Verkalýðsleiðtogi segir yfirgengilegt og blöskranlegt launaskrið í efstu lögum Jakob Bjarnar skrifar 27. febrúar 2018 11:30 Ragnar Þór segir launahækkanir þeirra sem eru í efstu lögum blöskranlegar og vonast eftir umboði í kvöld til að segja kjarasamningum upp. Nú skal látið sverfa til stáls. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur framtíð kjarasamninga ráðast í kvöld en þá verður haldinn trúnaðarráðsfundur. Ragnar vonast til að fá umboð til að segja kjarasamningum upp á þeim fundi. Ragnar Þór var í Bítinu í morgun og var ómyrkur í máli, en tilefni samtalsins var frétt Fréttablaðsins frá í morgun, um miklar launahækkanir innan fjármálakerfisins. Sem koma honum ekki á óvart. „Nei, þetta kemur okkur ekki á óvart. Þessi taumlausa misskipting í okkar þjóðfélagi. Hún er að aukast. Hér er um kunnugleg teikn á lofti. Við höfum séð þetta allt áður, hvernig þetta er að þróast. Fjármálakerfið reynir að toga sig upp í einhverju alþjóðlegu samhengi. Síðan koma allir á eftir og reyna að toga sig upp að fjármálakerfinu.“Kjaradómur, fjármálakerfið, Landsvirkjun... Ragnar bendir á fyrirliggjandi umdeildan úrskurð kjararáðs um hækkun ráðherra, alþingismanna og æðstu ráðamanna ríkisins. Og í morgun greindi RÚV frá verulegum launahækkunum meðal æðstu stjórnenda Landsvirkjunar, um alls 45 prósent. Nánast er sama hvert litið er, þeir sem hæst hafa launin hafa verið að hækka þau upp úr öllu valdi. Á meðan tala Samtök atvinnulífsins og stjórnmálamenn um nauðsyn þess að stöðugleikanum sé ekki raskað. „Það er ýmislegt sem við erum að safna saman í sarpinn fyrir næstu kjarasamningalotu. Og þetta mál í rauninni og fréttir um launaskrið í fjármálageiranum mun svo sannarlega hjálpa okkur, til dæmis á fundinum í kvöld, við að taka ákvörðun um uppsögn kjarasamninga,“ segir Ragnar Þór. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi var sömuleiðis öskureiður í útvarpsviðtali í Harmageddon í morgun, af sama tilefni.Ragnar segir að það gangi illa að koma böndum á launahækkanir toppanna, erfitt er að koma böndum á sjálftöku og græðgi. Þar hefur allt fengið að leika lausum hala.Gengur erfiðlega að koma böndum á skefjalausa græðgina „Þegar við fórum í það á sínum tíma að setja launaþak á framkvæmdastjóra launasjóð íslenskra verslunarmanna, til dæmis, síðan þá hefur launaskriðið þar verið með ólíkindum. Og hann er kominn með 40 milljónir í laun á ári. Það má ekki líta af kerfinu þá byrjar það, þarf miklu meira aðhald,“ sagði Ragnar. Hann nefndi blekkingarleik sem haldið er að almenningi varðandi kaupmátt og svo prósentuhækkanir launa. Nefndi í því sambandi fréttir af forstjóra ríkisfyrirtækis sem hækkaði úr 1,7 milljón í 2,5 milljónir í launum á mánuði á síðasta ári.„Eða um 45 prósent. Ef við hækkum lægstu launin um 45 prósent gerir það 125 þúsund krónur. En hjá forstjóra ríkisfyrirtækis þá er það 800 þúsund krónur á mánuði. Yfir fimmföld sem við sjáum gerast hjá hinum lægst launuðu. Samt er verið að halda því fram að þessir tveir einstaklingar séu með sama kaupmátt. Ef ég hækka um 45 prósent í launum hækka ég um hálfa milljón.“Lítil eftirspurn eftir íslenskum bankamönnum á erlendri grundu Ragnar gefur lítið fyrir allt tal um að samkeppni um hæft fólk innan fjármálakerfisins. „Ég hef ekki tekið eftir mikilli eftirspurn eftir íslenskum bankamönnum á erlendri grund. Miðað við þessar fréttir um þessi heildarlaun, 26 lykilstjórnenda bankanna, upp á ríflega milljarð á síðasta ári að þetta er náttúrlega svo galið og svo yfirgengilegt í svona litlu samfélagi og svo litlu landi. Og sýnir náttúrlega hversu brjálæðisleg yfirbyggingin er á fjármálakerfi sem er ekki að framleiða nein verðmæti fyrir samfélagið heldur okra á almenningi. Eina orðið sem ég kann yfir það.“ Kjaramál Tengdar fréttir Laun lykilstjórnenda bankanna þriggja 1.000 milljónir í fyrra Lykilstjórnendur stóru viðskiptabankanna þriggja fengu samanlagt rúman einn milljarð króna í laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur á síðasta ári. Bankastjóri Arion banka með ríflega 5,9 milljónir á mánuði. 27. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur framtíð kjarasamninga ráðast í kvöld en þá verður haldinn trúnaðarráðsfundur. Ragnar vonast til að fá umboð til að segja kjarasamningum upp á þeim fundi. Ragnar Þór var í Bítinu í morgun og var ómyrkur í máli, en tilefni samtalsins var frétt Fréttablaðsins frá í morgun, um miklar launahækkanir innan fjármálakerfisins. Sem koma honum ekki á óvart. „Nei, þetta kemur okkur ekki á óvart. Þessi taumlausa misskipting í okkar þjóðfélagi. Hún er að aukast. Hér er um kunnugleg teikn á lofti. Við höfum séð þetta allt áður, hvernig þetta er að þróast. Fjármálakerfið reynir að toga sig upp í einhverju alþjóðlegu samhengi. Síðan koma allir á eftir og reyna að toga sig upp að fjármálakerfinu.“Kjaradómur, fjármálakerfið, Landsvirkjun... Ragnar bendir á fyrirliggjandi umdeildan úrskurð kjararáðs um hækkun ráðherra, alþingismanna og æðstu ráðamanna ríkisins. Og í morgun greindi RÚV frá verulegum launahækkunum meðal æðstu stjórnenda Landsvirkjunar, um alls 45 prósent. Nánast er sama hvert litið er, þeir sem hæst hafa launin hafa verið að hækka þau upp úr öllu valdi. Á meðan tala Samtök atvinnulífsins og stjórnmálamenn um nauðsyn þess að stöðugleikanum sé ekki raskað. „Það er ýmislegt sem við erum að safna saman í sarpinn fyrir næstu kjarasamningalotu. Og þetta mál í rauninni og fréttir um launaskrið í fjármálageiranum mun svo sannarlega hjálpa okkur, til dæmis á fundinum í kvöld, við að taka ákvörðun um uppsögn kjarasamninga,“ segir Ragnar Þór. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi var sömuleiðis öskureiður í útvarpsviðtali í Harmageddon í morgun, af sama tilefni.Ragnar segir að það gangi illa að koma böndum á launahækkanir toppanna, erfitt er að koma böndum á sjálftöku og græðgi. Þar hefur allt fengið að leika lausum hala.Gengur erfiðlega að koma böndum á skefjalausa græðgina „Þegar við fórum í það á sínum tíma að setja launaþak á framkvæmdastjóra launasjóð íslenskra verslunarmanna, til dæmis, síðan þá hefur launaskriðið þar verið með ólíkindum. Og hann er kominn með 40 milljónir í laun á ári. Það má ekki líta af kerfinu þá byrjar það, þarf miklu meira aðhald,“ sagði Ragnar. Hann nefndi blekkingarleik sem haldið er að almenningi varðandi kaupmátt og svo prósentuhækkanir launa. Nefndi í því sambandi fréttir af forstjóra ríkisfyrirtækis sem hækkaði úr 1,7 milljón í 2,5 milljónir í launum á mánuði á síðasta ári.„Eða um 45 prósent. Ef við hækkum lægstu launin um 45 prósent gerir það 125 þúsund krónur. En hjá forstjóra ríkisfyrirtækis þá er það 800 þúsund krónur á mánuði. Yfir fimmföld sem við sjáum gerast hjá hinum lægst launuðu. Samt er verið að halda því fram að þessir tveir einstaklingar séu með sama kaupmátt. Ef ég hækka um 45 prósent í launum hækka ég um hálfa milljón.“Lítil eftirspurn eftir íslenskum bankamönnum á erlendri grundu Ragnar gefur lítið fyrir allt tal um að samkeppni um hæft fólk innan fjármálakerfisins. „Ég hef ekki tekið eftir mikilli eftirspurn eftir íslenskum bankamönnum á erlendri grund. Miðað við þessar fréttir um þessi heildarlaun, 26 lykilstjórnenda bankanna, upp á ríflega milljarð á síðasta ári að þetta er náttúrlega svo galið og svo yfirgengilegt í svona litlu samfélagi og svo litlu landi. Og sýnir náttúrlega hversu brjálæðisleg yfirbyggingin er á fjármálakerfi sem er ekki að framleiða nein verðmæti fyrir samfélagið heldur okra á almenningi. Eina orðið sem ég kann yfir það.“
Kjaramál Tengdar fréttir Laun lykilstjórnenda bankanna þriggja 1.000 milljónir í fyrra Lykilstjórnendur stóru viðskiptabankanna þriggja fengu samanlagt rúman einn milljarð króna í laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur á síðasta ári. Bankastjóri Arion banka með ríflega 5,9 milljónir á mánuði. 27. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Laun lykilstjórnenda bankanna þriggja 1.000 milljónir í fyrra Lykilstjórnendur stóru viðskiptabankanna þriggja fengu samanlagt rúman einn milljarð króna í laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur á síðasta ári. Bankastjóri Arion banka með ríflega 5,9 milljónir á mánuði. 27. febrúar 2018 06:00