Falin stilling orsakaði hljóðvandræði hjá Aroni Hannesi og félögum Birgir Olgeirsson skrifar 22. febrúar 2018 10:30 Aron Hannes mun flytja lag sitt Golddigger í úrslitum Söngvakeppninnar. RÚV Röng stilling orsakaði það að bakraddir heyrðust ekki þegar Aron Hannes og félagar fluttu lagið Golddigger á seinna undankvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld. Aron Hannes fékk að endurflytja lagið á undankvöldinu og fór svo að Golddigger var eitt þriggja laga sem komst áfram í úrslitin. Hljóðblöndun í Söngvakeppninni var mikið til umræðu í fyrra þegar flytjendur lagsins Heim til þín sögðu hana hafa verið hörmung þegar kom að þeirra lagi og sendi tónlistarkonan Hildur Kristín inn formlega kvörtun til Ríkisútvarpsins vegna hljóðblöndunarinnar á hennar lagi, Bammbaramm.Birna Hansdóttir, framleiðslustjóri Ríkisútvarpsins, segir í samtali við Vísi að þegar lagið var í loftinu í fyrra skiptið áttaði hljóðmaður sig ekki strax á því hvað olli því að bakraddarnir heyrðust ekki. Við nánari kom í ljós að röng stilling var á hljóðblandaranum, eða hljóðmixer, sem notaður er til að hljóðblanda flutning söngvara lagsins við undirspilið. Birna segir ástæðuna fyrir því að hljóðmaðurinn áttaði sig ekki strax á mistökunum vera að þessi umrædda stilling var falin í hljóðblandaranum og átti ekki að notast við hana í Golddigger. „Þá er hins vegar rétt að taka fram að um leið og við heyrðum að ekki var allt með felldu var strax tekin sú ákvörðun að lagið yrði flutt aftur og fulltrúar atriðisins voru upplýstir um það samstundis,“ segir Birna. „Vissulega hörmum við þessi mistök, en sem betur fer komu þau ekki að sök,“ segir Birna. Síðari flutningur lagsins gekk glimrandi vel, sá fyrr í raun líka þegar horft er til frammistöðu söngvaranna, og lagið flaug í úrslit.„Að sjálfsögðu munum við fara vel yfir alla ferla og tryggja að svona mál komi ekki upp í úrslitunum. Það leggjast allir á eitt um að skila sinni vinnu 100% og rúmlega það, bæði á hinu tæknilega sviði sem og annars staðar í þessu stóra verkefni. Allt getur jú gerst í beinni útsendingu en við leggjum allt kapp á það að tryggja að skipulag, tækni, framkvæmd og dagskrárgerð gangi fumlaust fyrir sig,“ segir Birna. Þórunn Antonía flutti lag sitt, Ég mun skína, á fyrra undankvöldi Söngvakeppninnar 10. febrúar síðastliðinn. Í hápunkti lagsins virtist eins og hljóðstyrkurinn á hljóðnema hennar hefði ekki verið réttur en það má heyra í myndbandinu hér fyrir neðan þegar tvær mínútur og tuttugu og ein sekúnda er liðin af myndbandinu.Birna segir að henni skiljist að ekki hafi þótt ástæða til að greina það mál sérstaklega hjá Ríkisútvarpinu. Úrslit Söngvakeppninnar fara fram 3. mars næstkomandi í Laugardalshöll. Eurovision Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Röng stilling orsakaði það að bakraddir heyrðust ekki þegar Aron Hannes og félagar fluttu lagið Golddigger á seinna undankvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld. Aron Hannes fékk að endurflytja lagið á undankvöldinu og fór svo að Golddigger var eitt þriggja laga sem komst áfram í úrslitin. Hljóðblöndun í Söngvakeppninni var mikið til umræðu í fyrra þegar flytjendur lagsins Heim til þín sögðu hana hafa verið hörmung þegar kom að þeirra lagi og sendi tónlistarkonan Hildur Kristín inn formlega kvörtun til Ríkisútvarpsins vegna hljóðblöndunarinnar á hennar lagi, Bammbaramm.Birna Hansdóttir, framleiðslustjóri Ríkisútvarpsins, segir í samtali við Vísi að þegar lagið var í loftinu í fyrra skiptið áttaði hljóðmaður sig ekki strax á því hvað olli því að bakraddarnir heyrðust ekki. Við nánari kom í ljós að röng stilling var á hljóðblandaranum, eða hljóðmixer, sem notaður er til að hljóðblanda flutning söngvara lagsins við undirspilið. Birna segir ástæðuna fyrir því að hljóðmaðurinn áttaði sig ekki strax á mistökunum vera að þessi umrædda stilling var falin í hljóðblandaranum og átti ekki að notast við hana í Golddigger. „Þá er hins vegar rétt að taka fram að um leið og við heyrðum að ekki var allt með felldu var strax tekin sú ákvörðun að lagið yrði flutt aftur og fulltrúar atriðisins voru upplýstir um það samstundis,“ segir Birna. „Vissulega hörmum við þessi mistök, en sem betur fer komu þau ekki að sök,“ segir Birna. Síðari flutningur lagsins gekk glimrandi vel, sá fyrr í raun líka þegar horft er til frammistöðu söngvaranna, og lagið flaug í úrslit.„Að sjálfsögðu munum við fara vel yfir alla ferla og tryggja að svona mál komi ekki upp í úrslitunum. Það leggjast allir á eitt um að skila sinni vinnu 100% og rúmlega það, bæði á hinu tæknilega sviði sem og annars staðar í þessu stóra verkefni. Allt getur jú gerst í beinni útsendingu en við leggjum allt kapp á það að tryggja að skipulag, tækni, framkvæmd og dagskrárgerð gangi fumlaust fyrir sig,“ segir Birna. Þórunn Antonía flutti lag sitt, Ég mun skína, á fyrra undankvöldi Söngvakeppninnar 10. febrúar síðastliðinn. Í hápunkti lagsins virtist eins og hljóðstyrkurinn á hljóðnema hennar hefði ekki verið réttur en það má heyra í myndbandinu hér fyrir neðan þegar tvær mínútur og tuttugu og ein sekúnda er liðin af myndbandinu.Birna segir að henni skiljist að ekki hafi þótt ástæða til að greina það mál sérstaklega hjá Ríkisútvarpinu. Úrslit Söngvakeppninnar fara fram 3. mars næstkomandi í Laugardalshöll.
Eurovision Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira