Forysta ASÍ boðar átök á vinnumarkaði í haust Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2018 18:30 Forseti Alþýðusambandsins segir mikla óánægju krauma undir meðal félagsmanna sambandsins og búast megi við hörðum átökum við gerð næstu kjarasamninga undir lok ársins. Þótt tillaga um að segja upp gildandi samningum hafi verið felld í dag ríki samstaða um markmiðin í komandi samningum. Mikil spenna ríkti fyrir fund formanna aðildarfélaga Alþýðusambandsins í dag enda höfðu forystumenn nokkurra fjölmennustu félaganna innan sambandsins boðað að þeir myndu greiða atkvæði með því að samningum við Samtök atvinnulífsins yrði sagt upp. Þessi fundur formanna innan Alþýðusambandsins á Hilton Nordica var á margan hátt sögulegur. Þetta er í fyrsta skipti sem þessari aðferð er beitt til að taka afstöðu til þess hvort segja eigi upp gildandi kjarasamningum. En þótt meirihluti félagsmanna á bak við formenn félaganna hefði viljað það var það niðurstaða meirihluta formanna að segja samningunum ekki upp. En til að segja upp samningunum þurfti bæði meirihluti formanna og meirihluti félagsmanna innan félaga þeirra að samþykkja uppsögn samninga.Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ vildi sjálfur segja samningunum upp en segir ljóst að skiptar skoðanir hafi verið á málinu. Þess vegna hafi hann lagt til að ákvörðun um framhaldið yrði tekin með þeim hætti sem gert var. Niðurstaðan sé að tæplega 60 prósent formanna telji eðlilegt að láta gildandi samning renna út en það breyti því ekki að mikil gremja ríki meðal félagsmanna ASÍ. „Þannig að skilaboðin hérna eru frekar þessi; við ætlum sjálf að velja okkur tímasetninguna. Menn eru mjög ósáttir við atburðarásina. Menn eru ósáttir með hlutskipti okkar félagsmanna,“ segir Gylfi. Hins vegar telji menn eðlilegt að þriggja prósenta launahækkun og hækkun lágmarkslauna í 300 þúsund í maí komi fram.Forseti ASÍ vill ofurskatt á ofurlaunForseti ASÍ segir að undirbúningur hefjist strax að því sækja fram af hörku í haust bæði gagnvart SA og ríkisstjórninni þar sem skerðingar bóta hafa étið upp kjarabætur. Þá þurfi að taka á ofurlaunum bankamanna og annarra, en nýjasta dæmið sýni að Jónas Þór Guðmundsson formaður kjararáðs sitji í stjórn Landsvirkjunar og geri þar tillögur um um mikla hækkun launa æðstu stjórnenda þar.Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.Vísir/Stefán„Við höfum lengi talið að það ætti einfaldlega að setja mjög háan skatt, 60 prósent skatt, á ofurtekjur. Og það eigi að setja í skattalöggjöfina að fyrirtækjum sé ekki heimilt að draga frá skatti í sínu skattauppgjöri launagreiðslur á þessum mælikvarða,“ segir Gylfi. Hann voni að aðildarfélög ASÍ fari sameinuð fram í komandi samningum enda sýni reynslan að samstaðan skili mestum árangri. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, fjölmennasta félagsins innan ASÍ, segir að nú þurfi að móta kröfur og fylgja þeim hart eftir. VR sé tilbúið til samstarfs við öll verkalýðsfélög, bæði á almennum og opinberum markaði, sem tekið geti undir kröfur félagsins. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í dag sé hins vegar gríðarleg vonbrigði. „Ef við getum ekki staðið í lappirnar og sagt upp samningum þegar forsendur eru brostnar sé ég engan tilgang að vera með þessi forsenduákvæði yfirhöfuð inn í samningum. Vegna þess að þetta er ekkert að bíta,“ segir Ragnar Þór. Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar halda 28 formenn felldu tillögu um riftun en 21 var með. 28. febrúar 2018 14:15 SA segir brýnast að standa vörð um kaupmátt Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú sé mikilvægast að viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem náðst hafi með núgildandi kjarasamningum. 28. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir mikla óánægju krauma undir meðal félagsmanna sambandsins og búast megi við hörðum átökum við gerð næstu kjarasamninga undir lok ársins. Þótt tillaga um að segja upp gildandi samningum hafi verið felld í dag ríki samstaða um markmiðin í komandi samningum. Mikil spenna ríkti fyrir fund formanna aðildarfélaga Alþýðusambandsins í dag enda höfðu forystumenn nokkurra fjölmennustu félaganna innan sambandsins boðað að þeir myndu greiða atkvæði með því að samningum við Samtök atvinnulífsins yrði sagt upp. Þessi fundur formanna innan Alþýðusambandsins á Hilton Nordica var á margan hátt sögulegur. Þetta er í fyrsta skipti sem þessari aðferð er beitt til að taka afstöðu til þess hvort segja eigi upp gildandi kjarasamningum. En þótt meirihluti félagsmanna á bak við formenn félaganna hefði viljað það var það niðurstaða meirihluta formanna að segja samningunum ekki upp. En til að segja upp samningunum þurfti bæði meirihluti formanna og meirihluti félagsmanna innan félaga þeirra að samþykkja uppsögn samninga.Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ vildi sjálfur segja samningunum upp en segir ljóst að skiptar skoðanir hafi verið á málinu. Þess vegna hafi hann lagt til að ákvörðun um framhaldið yrði tekin með þeim hætti sem gert var. Niðurstaðan sé að tæplega 60 prósent formanna telji eðlilegt að láta gildandi samning renna út en það breyti því ekki að mikil gremja ríki meðal félagsmanna ASÍ. „Þannig að skilaboðin hérna eru frekar þessi; við ætlum sjálf að velja okkur tímasetninguna. Menn eru mjög ósáttir við atburðarásina. Menn eru ósáttir með hlutskipti okkar félagsmanna,“ segir Gylfi. Hins vegar telji menn eðlilegt að þriggja prósenta launahækkun og hækkun lágmarkslauna í 300 þúsund í maí komi fram.Forseti ASÍ vill ofurskatt á ofurlaunForseti ASÍ segir að undirbúningur hefjist strax að því sækja fram af hörku í haust bæði gagnvart SA og ríkisstjórninni þar sem skerðingar bóta hafa étið upp kjarabætur. Þá þurfi að taka á ofurlaunum bankamanna og annarra, en nýjasta dæmið sýni að Jónas Þór Guðmundsson formaður kjararáðs sitji í stjórn Landsvirkjunar og geri þar tillögur um um mikla hækkun launa æðstu stjórnenda þar.Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.Vísir/Stefán„Við höfum lengi talið að það ætti einfaldlega að setja mjög háan skatt, 60 prósent skatt, á ofurtekjur. Og það eigi að setja í skattalöggjöfina að fyrirtækjum sé ekki heimilt að draga frá skatti í sínu skattauppgjöri launagreiðslur á þessum mælikvarða,“ segir Gylfi. Hann voni að aðildarfélög ASÍ fari sameinuð fram í komandi samningum enda sýni reynslan að samstaðan skili mestum árangri. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, fjölmennasta félagsins innan ASÍ, segir að nú þurfi að móta kröfur og fylgja þeim hart eftir. VR sé tilbúið til samstarfs við öll verkalýðsfélög, bæði á almennum og opinberum markaði, sem tekið geti undir kröfur félagsins. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í dag sé hins vegar gríðarleg vonbrigði. „Ef við getum ekki staðið í lappirnar og sagt upp samningum þegar forsendur eru brostnar sé ég engan tilgang að vera með þessi forsenduákvæði yfirhöfuð inn í samningum. Vegna þess að þetta er ekkert að bíta,“ segir Ragnar Þór.
Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar halda 28 formenn felldu tillögu um riftun en 21 var með. 28. febrúar 2018 14:15 SA segir brýnast að standa vörð um kaupmátt Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú sé mikilvægast að viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem náðst hafi með núgildandi kjarasamningum. 28. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
SA segir brýnast að standa vörð um kaupmátt Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú sé mikilvægast að viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem náðst hafi með núgildandi kjarasamningum. 28. febrúar 2018 19:00