Innlent

Fjögur hand­tekin á Akur­eyri grunuð um inn­brot

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Lögreglan á Akureyri rannsakar málið.
Lögreglan á Akureyri rannsakar málið. Vísir/Vilhelm

Fjórir voru handteknir þegar bíll var stöðvaður við Glerárgötu á Akureyri í gærkvöldi vegna gruns um innbrot. Talsverður viðbúnaður var vegna handtökunnar og fimm lögreglubílar sinntu henni.

Börkur Árnason, varðstjóri lögreglunnar á Akureyri, segir þau hadtkenu hafa verið grunuð um innbrot í fyrirtæki í bænum. Hluti þýfisins fannst svo við leit í bílnum.

Hluti þess sem fannst lýsir lögreglan sem verðmætum. Hin handteknu eru í haldi lögreglu enn og bíða yfirheyrslu. Lögreglan heldur áfram rannsókn málsins í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×