Maradona um mótherja Íslands á HM: Lið eru ekki hrædd við Argentínu lengur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2018 13:00 Lionel Messi, páfinn og Diego Maradona. Vísir/Getty Diego Maradona er ekki alltof bjartsýnn fyrir hönd Argentínumanna á HM í Rússlandi í sumar þar sem fyrsti mótherji argentínska liðsins verða strákarnir okkar í íslenska landsliðinu. Maradona segir lið ekki óttast argentínska landsliðið lengur og að það séu mörg alvarleg vandamál í liðinu í dag. Að hans mati gæti þó frammistaða Lionel Messi á HM séð til þess að liðinu takist að fela alla gallana. Argentínska liðið var í vandræðum með að komast á HM en þrenna frá Lionel Messi á móti Ekvador í lokaumferðinni gulltryggði farseðilinn. Liðið tapaði síðan 4-2 fyrir Nígeríu í æfingaleik í Rússlandi í nóvember þrátt fyrir að komast í 2-0. Nígería verður einmitt með Íslandi og Argentínu í riðli á HM í fóbolta en fjórða og síðasta liðið eru góðkunningjar Íslands frá Króatíu. Diego Maradona leiddi Argentínu til síðasta heimsmeistaratitil liðsins árið 1986 en fyrir fjórum árum töpuðu Messi og félagar í úrslitaleiknum á móti Þýskalandi. „Við eigum enga menn sem geta með réttu kallað sig miðjumenn í landsliðsklassa. Með fullri virðingu hefði ég aldrei getað séð fyrir að maður eins og [Lucas] Biglia fengi að klæðast landsliðstreyjunni,“ sagði Diego Maradona í viðtali við El Popular.En una entrevista imperdible, #Maradona le tira flores a un aliado impensado: el @TanoAngelici https://t.co/QaN1NRmLpN | Por: @Sebabielsistapic.twitter.com/lm1YZG1V5G — Popular (@populardiario) February 10, 2018 „Fyrir utan Messi, þá hefur fólk misst virðingu sína fyrir argentínska landsliðinu. Enginn er hræddur við okkur lengur. Sjáið bara síðasta leikinn á móti Nígeríu. Við fengum næstum því á okkur átta mörk,“ sagði Maradona. „Sampaoli er samt heppinn. Ef óskabarnið okkar [Messi] er í stuði þá bætir hann fyrir öll mistökin,“ sagði Maradona. „Það eru 60 prósent líkur á því að við verðum heimsmeistarar. Ástæðan. Aðrar þjóðir geta safnað upp í góða kóra en þeir geta aldrei fundið söngvara eins og Messi. Hann er eini einsöngvarinn,“ sagði Maradona í miklu stuði í líkingamálinu. Maradona er líka mjög svartsýnn fyrir stöðu mála í framtíðinni. „Við erum á slæmri leið og ég sé þetta ekki enda vel. Eftir Messi, hvað er þá? Það er engin framtíð eftir Messi,“ sagði Maradona. Maradona er ekki hrifinn af Mauro Icardi hjá Internazionale sem þjálfarinn Jorge Sampaoli velur frekar en Gonzalo Higuain hjá Juventus. „Það er vandræðalegt fyrir okkur að þurfa treysta á Icardi. Pipa [Higuain] er tíu sinnum betri en Icardi,“ sagði Maradona og hann telur einnig að liðið þurfi að nýta krafta Carlos Tevez. „Við erum að skrapa botninn á tunnunni til að finna níuna okkar. Auðvitað eigum við að nota Tevez. Við höfum ekkert annað,“ sagði Maradona. Ísland og Argentína mætast í Moskvu 16. júní næstkomandi. Það verður fyrsti leikur Íslands á heimsmeistaramóti í fótbolta.#EstadiosRusia2018 Nombre: Otkrytie Arena Sede: Moscú Capacidad: 45.000 En este estadio se jugarán 4 partidos de fase de grupos: Argentina vs Islandia Polonia vs Senegal Bélgica vs Túnez Serbia vs Brasil pic.twitter.com/d2G0EDX0ZW — Datos y Curiosidades Rusia 2018 (@DatosRusia) February 2, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Sjá meira
Diego Maradona er ekki alltof bjartsýnn fyrir hönd Argentínumanna á HM í Rússlandi í sumar þar sem fyrsti mótherji argentínska liðsins verða strákarnir okkar í íslenska landsliðinu. Maradona segir lið ekki óttast argentínska landsliðið lengur og að það séu mörg alvarleg vandamál í liðinu í dag. Að hans mati gæti þó frammistaða Lionel Messi á HM séð til þess að liðinu takist að fela alla gallana. Argentínska liðið var í vandræðum með að komast á HM en þrenna frá Lionel Messi á móti Ekvador í lokaumferðinni gulltryggði farseðilinn. Liðið tapaði síðan 4-2 fyrir Nígeríu í æfingaleik í Rússlandi í nóvember þrátt fyrir að komast í 2-0. Nígería verður einmitt með Íslandi og Argentínu í riðli á HM í fóbolta en fjórða og síðasta liðið eru góðkunningjar Íslands frá Króatíu. Diego Maradona leiddi Argentínu til síðasta heimsmeistaratitil liðsins árið 1986 en fyrir fjórum árum töpuðu Messi og félagar í úrslitaleiknum á móti Þýskalandi. „Við eigum enga menn sem geta með réttu kallað sig miðjumenn í landsliðsklassa. Með fullri virðingu hefði ég aldrei getað séð fyrir að maður eins og [Lucas] Biglia fengi að klæðast landsliðstreyjunni,“ sagði Diego Maradona í viðtali við El Popular.En una entrevista imperdible, #Maradona le tira flores a un aliado impensado: el @TanoAngelici https://t.co/QaN1NRmLpN | Por: @Sebabielsistapic.twitter.com/lm1YZG1V5G — Popular (@populardiario) February 10, 2018 „Fyrir utan Messi, þá hefur fólk misst virðingu sína fyrir argentínska landsliðinu. Enginn er hræddur við okkur lengur. Sjáið bara síðasta leikinn á móti Nígeríu. Við fengum næstum því á okkur átta mörk,“ sagði Maradona. „Sampaoli er samt heppinn. Ef óskabarnið okkar [Messi] er í stuði þá bætir hann fyrir öll mistökin,“ sagði Maradona. „Það eru 60 prósent líkur á því að við verðum heimsmeistarar. Ástæðan. Aðrar þjóðir geta safnað upp í góða kóra en þeir geta aldrei fundið söngvara eins og Messi. Hann er eini einsöngvarinn,“ sagði Maradona í miklu stuði í líkingamálinu. Maradona er líka mjög svartsýnn fyrir stöðu mála í framtíðinni. „Við erum á slæmri leið og ég sé þetta ekki enda vel. Eftir Messi, hvað er þá? Það er engin framtíð eftir Messi,“ sagði Maradona. Maradona er ekki hrifinn af Mauro Icardi hjá Internazionale sem þjálfarinn Jorge Sampaoli velur frekar en Gonzalo Higuain hjá Juventus. „Það er vandræðalegt fyrir okkur að þurfa treysta á Icardi. Pipa [Higuain] er tíu sinnum betri en Icardi,“ sagði Maradona og hann telur einnig að liðið þurfi að nýta krafta Carlos Tevez. „Við erum að skrapa botninn á tunnunni til að finna níuna okkar. Auðvitað eigum við að nota Tevez. Við höfum ekkert annað,“ sagði Maradona. Ísland og Argentína mætast í Moskvu 16. júní næstkomandi. Það verður fyrsti leikur Íslands á heimsmeistaramóti í fótbolta.#EstadiosRusia2018 Nombre: Otkrytie Arena Sede: Moscú Capacidad: 45.000 En este estadio se jugarán 4 partidos de fase de grupos: Argentina vs Islandia Polonia vs Senegal Bélgica vs Túnez Serbia vs Brasil pic.twitter.com/d2G0EDX0ZW — Datos y Curiosidades Rusia 2018 (@DatosRusia) February 2, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Sjá meira