Bjarni sagði að búið væri að stórbæta kjör Íslendinga á síðustu árum Birgir Olgeirsson skrifar 24. febrúar 2018 13:08 Bjarni Benediktsson í Víglínunni fyrr í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í Víglínunni fyrr í dag að hann væri sammála Samtökum atvinnulífsins þegar kemur að umræðu um kjarasamninga. Alþýðusamband Íslands hefur sagt forsendubrest hafa orðið á kjarasamningum og að heimild til uppsagnar á þeim fyrir lok febrúar sé enn í gildi. Samtök atvinnulífsins hafa bent á að kaupmáttur lægstu launa hefur aukist um 25 prósent á samningstímanum og lágmarkslaun verði þrjú hundruð þúsund í maí verði samningarnir látnir standa. Bjarni Benediktsson benti á að á síðustu árum hafi tekist að stórbæta kjör hjá öllum Íslendingum og þar vísaði hann til kaupmáttaraukningar. Bjarni sagði ekki víst að það muni nást jafn mikil kaupmáttaraukning á næstu árum og á síðustu fjórum til fimm árum. Bjarni sagði ríkisstjórnina hafa átt samtöl við aðila vinnumarkaðarins undanfarnar vikur með það að markmiði að skilja betur hvaða kröfur eru uppi og með þeirri von að hægt sé að finna sameiginlegan flöt þannig að hægt sé að ganga samstíga fram veginn og vinna að stöðugleika. Nefndi Bjarni þar sérstaklega að mikilvægt sé að halda verðbólgu niðri og auka kaupmátt. Sagði hann alla finna það hversu miklu máli það skiptir að verðlag sé ekki alltaf hækkandi. Bjarni sagði að mörg teikn væru á lofti um að andrúmsloftið á vinnumarkaði væri að róast og nefndi sem dæmi nokkra samninga sem náðst hafa við nokkrar stéttir að undanförnu, þar á meðal lækna og flugmenn. Kjaramál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í Víglínunni fyrr í dag að hann væri sammála Samtökum atvinnulífsins þegar kemur að umræðu um kjarasamninga. Alþýðusamband Íslands hefur sagt forsendubrest hafa orðið á kjarasamningum og að heimild til uppsagnar á þeim fyrir lok febrúar sé enn í gildi. Samtök atvinnulífsins hafa bent á að kaupmáttur lægstu launa hefur aukist um 25 prósent á samningstímanum og lágmarkslaun verði þrjú hundruð þúsund í maí verði samningarnir látnir standa. Bjarni Benediktsson benti á að á síðustu árum hafi tekist að stórbæta kjör hjá öllum Íslendingum og þar vísaði hann til kaupmáttaraukningar. Bjarni sagði ekki víst að það muni nást jafn mikil kaupmáttaraukning á næstu árum og á síðustu fjórum til fimm árum. Bjarni sagði ríkisstjórnina hafa átt samtöl við aðila vinnumarkaðarins undanfarnar vikur með það að markmiði að skilja betur hvaða kröfur eru uppi og með þeirri von að hægt sé að finna sameiginlegan flöt þannig að hægt sé að ganga samstíga fram veginn og vinna að stöðugleika. Nefndi Bjarni þar sérstaklega að mikilvægt sé að halda verðbólgu niðri og auka kaupmátt. Sagði hann alla finna það hversu miklu máli það skiptir að verðlag sé ekki alltaf hækkandi. Bjarni sagði að mörg teikn væru á lofti um að andrúmsloftið á vinnumarkaði væri að róast og nefndi sem dæmi nokkra samninga sem náðst hafa við nokkrar stéttir að undanförnu, þar á meðal lækna og flugmenn.
Kjaramál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira