Hársbreidd frá alvarlegu umferðarslysi undir Esjunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2018 15:45 Telja má mikla mildi að ekki hafi orðið harkalegur árekstur í botni Kollafjarðar síðdegis í gær. Friðrik Helgi Friðriksson ók þá í átt að höfuðborgarsvæðinu þegar fólksbíll kom skyndilega stjórnlaus og skautaði um á veginum. Mbl.is greindi fyrst frá í morgun. Friðrik segir í samtali við Vísi að hann hafi verið á leiðinni í bæinn þegar bíllinn birtist skyndilega.„Ég sé að bíllinn kemur á móti mér og skautar yfir á rangan vegahelming,“ segir Friðrik Helgi. Sem betur fer fór bíllinn framhjá bíl Friðriks sem er með myndavél í framrúðunni sem tók atvikið upp. Friðrik Helgi segir bílinn hafa hafnað með afturendann í ruðningi úti í kanti og staðnæmst öfugur en þó á réttum vegahelmingi. Ótrúlegt en satt segist Friðrik Helgi ekki hafa orðið hræddur þegar bíllinn birtist.„Nei, reyndar ekki. Maður sá hvað var að gerast og ég færði mig út í kant, fékk kannski aðeins í magann en svo hugsar maður ekkert um þetta.“Hann segir tilefni til að birta myndbandið í tilefni umræðu um þennan vegakafla. Banaslys varð skammt frá í byrjun árs og hafa Akurnesingar krafist endurbóta á veginum.Aftakaveður er á landinu í dag en fylgjast má með helstu tíðindum í Veðurvaktinni hér að neðan.
Telja má mikla mildi að ekki hafi orðið harkalegur árekstur í botni Kollafjarðar síðdegis í gær. Friðrik Helgi Friðriksson ók þá í átt að höfuðborgarsvæðinu þegar fólksbíll kom skyndilega stjórnlaus og skautaði um á veginum. Mbl.is greindi fyrst frá í morgun. Friðrik segir í samtali við Vísi að hann hafi verið á leiðinni í bæinn þegar bíllinn birtist skyndilega.„Ég sé að bíllinn kemur á móti mér og skautar yfir á rangan vegahelming,“ segir Friðrik Helgi. Sem betur fer fór bíllinn framhjá bíl Friðriks sem er með myndavél í framrúðunni sem tók atvikið upp. Friðrik Helgi segir bílinn hafa hafnað með afturendann í ruðningi úti í kanti og staðnæmst öfugur en þó á réttum vegahelmingi. Ótrúlegt en satt segist Friðrik Helgi ekki hafa orðið hræddur þegar bíllinn birtist.„Nei, reyndar ekki. Maður sá hvað var að gerast og ég færði mig út í kant, fékk kannski aðeins í magann en svo hugsar maður ekkert um þetta.“Hann segir tilefni til að birta myndbandið í tilefni umræðu um þennan vegakafla. Banaslys varð skammt frá í byrjun árs og hafa Akurnesingar krafist endurbóta á veginum.Aftakaveður er á landinu í dag en fylgjast má með helstu tíðindum í Veðurvaktinni hér að neðan.
Samgöngur Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira