í Alicante, enda búum við hér í Marbella, 500 kílómetra í burtu. [...] Þeir spyrja hvort ég hafi tekið eftir einhverju undarlegri hegðun hjá eiginmanni mínum dagana fyrir slysið og ég gat ekki séð neitt athugavert í hans fari þá daga. Síðan bara segja þeir ókei, takk fyrir þetta, og fara. Síðar um daginn er mér sagt að þeir hafi farið fram á að vegabréfið mitt yrði tekið og það hafi samþykkt með úrskurði dómara og ég væri í ótímabundnu farbanni og engar skýringar þar á. Ég varð strax að fá mér lögmann í Alicante sem byrjaði strax að vinna í þessu máli og þá er mér tjáð það að hann fái engan aðgang að málsgögnunum, sem sagt hvað þeir eru að falast eftir frá mér, af því að þetta sé svo mikil leynd sem hvíli yfir þessu tiltekna máli að málsgögnin séu bara lokuð og verði ekki opnuð í bráð. Enn þann dag í dag eru þessi gögn lokuð og ég veit ekkert hvað þeir eru að rannsaka. En við höfum fengið það á tilfinninguna að þetta sé eitthvað stærra og meira mál en það sem eiginmaður minn er flæktur í heima. Að þeir séu að reyna að uppræta einhverja glæpahringi hér á Spáni. En ég hef engar upplýsingar um neina glæpamenn hér á Spáni og er búin að tjá þeim það. Mér finnst eins og þeir séu að halda mér hérna til þess að pressa á manninn minn til að tala sem er náttúrulega ömurleg aðferð og hafa margsinnis brotið á mannréttindum mínum hvað það varðar,“ segir Sunna og bætir við að henni skiljist á lögmanninum sínum úti að spænska lögreglan sé meðvituð um þessi mannréttindabrot en ætla samt að taka þá áhættu vegna rannsóknarhagsmuna.Þakklát fyrir söfnunina Hún segist ekki tilbúin til að ræða við eiginmann sinn um sakamálið sem hann er grunaður um aðild að. „Þetta er eitthvað sem ég mun taka á síðar. Það sem skiptir mig mestu máli er að ná heilsu og fá aðstoð til þess. Hitt verður bara að bíða. Það er ekki forgangsatriði hjá mér að yfirheyra hann um þetta. Ég vil bara sem minnst vita af þessu máli.“ Skömmu eftir að Sunna slasaðist fór af stað söfnun fyrir hana hérna heima til að hún kæmist með sjúkraflugi til Íslands. Rúmlega sex milljónir króna söfnuðust en kostnaður við sjúkraflugið, sem Sunna hefur auðvitað ekki komist í, var um 5,5 milljónir króna. Það sem safnaðist aukalega hefur nýst henni til að greiða lögmanninum sem hún hefur úti á Spáni. Sunna segist afar þakklát þjóðinni fyrir söfnunina.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Íslensk lögregluyfirvöld leita eftir samstarfi við spænsk vegna máls Sunnu Elvíru Utanríkisráðuneytið hefur vísað beiðni um að íslensk stjórnvöld geti ábyrgst Sunnu hér á landi til dómsmálaráðuneytisins. 14. febrúar 2018 18:01 Brotist inn á heimili Sunnu Samtal hafið á milli lögreglu á Íslandi og lögreglu á Spáni. 14. febrúar 2018 18:41 Neyðarkall frá Spáni til skoðunar í ráðuneytinu Sunna Elvira Þorkelsdóttir hefur óskað eftir því að íslenska ríkið ábyrgist hana gagnvart spænskum yfirvöldum. Utanríkisþjónustan segist leita allra leiða til að greiða úr málum fyrir Sunnu sem liggur slösuð á Spáni. 14. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Íslensk lögregluyfirvöld leita eftir samstarfi við spænsk vegna máls Sunnu Elvíru Utanríkisráðuneytið hefur vísað beiðni um að íslensk stjórnvöld geti ábyrgst Sunnu hér á landi til dómsmálaráðuneytisins. 14. febrúar 2018 18:01
Brotist inn á heimili Sunnu Samtal hafið á milli lögreglu á Íslandi og lögreglu á Spáni. 14. febrúar 2018 18:41
Neyðarkall frá Spáni til skoðunar í ráðuneytinu Sunna Elvira Þorkelsdóttir hefur óskað eftir því að íslenska ríkið ábyrgist hana gagnvart spænskum yfirvöldum. Utanríkisþjónustan segist leita allra leiða til að greiða úr málum fyrir Sunnu sem liggur slösuð á Spáni. 14. febrúar 2018 06:00