FH leiðir eftir fyrri daginn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 15:26 Ari Bragi Kárason var í eldlínunni í dag. mynd/frí Fyrri keppnisdegi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum var að ljúka í Laugardalshöllinni. Spennan var líklegast mest fyrir 60 metra spretthlaupið en Dóróthea Jóhannesdóttir sigraði í kvennaflokki á 7,71 sekúndu sem er hennar besti árangur. Mjög mjótt var á mununum en aðeins tveimur sekúndubrotum munaði á Dórótheu og Andreu Torfadóttur sem varð í öðru sæti. Arna Stefanía Guðmundsdóttir varð þriðja á 7,83 sekúndum. Allar þrjár keppa undir merkjum FH. Fyrir mótið átti Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir úr ÍR besta tíma ársins í greininni, 7,66 sekúndur. Hrafnhild var ekki meðal þáttakenda í dag og náði enginn að bæta tíma hennar, Andrea komst þó nærri því þegar hún sigraði undanúrslitin á 7,69 sekúndum sem var hennar besti árangur á ferlinum. FH-ingurinn Ari Bragi Kárason sigraði í karlaflokki á tímanum 6,94 sekúndum. Næstur var Jóhann Björn Sigurbjörnsson úr UMSS á 7 sekúndum sléttum og Dagur Andri Einarsson, FH, varð þriðji á 7,04 sekúndum. Ari Bragi hafði áður bætt persónulegt met sitt í undanúrslitunum þegar hann fór á 6,92 sekúndum. María Rún Gunnlaugsdóttir varð fyrsti Íslandsmeistari dagsins þegar hún sigraði hástökkskeppnina. Hún stökk hæst 1,73 metra sem er jöfnun á hennar besta árangri. María varð önnur í greininni á Smáþjóðaleikunum á síðasta ári. Jafnar í öðru og þriðja sæti urðu Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir úr UMSS og Fjölniskonan Helga Þóra Sigurjónsdóttir. Þær stukku báðar 1,70 metra. Bjarki Gíslason úr KFA vann gullið í stangarstökki með yfirburðum. Hann stökk hæst 4,95 metra en næsti maður stökk hæst 4,52 metra. Það var Andri Fannar Gíslason, liðsfélagi Bjarka úr KFA. Þriðji varð Ingi Rúnar Kristinsson, Breiðabliki, með 4,42 metra. ÍR-ingar hirtu öll verðlaunin í þrístökki kvenna. Hildigunnur Þórarinsdóttir stökk lengst allra, 11,66 metra. Vilborg María Loftsdóttir varð önnur með 10,95 metra stökk og Elma Sól Halldórsdóttir setti persónulegt met með því að fara 10,84 metra. Í 1500 metra hlaupi vann Sæmundur Ólafsson úr ÍR í karlaflokki en María Birkisdóttir, FH, tók Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki. Bjarki Rúnar Kristinsson stökk lengst allra í þrístökki karla með stökki upp á 14,09 metra sem er hans besti árangur. Andri Snær Ólafsson Lukes, Ármanni, og Birgir Jóhannes Jónsson, ÍR, urðu í öðru og þriðja sæti. Kristján Viktor Kristinsson bætti sinn besta árangur með kasti upp á 15,77 metra í kúluvarpi sem tryggði honum Íslandsmeistaratitilinn. Kormákur Ari Hafliðason vann 400m hlaup karla og Arna Stefanía Guðmundsdóttir sigraði í kvennaflokki. FH er með mikla forystu í stigakeppninni eftir fyrsta keppnisdag með 18114 stig. ÍR kemur næst á eftir með 10263 stig og Breiðablik er með 9030. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Sjá meira
Fyrri keppnisdegi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum var að ljúka í Laugardalshöllinni. Spennan var líklegast mest fyrir 60 metra spretthlaupið en Dóróthea Jóhannesdóttir sigraði í kvennaflokki á 7,71 sekúndu sem er hennar besti árangur. Mjög mjótt var á mununum en aðeins tveimur sekúndubrotum munaði á Dórótheu og Andreu Torfadóttur sem varð í öðru sæti. Arna Stefanía Guðmundsdóttir varð þriðja á 7,83 sekúndum. Allar þrjár keppa undir merkjum FH. Fyrir mótið átti Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir úr ÍR besta tíma ársins í greininni, 7,66 sekúndur. Hrafnhild var ekki meðal þáttakenda í dag og náði enginn að bæta tíma hennar, Andrea komst þó nærri því þegar hún sigraði undanúrslitin á 7,69 sekúndum sem var hennar besti árangur á ferlinum. FH-ingurinn Ari Bragi Kárason sigraði í karlaflokki á tímanum 6,94 sekúndum. Næstur var Jóhann Björn Sigurbjörnsson úr UMSS á 7 sekúndum sléttum og Dagur Andri Einarsson, FH, varð þriðji á 7,04 sekúndum. Ari Bragi hafði áður bætt persónulegt met sitt í undanúrslitunum þegar hann fór á 6,92 sekúndum. María Rún Gunnlaugsdóttir varð fyrsti Íslandsmeistari dagsins þegar hún sigraði hástökkskeppnina. Hún stökk hæst 1,73 metra sem er jöfnun á hennar besta árangri. María varð önnur í greininni á Smáþjóðaleikunum á síðasta ári. Jafnar í öðru og þriðja sæti urðu Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir úr UMSS og Fjölniskonan Helga Þóra Sigurjónsdóttir. Þær stukku báðar 1,70 metra. Bjarki Gíslason úr KFA vann gullið í stangarstökki með yfirburðum. Hann stökk hæst 4,95 metra en næsti maður stökk hæst 4,52 metra. Það var Andri Fannar Gíslason, liðsfélagi Bjarka úr KFA. Þriðji varð Ingi Rúnar Kristinsson, Breiðabliki, með 4,42 metra. ÍR-ingar hirtu öll verðlaunin í þrístökki kvenna. Hildigunnur Þórarinsdóttir stökk lengst allra, 11,66 metra. Vilborg María Loftsdóttir varð önnur með 10,95 metra stökk og Elma Sól Halldórsdóttir setti persónulegt met með því að fara 10,84 metra. Í 1500 metra hlaupi vann Sæmundur Ólafsson úr ÍR í karlaflokki en María Birkisdóttir, FH, tók Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki. Bjarki Rúnar Kristinsson stökk lengst allra í þrístökki karla með stökki upp á 14,09 metra sem er hans besti árangur. Andri Snær Ólafsson Lukes, Ármanni, og Birgir Jóhannes Jónsson, ÍR, urðu í öðru og þriðja sæti. Kristján Viktor Kristinsson bætti sinn besta árangur með kasti upp á 15,77 metra í kúluvarpi sem tryggði honum Íslandsmeistaratitilinn. Kormákur Ari Hafliðason vann 400m hlaup karla og Arna Stefanía Guðmundsdóttir sigraði í kvennaflokki. FH er með mikla forystu í stigakeppninni eftir fyrsta keppnisdag með 18114 stig. ÍR kemur næst á eftir með 10263 stig og Breiðablik er með 9030.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Sjá meira