Æfur yfir stuðningi Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2018 11:37 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/AFP Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er æfur yfir ákvörðun Bandaríkjanna að veita sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra innan SDF áframhaldandi stuðning. Erdogan segir ljóst að sú ákvörðun Bandaríkjanna muni hafa áhrif á stefnu Tyrklands og gagnrýnir Atlantshafsbandalagið, NATO, sömuleiðis harðlega. Tyrkir gerðu innrás í Afrinhérað í Sýrlandi í síðasta mánuði með því markmið að reka sýrlenska Kúrda, YPG, frá héraðinu. Þeir segja sýrlenska Kúrda vera hryðjuverkamenn með tengingu við Verkamannaflokk Kúrda í Tyrklandi, PKK, sem háð hefur áratugalanga frelsisbaráttu þar í landi. Bandaríkin og Evrópusambandið eru ósammála því að YPG séu hryðjuverkamenn og hafa Bandaríkin staðið við bakið á þeim í baráttunni gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Erdogan hefur einnig heitið því að ráðast á Manbij í Sýrlandi, sem er undir stjórn YPG, en fjöldi bandarískra hermanna eru staðsettir þar. „Hverslags NATO aðild er þetta? Hverslags NATO-bandalag er þetta?“ spurði Erdogan í þingi Tyrklands í morgun. Hann sagði að Bandaríkin væru ekki NATO og að öll aðildarríki ættu að vera jöfn. Á sama tíma setti Erdogan út á ummæli bandaríska hershöfðingjans Paul E. Funk um að ef Tyrkir myndu ráðast á Manbij, eins og Erdogan hefur lofað, muni þeir bandarísku hermenn sem eru þar verja sig. „Þeir sem segja að þeir muni svara árásum með árásum hafa ekki fengið Ottómana-kinnhest,“ sagði Erdogan við þingmenn samkvæmt Anadolu fréttaveitunni sem er í eigur tyrkneska ríkisins.Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun heimsækja Tyrkland á morgun og funda með Erdogan. Bandarískir embættismenn búast við átakafundi. Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Erdogan heitir því að ráðast á Manbij Til átaka gæti komið á milli Tyrklands og Bandaríkjanna þar sem bandarískir hermenn eru í Manbij. 26. janúar 2018 13:15 Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00 ESB hvetur Tyrki til að fella niður neyðarlög Segja lögin notuð til að kæfa lögmæta og friðsama andstöðu og frjálsa fjölmiðla. 8. febrúar 2018 23:15 Fjöldi lækna handtekinn fyrir að gagnrýna aðgerðir Tyrklands í Sýrlandi Saksóknari gaf út handtökuskipun á mönnunum í morgun og voru þeir handteknir í átta héruðum Tyrklands í dag. 30. janúar 2018 11:07 Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er æfur yfir ákvörðun Bandaríkjanna að veita sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra innan SDF áframhaldandi stuðning. Erdogan segir ljóst að sú ákvörðun Bandaríkjanna muni hafa áhrif á stefnu Tyrklands og gagnrýnir Atlantshafsbandalagið, NATO, sömuleiðis harðlega. Tyrkir gerðu innrás í Afrinhérað í Sýrlandi í síðasta mánuði með því markmið að reka sýrlenska Kúrda, YPG, frá héraðinu. Þeir segja sýrlenska Kúrda vera hryðjuverkamenn með tengingu við Verkamannaflokk Kúrda í Tyrklandi, PKK, sem háð hefur áratugalanga frelsisbaráttu þar í landi. Bandaríkin og Evrópusambandið eru ósammála því að YPG séu hryðjuverkamenn og hafa Bandaríkin staðið við bakið á þeim í baráttunni gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Erdogan hefur einnig heitið því að ráðast á Manbij í Sýrlandi, sem er undir stjórn YPG, en fjöldi bandarískra hermanna eru staðsettir þar. „Hverslags NATO aðild er þetta? Hverslags NATO-bandalag er þetta?“ spurði Erdogan í þingi Tyrklands í morgun. Hann sagði að Bandaríkin væru ekki NATO og að öll aðildarríki ættu að vera jöfn. Á sama tíma setti Erdogan út á ummæli bandaríska hershöfðingjans Paul E. Funk um að ef Tyrkir myndu ráðast á Manbij, eins og Erdogan hefur lofað, muni þeir bandarísku hermenn sem eru þar verja sig. „Þeir sem segja að þeir muni svara árásum með árásum hafa ekki fengið Ottómana-kinnhest,“ sagði Erdogan við þingmenn samkvæmt Anadolu fréttaveitunni sem er í eigur tyrkneska ríkisins.Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun heimsækja Tyrkland á morgun og funda með Erdogan. Bandarískir embættismenn búast við átakafundi.
Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Erdogan heitir því að ráðast á Manbij Til átaka gæti komið á milli Tyrklands og Bandaríkjanna þar sem bandarískir hermenn eru í Manbij. 26. janúar 2018 13:15 Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00 ESB hvetur Tyrki til að fella niður neyðarlög Segja lögin notuð til að kæfa lögmæta og friðsama andstöðu og frjálsa fjölmiðla. 8. febrúar 2018 23:15 Fjöldi lækna handtekinn fyrir að gagnrýna aðgerðir Tyrklands í Sýrlandi Saksóknari gaf út handtökuskipun á mönnunum í morgun og voru þeir handteknir í átta héruðum Tyrklands í dag. 30. janúar 2018 11:07 Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Erdogan heitir því að ráðast á Manbij Til átaka gæti komið á milli Tyrklands og Bandaríkjanna þar sem bandarískir hermenn eru í Manbij. 26. janúar 2018 13:15
Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00
ESB hvetur Tyrki til að fella niður neyðarlög Segja lögin notuð til að kæfa lögmæta og friðsama andstöðu og frjálsa fjölmiðla. 8. febrúar 2018 23:15
Fjöldi lækna handtekinn fyrir að gagnrýna aðgerðir Tyrklands í Sýrlandi Saksóknari gaf út handtökuskipun á mönnunum í morgun og voru þeir handteknir í átta héruðum Tyrklands í dag. 30. janúar 2018 11:07
Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15