Vilja endurvekja viðræðurnar Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 28. febrúar 2018 08:00 Baskó hefur séð um rekstur verslana á bensínstöðvum Skeljungs. Vísir/Gva Stjórnir Skeljungs og Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, skoða nú að endurvekja viðræður um kaup olíufélagsins á öllu hlutafé í Basko, samkvæmt heimildum Markaðarins. Stjórn Skeljungs ákvað í júlí í fyrra að slíta viðræðunum en heimildir Markaðarins herma að vilji standi til þess á meðal stjórnenda félagsins að láta reyna aftur á viðræður félaganna. Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs, greindi frá því á fjárfestafundi í síðustu viku að stefnt væri að því að loka verslunum 10-11 við bensínstöðvar Skeljungs og Orkunnar en opna þess í stað matvörubúðir undir sérstöku merki sem Basko myndi reka. Egholm nefndi að með þessu hygðust félögin tvö, Skeljungur og Basko, styrkja samstarf sitt og leggja jafnframt aukna áherslu á matvöru í stað bílatengdra vara. Auk þess greindi Egholm frá því að vonir stæðu til þess að hægt yrði að samþætta vörur og þjónustu Heimkaupa, sem Skeljungur á þriðjungshlut í, og Eldum rétt, sem Basko á helmingshlut í, við nýju verslanirnar. Þannig yrði vonandi hægt að kaupa bensín og matvörur og sækja vörur frá Heimkaupum og Eldum rétt í verslununum. Tilkynnt var að viðræður hefðu hafist á milli stjórna félaganna í maí í fyrra. Þær runnu hins vegar út úr sandinn tveimur mánuðum síðar eftir að í ljós kom að ýmsar forsendur kaupanna hefðu ekki gengið eftir. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Viðræðuslit að frumkvæði Skeljungs "Samningurinn á milli aðila var háður ýmsum skilyrðum og forsendum sem ekki gengu öll eftir og því varð þetta niðurstaðan,“ segir Valgeir M. Baldursson, forstjóri olíufélagsins Skeljungs, um þá ákvörðun stjórnar félagsins að slíta viðræðum um kaup á öllu hlutafé í Basko. 17. júlí 2017 06:00 Skeljungur hyggst kaupa 10-11 Kaupin Skeljungs hf. og Basko ehf., sem fer meðal annars með rekstur verslana 10-11, eru háð ýmsum forsendum og fyrirvörum beggja samningsaðila. Kaupverð væri allt að 2,2 milljarðar króna. 21. maí 2017 21:28 Skeljungur hættir við kaup á 10-11 "Það voru fjölmörg skilyrði og forsendur í samkomulaginu sem ekki gengu eftir að öllu leyti þannig að þetta varð niðurstaða okkar,” segir forstjóri Skeljungs. 16. júlí 2017 18:34 Keypti 80 prósenta hlut í Basko fyrir yfir 1,5 milljarða Framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, keypti áttatíu prósenta hlut í Basko í fyrra á rúmlega 1,5 milljarða króna. 12. júlí 2017 10:00 Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Stjórnir Skeljungs og Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, skoða nú að endurvekja viðræður um kaup olíufélagsins á öllu hlutafé í Basko, samkvæmt heimildum Markaðarins. Stjórn Skeljungs ákvað í júlí í fyrra að slíta viðræðunum en heimildir Markaðarins herma að vilji standi til þess á meðal stjórnenda félagsins að láta reyna aftur á viðræður félaganna. Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs, greindi frá því á fjárfestafundi í síðustu viku að stefnt væri að því að loka verslunum 10-11 við bensínstöðvar Skeljungs og Orkunnar en opna þess í stað matvörubúðir undir sérstöku merki sem Basko myndi reka. Egholm nefndi að með þessu hygðust félögin tvö, Skeljungur og Basko, styrkja samstarf sitt og leggja jafnframt aukna áherslu á matvöru í stað bílatengdra vara. Auk þess greindi Egholm frá því að vonir stæðu til þess að hægt yrði að samþætta vörur og þjónustu Heimkaupa, sem Skeljungur á þriðjungshlut í, og Eldum rétt, sem Basko á helmingshlut í, við nýju verslanirnar. Þannig yrði vonandi hægt að kaupa bensín og matvörur og sækja vörur frá Heimkaupum og Eldum rétt í verslununum. Tilkynnt var að viðræður hefðu hafist á milli stjórna félaganna í maí í fyrra. Þær runnu hins vegar út úr sandinn tveimur mánuðum síðar eftir að í ljós kom að ýmsar forsendur kaupanna hefðu ekki gengið eftir.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Viðræðuslit að frumkvæði Skeljungs "Samningurinn á milli aðila var háður ýmsum skilyrðum og forsendum sem ekki gengu öll eftir og því varð þetta niðurstaðan,“ segir Valgeir M. Baldursson, forstjóri olíufélagsins Skeljungs, um þá ákvörðun stjórnar félagsins að slíta viðræðum um kaup á öllu hlutafé í Basko. 17. júlí 2017 06:00 Skeljungur hyggst kaupa 10-11 Kaupin Skeljungs hf. og Basko ehf., sem fer meðal annars með rekstur verslana 10-11, eru háð ýmsum forsendum og fyrirvörum beggja samningsaðila. Kaupverð væri allt að 2,2 milljarðar króna. 21. maí 2017 21:28 Skeljungur hættir við kaup á 10-11 "Það voru fjölmörg skilyrði og forsendur í samkomulaginu sem ekki gengu eftir að öllu leyti þannig að þetta varð niðurstaða okkar,” segir forstjóri Skeljungs. 16. júlí 2017 18:34 Keypti 80 prósenta hlut í Basko fyrir yfir 1,5 milljarða Framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, keypti áttatíu prósenta hlut í Basko í fyrra á rúmlega 1,5 milljarða króna. 12. júlí 2017 10:00 Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Viðræðuslit að frumkvæði Skeljungs "Samningurinn á milli aðila var háður ýmsum skilyrðum og forsendum sem ekki gengu öll eftir og því varð þetta niðurstaðan,“ segir Valgeir M. Baldursson, forstjóri olíufélagsins Skeljungs, um þá ákvörðun stjórnar félagsins að slíta viðræðum um kaup á öllu hlutafé í Basko. 17. júlí 2017 06:00
Skeljungur hyggst kaupa 10-11 Kaupin Skeljungs hf. og Basko ehf., sem fer meðal annars með rekstur verslana 10-11, eru háð ýmsum forsendum og fyrirvörum beggja samningsaðila. Kaupverð væri allt að 2,2 milljarðar króna. 21. maí 2017 21:28
Skeljungur hættir við kaup á 10-11 "Það voru fjölmörg skilyrði og forsendur í samkomulaginu sem ekki gengu eftir að öllu leyti þannig að þetta varð niðurstaða okkar,” segir forstjóri Skeljungs. 16. júlí 2017 18:34
Keypti 80 prósenta hlut í Basko fyrir yfir 1,5 milljarða Framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, keypti áttatíu prósenta hlut í Basko í fyrra á rúmlega 1,5 milljarða króna. 12. júlí 2017 10:00