Björgunaraðilar unnið þrekvirki við að koma fólki til byggða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. febrúar 2018 23:15 Björgunarsveitir hafa aðstoðað fjölda fólks á vegum úti í dag. Vísir/Jói K. Lögregla og björgunarsveitir á Suðurlandi hafa aðstoðað fólk í hátt á annað hundrað bílum í dag til byggða vegna veðurs. Enn sitja bílar fastir og er líklegt að aðgerðir standi yfir fram á nótt. „Menn hafa unnið þrekvirki í að leysa þau mál,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, í samtali við Vísi. Um 300 björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum í dag vegna veðursins. Fyrr í kvöld var opnuð fjöldahjálparstöð á Selfossi en þangað voru fluttir sex erlendir ferðamenn sem festu bíla sína í nærsveitum Selfoss. Þá hefur töluverður fjöldi fólks fest bíla sína í grennd við Reykholt og er verið að opna fjöldahjálparstöð í Aratungu.„Þar er dálítil bílalest sem er stopp, meðal annars tvær rútur. Mokstursbíll sem fór frá Selfossi þarna upp eftir varð frá af hverfa út af snjómagni. Veghefill er á leiðinni upp eftir og þá vonandi greiðist úr þessu,“ segir Oddur.Eins og sjá má er allt rautt á Suðurlandi.VegagerðinMeira og minna allir vegir ófærir Þá eru nokkrir bílar fastir upp á Lyngdalsheiði, þar á meðal ein rúta. Er verið að vinna að því að koma þeim til aðstoðar.„Snjóbíll sem fór þangað til aðstoðar missti belti þannig að það er verið að koma bæði vistum til þess fólks og aðstoð með öðrum hætti,“ segir Oddur. Reiknar hann með að um fjóra til sex tíma þurfi til þess að koma þeim sem fastir eru á þessum stöðum til byggða.„Þetta eru þau verkefni sem eru eftir núna en ég veðja á það að það verði fram eftir nóttu eitthvað svona eitt og eitt sem muni koma upp á,“ segir Oddur.Búið er að loka vegum víða á Suðurlandi vegna veðurs og segir Oddur að meira og minna séu allir vegir í Árnessýslu ófærir vegna veðurs.Lokað var fyrir umferð á Vesturlandsvegi við Kjalarnes.Björgunarsveitin Kjölur„Það er mjög hvasst og mikill skafrenningur en það er ekki úrkoma. Það er fyrst og fremst skafrenningurinn sem veldur bæði blindu og þegar það stoppar bíll þá skefur að honum ansi fljótt,“ segir Oddur. Telur Oddur að stærstur hluti þeirra sem lögregla og björgunarsveitir hafi aðstoðað í dag séu erlendir ferðamenn. Flestir sé ágætlega útbúnir til vetrarfærðar en það stoði lítið þegar veðrið sé svona. „Menn eru útbúnir til vetrarfærðar en við þessar aðstæður er það nokkuð sama hvernig þú ert, ef þú ert ekki á fullútbúnum græjum og búinn til fjallferða ertu bara í veseni. Það er ekki nema einhver stoppi fyrir framan þig og þá ertu í vandræðum,“ segir Oddur. Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi en hún verður þess í stað opnuð að Eyrarvegi 28 á Selfossi. 10. febrúar 2018 18:29 Opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu Fjöldahjálparstöð Rauða krossins á Selfossi verður áfram opin. 10. febrúar 2018 21:06 Svæðisstjórn virkjuð í Árnessýslu og stefnt að opnun fjöldahjálparstöðvar Þá varð þriggja bíla árekstur á Hellisheiði í dag en meiðsli á fólki eru ekki alvarleg, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 10. febrúar 2018 16:39 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Lögregla og björgunarsveitir á Suðurlandi hafa aðstoðað fólk í hátt á annað hundrað bílum í dag til byggða vegna veðurs. Enn sitja bílar fastir og er líklegt að aðgerðir standi yfir fram á nótt. „Menn hafa unnið þrekvirki í að leysa þau mál,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, í samtali við Vísi. Um 300 björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum í dag vegna veðursins. Fyrr í kvöld var opnuð fjöldahjálparstöð á Selfossi en þangað voru fluttir sex erlendir ferðamenn sem festu bíla sína í nærsveitum Selfoss. Þá hefur töluverður fjöldi fólks fest bíla sína í grennd við Reykholt og er verið að opna fjöldahjálparstöð í Aratungu.„Þar er dálítil bílalest sem er stopp, meðal annars tvær rútur. Mokstursbíll sem fór frá Selfossi þarna upp eftir varð frá af hverfa út af snjómagni. Veghefill er á leiðinni upp eftir og þá vonandi greiðist úr þessu,“ segir Oddur.Eins og sjá má er allt rautt á Suðurlandi.VegagerðinMeira og minna allir vegir ófærir Þá eru nokkrir bílar fastir upp á Lyngdalsheiði, þar á meðal ein rúta. Er verið að vinna að því að koma þeim til aðstoðar.„Snjóbíll sem fór þangað til aðstoðar missti belti þannig að það er verið að koma bæði vistum til þess fólks og aðstoð með öðrum hætti,“ segir Oddur. Reiknar hann með að um fjóra til sex tíma þurfi til þess að koma þeim sem fastir eru á þessum stöðum til byggða.„Þetta eru þau verkefni sem eru eftir núna en ég veðja á það að það verði fram eftir nóttu eitthvað svona eitt og eitt sem muni koma upp á,“ segir Oddur.Búið er að loka vegum víða á Suðurlandi vegna veðurs og segir Oddur að meira og minna séu allir vegir í Árnessýslu ófærir vegna veðurs.Lokað var fyrir umferð á Vesturlandsvegi við Kjalarnes.Björgunarsveitin Kjölur„Það er mjög hvasst og mikill skafrenningur en það er ekki úrkoma. Það er fyrst og fremst skafrenningurinn sem veldur bæði blindu og þegar það stoppar bíll þá skefur að honum ansi fljótt,“ segir Oddur. Telur Oddur að stærstur hluti þeirra sem lögregla og björgunarsveitir hafi aðstoðað í dag séu erlendir ferðamenn. Flestir sé ágætlega útbúnir til vetrarfærðar en það stoði lítið þegar veðrið sé svona. „Menn eru útbúnir til vetrarfærðar en við þessar aðstæður er það nokkuð sama hvernig þú ert, ef þú ert ekki á fullútbúnum græjum og búinn til fjallferða ertu bara í veseni. Það er ekki nema einhver stoppi fyrir framan þig og þá ertu í vandræðum,“ segir Oddur.
Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi en hún verður þess í stað opnuð að Eyrarvegi 28 á Selfossi. 10. febrúar 2018 18:29 Opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu Fjöldahjálparstöð Rauða krossins á Selfossi verður áfram opin. 10. febrúar 2018 21:06 Svæðisstjórn virkjuð í Árnessýslu og stefnt að opnun fjöldahjálparstöðvar Þá varð þriggja bíla árekstur á Hellisheiði í dag en meiðsli á fólki eru ekki alvarleg, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 10. febrúar 2018 16:39 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi en hún verður þess í stað opnuð að Eyrarvegi 28 á Selfossi. 10. febrúar 2018 18:29
Opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu Fjöldahjálparstöð Rauða krossins á Selfossi verður áfram opin. 10. febrúar 2018 21:06
Svæðisstjórn virkjuð í Árnessýslu og stefnt að opnun fjöldahjálparstöðvar Þá varð þriggja bíla árekstur á Hellisheiði í dag en meiðsli á fólki eru ekki alvarleg, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 10. febrúar 2018 16:39