Mourinho mætir á HM og fær 139 milljónir fyrir fimm daga vinnu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2018 12:00 Jose Mourinho. Vísir/Getty Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, verður á HM í fótbolta í Rússlandi í sumar og er Portúgalinn meira að segja kominn með sumarvinnu. Hann fær líka ágætlega borgað fyrir hana samkvæmt fréttum í enskum fjölmiðlum. Rússneska ríkissjónvarpið hafði betur í kapphlaupinu við bresku sjónvarpsstöðvarnar BBC og ITV um að fá Jose Mourinho til að greina keppnina fyrir stöðina. The Times hefur heimildir fyrir því að Jose Mourinho fái eina milljón punda, eða tæplega 139 milljónir íslenskra króna, fyrir fimm daga vinnu. Jose Mourinho hefur stýrt liðum í Portúgal, á Spáni, á Ítalíu og á Englandi þar sem hann starfar nú sem knattspyrnustjóri Manchester United. Hann þekkir stóran hóp leikmannanna á HM persónulega og um leið hefur hann mikla þekkingu á fótboltanum víðs vegar um Evrópu. RT-stöðin hefur einnig náð samningum við Danann Peter Schmeichel en hér fyrir neðan má sjá hvernig þeir félagar voru kynntir til leiks.Legendary football coach José Mourinho joins RT’s 2018 #WorldCup Coverage https://t.co/yCE1kPAyfMpic.twitter.com/dgcR4K2v3J — RT Sport (@RTSportNews) March 5, 2018 Það má búast við að margir séu forvitnir að vita hvað Jose Mourinho segir um leikina á HM í sumar og það væri sem dæmi gaman að komast að skoðun hans á íslenska landsliðinu sem er nú með í fyrsta sinn í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins. Áður en kemur að verkefnum sumarsins í Rússlandi þá mun Jose Mourinho reyna að vinna titil með Manchester United sem er í ágæti stöðu í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar, er í baráttunni um annað sætið í ensku úrvalsdeildinni og mætir Brighton & Hove Albion í átta liða úrslitum enska bikarsins. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Sport Fleiri fréttir Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Sjá meira
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, verður á HM í fótbolta í Rússlandi í sumar og er Portúgalinn meira að segja kominn með sumarvinnu. Hann fær líka ágætlega borgað fyrir hana samkvæmt fréttum í enskum fjölmiðlum. Rússneska ríkissjónvarpið hafði betur í kapphlaupinu við bresku sjónvarpsstöðvarnar BBC og ITV um að fá Jose Mourinho til að greina keppnina fyrir stöðina. The Times hefur heimildir fyrir því að Jose Mourinho fái eina milljón punda, eða tæplega 139 milljónir íslenskra króna, fyrir fimm daga vinnu. Jose Mourinho hefur stýrt liðum í Portúgal, á Spáni, á Ítalíu og á Englandi þar sem hann starfar nú sem knattspyrnustjóri Manchester United. Hann þekkir stóran hóp leikmannanna á HM persónulega og um leið hefur hann mikla þekkingu á fótboltanum víðs vegar um Evrópu. RT-stöðin hefur einnig náð samningum við Danann Peter Schmeichel en hér fyrir neðan má sjá hvernig þeir félagar voru kynntir til leiks.Legendary football coach José Mourinho joins RT’s 2018 #WorldCup Coverage https://t.co/yCE1kPAyfMpic.twitter.com/dgcR4K2v3J — RT Sport (@RTSportNews) March 5, 2018 Það má búast við að margir séu forvitnir að vita hvað Jose Mourinho segir um leikina á HM í sumar og það væri sem dæmi gaman að komast að skoðun hans á íslenska landsliðinu sem er nú með í fyrsta sinn í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins. Áður en kemur að verkefnum sumarsins í Rússlandi þá mun Jose Mourinho reyna að vinna titil með Manchester United sem er í ágæti stöðu í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar, er í baráttunni um annað sætið í ensku úrvalsdeildinni og mætir Brighton & Hove Albion í átta liða úrslitum enska bikarsins.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Sport Fleiri fréttir Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Sjá meira