Vilja fjölga menntuðum lögreglumönnum á vakt Sveinn Arnarsson skrifar 24. febrúar 2018 06:00 Skortur er á menntuðum lögreglumönnum til starfa. Þingmaður segir ófremdarástand ríkja. Vísir/Pjetur Stjórnsýsla Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir þá stöðu sem upp er komin varðandi skort á faglærðum lögreglumönnum og þá staðreynd að ófaglærðir lögreglumenn geti lent í því að vera einir á vakt í dreifbýli alvarlega. Því skipti miklu máli að bæta stöðuna og fjölga menntuðum lögreglumönnum í starfi. „Þessi staða sem upp er komin er í einu orði sagt grafalvarleg,“ segir Snorri. „En þetta er hins vegar staða sem var viðbúið að kæmi upp þegar ákvörðun var tekin um að hefja háskólanám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri og leggja niður lögregluskólann um leið. Þá myndast gat í útskrift menntaðra lögreglumanna.“ Fréttablaðið greindi frá því í gær að líklegt þykir að ómenntaðir lögreglumenn verði einsamlir við skyldustörf á þjóðvegum landsins í sumar vegna fjárskorts lögregluembætta. Þeir lögreglumenn hafa ekki leyfi til að aka forgangsakstur sem eykur enn á viðbragðstíma lögreglunnar í dreifbýli. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, ræddi stöðu lögreglunnar á þingi í vikunni við dómsmálaráðherra. Hann segir fækkun í lögregluliðinu gera lítið annað en minnka þá þjónustu sem landsmenn fá. „Til að mynda hefur ekki verið lögreglumaður á vakt í Dalasýslu. Þegar eitthvað gerist þar þarf lögreglumaður að koma annars staðar að. Það er ófremdarástand í löggæslumálum hér á landi og sveltistefnan hefur varað nógu lengi. Nú er mál að linni. Verið er að gefa vogunarsjóðum banka á lítinn pening og því er greinilegt að nóg er til í kassanum til að veita inn í málaflokkinn,“ segir Þorsteinn. Í síðustu fjárlagagerð var fjögur hundruð milljónum króna varið aukalega í lögregluna frá því sem var árið áður. Hins vegar var það mat Ríkislögreglustjóra að nauðsynlegt hefði verið að bæta við þremur milljörðum króna vegna fjölgunar ferðamanna, aukinnar umferðar á vegum úti og til að vega upp á móti þeirri fækkun sem orðið hefur í lögregluliðinu síðustu ár. Álag á lögreglumenn í störfum hefur aukist mikið hin síðari ár sem birtist í auknum langtímaveikindum lögreglumanna og auknu brottfalli menntaðra lögreglumanna úr stéttinni. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Stjórnsýsla Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir þá stöðu sem upp er komin varðandi skort á faglærðum lögreglumönnum og þá staðreynd að ófaglærðir lögreglumenn geti lent í því að vera einir á vakt í dreifbýli alvarlega. Því skipti miklu máli að bæta stöðuna og fjölga menntuðum lögreglumönnum í starfi. „Þessi staða sem upp er komin er í einu orði sagt grafalvarleg,“ segir Snorri. „En þetta er hins vegar staða sem var viðbúið að kæmi upp þegar ákvörðun var tekin um að hefja háskólanám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri og leggja niður lögregluskólann um leið. Þá myndast gat í útskrift menntaðra lögreglumanna.“ Fréttablaðið greindi frá því í gær að líklegt þykir að ómenntaðir lögreglumenn verði einsamlir við skyldustörf á þjóðvegum landsins í sumar vegna fjárskorts lögregluembætta. Þeir lögreglumenn hafa ekki leyfi til að aka forgangsakstur sem eykur enn á viðbragðstíma lögreglunnar í dreifbýli. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, ræddi stöðu lögreglunnar á þingi í vikunni við dómsmálaráðherra. Hann segir fækkun í lögregluliðinu gera lítið annað en minnka þá þjónustu sem landsmenn fá. „Til að mynda hefur ekki verið lögreglumaður á vakt í Dalasýslu. Þegar eitthvað gerist þar þarf lögreglumaður að koma annars staðar að. Það er ófremdarástand í löggæslumálum hér á landi og sveltistefnan hefur varað nógu lengi. Nú er mál að linni. Verið er að gefa vogunarsjóðum banka á lítinn pening og því er greinilegt að nóg er til í kassanum til að veita inn í málaflokkinn,“ segir Þorsteinn. Í síðustu fjárlagagerð var fjögur hundruð milljónum króna varið aukalega í lögregluna frá því sem var árið áður. Hins vegar var það mat Ríkislögreglustjóra að nauðsynlegt hefði verið að bæta við þremur milljörðum króna vegna fjölgunar ferðamanna, aukinnar umferðar á vegum úti og til að vega upp á móti þeirri fækkun sem orðið hefur í lögregluliðinu síðustu ár. Álag á lögreglumenn í störfum hefur aukist mikið hin síðari ár sem birtist í auknum langtímaveikindum lögreglumanna og auknu brottfalli menntaðra lögreglumanna úr stéttinni.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira