Valgerður verður í titilbardaga í Osló Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. mars 2018 10:16 Valgerður hefur slegið í gegn í hnefaleikaheiminum og fær nú risatækifæri. john terje pedersen Stærsta stund íslenskrar hnefaleikasögu verður í Osló um næstu helgi er Valgerður Guðsteinsdóttir mun berjast um alþjóðlega heimsmeistaratitilinn í léttvigt hjá WBC-hnefaleikasambandinu. Þar mun Valgerður mæta hinni norsku Katarina Thanderz en hún hefur aldrei tapað í sjö bardögum. Valgerður hefur unnið alla sína þrjá bardaga á atvinnumannaferlinum. Thanderz átti að berjast um titilinn gegn hinni frönsku Toussy L'Hadji en hún varð að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla. Hófst þá leit að boxara til að fylla hennar skarð. Valgerður var á meðal þeirra sem leitað var til og hún fær bardagann. Þetta er að sjálfsögðu bæði óvænt og einstakt tækifæri fyrir Valgerði en þessi bardagi verður aðalbardagi kvöldsins á stóru hnefaleikakvöldi.Valgerður fagnar einum af sínum sigrum.christian hestnæsBeltið sem hún er að fara að keppa um er kallað „International title“ og er næststærsta beltið sem hægt er að keppa um hjá WBC sem er eitt af þremur stærstu hnefaleikasamböndum heims. Mikil hefð hefur myndast í Noregi fyrir öflugum hnefaleikakonum. Á toppnum þar trónir Cecilia Brækhus sem er ríkjandi heimsmeistari í fimm hnefaleikasamböndum. Cecilia er súperstjarna í heimalandi sínu, sem og í hnefaleikaheiminum öllum. Hún er ósigruð í 32 atvinnubardögum og hefur jafnframt afar góða og markaðsvæna ímynd. Í kjölfar Ceciliu hafa fjölmargar norskar hnefaleikakonur ruðst fram á sjónarsviðið og er Katarina Thanderz sú sem er næst í röðinni á eftir henni. Hún er 29 ára gömul og ósigruð í sínum 7 atvinnubardögum til þessa. Það er því nokkuð ljóst að veðbankarnir munu telja hana sigurstranglegri. Box Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira
Stærsta stund íslenskrar hnefaleikasögu verður í Osló um næstu helgi er Valgerður Guðsteinsdóttir mun berjast um alþjóðlega heimsmeistaratitilinn í léttvigt hjá WBC-hnefaleikasambandinu. Þar mun Valgerður mæta hinni norsku Katarina Thanderz en hún hefur aldrei tapað í sjö bardögum. Valgerður hefur unnið alla sína þrjá bardaga á atvinnumannaferlinum. Thanderz átti að berjast um titilinn gegn hinni frönsku Toussy L'Hadji en hún varð að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla. Hófst þá leit að boxara til að fylla hennar skarð. Valgerður var á meðal þeirra sem leitað var til og hún fær bardagann. Þetta er að sjálfsögðu bæði óvænt og einstakt tækifæri fyrir Valgerði en þessi bardagi verður aðalbardagi kvöldsins á stóru hnefaleikakvöldi.Valgerður fagnar einum af sínum sigrum.christian hestnæsBeltið sem hún er að fara að keppa um er kallað „International title“ og er næststærsta beltið sem hægt er að keppa um hjá WBC sem er eitt af þremur stærstu hnefaleikasamböndum heims. Mikil hefð hefur myndast í Noregi fyrir öflugum hnefaleikakonum. Á toppnum þar trónir Cecilia Brækhus sem er ríkjandi heimsmeistari í fimm hnefaleikasamböndum. Cecilia er súperstjarna í heimalandi sínu, sem og í hnefaleikaheiminum öllum. Hún er ósigruð í 32 atvinnubardögum og hefur jafnframt afar góða og markaðsvæna ímynd. Í kjölfar Ceciliu hafa fjölmargar norskar hnefaleikakonur ruðst fram á sjónarsviðið og er Katarina Thanderz sú sem er næst í röðinni á eftir henni. Hún er 29 ára gömul og ósigruð í sínum 7 atvinnubardögum til þessa. Það er því nokkuð ljóst að veðbankarnir munu telja hana sigurstranglegri.
Box Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira