Dagur segir Sjálfstæðismenn hafa skilið fjárhag borgarinnar eftir í „rjúkandi rúst“ Höskuldur Kári Schram og Þórdís Valsdóttir skrifa 3. mars 2018 16:34 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að fjárhagsstaða borgarinnar hafi verið „rjúkandi rúst“ eftir valdatíma Sjálfstæðismanna árið 2010 og að upplausn og óstjórn hafi einkennt þetta tímabil. Hann segir að núna sé Reykjavík að ganga í gegnum eitt mesta uppbyggingarskeið sögunnar. Þetta kom fram í ræðu borgarstjórans á landsfundi Samfylkingarinnar í gær. Dagur rifjaði upp sögu R-listans í borginni og talaði meðal annars um þær breytingar sem urðu á leikskólamálum eftir að R-listinn komst í meirihluta. Þannig hafi fjöldi barna í Reykjavík með heilsárspláss farið úr þrjátíu í áttatíu prósent á fyrstu tveimur kjörtímabilum listans. „Leikskólinn fór semsagt úr því að vera fyrir fáa í að vera fyrir nánast alla. Andstæðingarnir höfðu sagt að þetta væri ekki hægt, að þetta væri óraunhæft, of dýrt og að það væri ekki til fólk. Þeir voru svo lengi að kveikja á perunni raunar að meira að segja fyrir kosningarnar 1998 var á meðal helstu stefnumála Sjálfstæðismanna að borga foreldrum einhvern smáaur fyrir að hafa börnin sín heima í stað þess að byggja upp leikskólana,“ sagði Dagur í gær. Hann sagði að óstjórn og upplausn hafi einkennt síðasta valdatíma Sjálfstæðismanna í borginni og að staðan hafi verið orðin mjög slæm undir lok kjörtímabilsins. „Þá var staðan þessi, fjárhagur borgarinnar var rjúkandi rúst, það var bara þannig. Samfélagið allt var enn í djúpri kreppu og skuldasúpu, skuldasúpu sem fyrir okkar leiti hafði verið matreidd af forverum okkar sem með upplausn og óstjórn á glundroðatímabilinu fræga í Ráðhúsinu frá 2006 til 2010. Og hvernig hófst það aftur? Jú það hófst með því að framboð sjálfstæðisflokksins, sem hafði ekki talað eitt einasta orð um einkavæðingu Orkuveitu Reykjavíkur fór í hvað? Jú nákvæmlega tilraun til þess, en það var stöðvað.“ Þá sagði hann mikilvægt að hlúa að núverandi hverfum í stað þess að þenja byggðina út með tilheyrandi kostnaði og auknum umferðarþunga. „Þessi stefna er að skila árangri sem blasir við öllum. Meiri borg, meira líf. En kæru vinir við erum að ganga í gegnum eitthvert mesta uppbygginarskeið í sögu borgarinnar eftir að hafa verið í algjöru frosti á árunum fyrir hrun. Þetta vita borgarbúar og þetta vita fyrirtækin í borginni. Íbúðirnar eru bókstaflega að hrannast upp í öllum hverfum borgarinnar og það er þess vegna sem húsnæðismarkaðurinn er að komast í jafnvægi,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að fjárhagsstaða borgarinnar hafi verið „rjúkandi rúst“ eftir valdatíma Sjálfstæðismanna árið 2010 og að upplausn og óstjórn hafi einkennt þetta tímabil. Hann segir að núna sé Reykjavík að ganga í gegnum eitt mesta uppbyggingarskeið sögunnar. Þetta kom fram í ræðu borgarstjórans á landsfundi Samfylkingarinnar í gær. Dagur rifjaði upp sögu R-listans í borginni og talaði meðal annars um þær breytingar sem urðu á leikskólamálum eftir að R-listinn komst í meirihluta. Þannig hafi fjöldi barna í Reykjavík með heilsárspláss farið úr þrjátíu í áttatíu prósent á fyrstu tveimur kjörtímabilum listans. „Leikskólinn fór semsagt úr því að vera fyrir fáa í að vera fyrir nánast alla. Andstæðingarnir höfðu sagt að þetta væri ekki hægt, að þetta væri óraunhæft, of dýrt og að það væri ekki til fólk. Þeir voru svo lengi að kveikja á perunni raunar að meira að segja fyrir kosningarnar 1998 var á meðal helstu stefnumála Sjálfstæðismanna að borga foreldrum einhvern smáaur fyrir að hafa börnin sín heima í stað þess að byggja upp leikskólana,“ sagði Dagur í gær. Hann sagði að óstjórn og upplausn hafi einkennt síðasta valdatíma Sjálfstæðismanna í borginni og að staðan hafi verið orðin mjög slæm undir lok kjörtímabilsins. „Þá var staðan þessi, fjárhagur borgarinnar var rjúkandi rúst, það var bara þannig. Samfélagið allt var enn í djúpri kreppu og skuldasúpu, skuldasúpu sem fyrir okkar leiti hafði verið matreidd af forverum okkar sem með upplausn og óstjórn á glundroðatímabilinu fræga í Ráðhúsinu frá 2006 til 2010. Og hvernig hófst það aftur? Jú það hófst með því að framboð sjálfstæðisflokksins, sem hafði ekki talað eitt einasta orð um einkavæðingu Orkuveitu Reykjavíkur fór í hvað? Jú nákvæmlega tilraun til þess, en það var stöðvað.“ Þá sagði hann mikilvægt að hlúa að núverandi hverfum í stað þess að þenja byggðina út með tilheyrandi kostnaði og auknum umferðarþunga. „Þessi stefna er að skila árangri sem blasir við öllum. Meiri borg, meira líf. En kæru vinir við erum að ganga í gegnum eitthvert mesta uppbygginarskeið í sögu borgarinnar eftir að hafa verið í algjöru frosti á árunum fyrir hrun. Þetta vita borgarbúar og þetta vita fyrirtækin í borginni. Íbúðirnar eru bókstaflega að hrannast upp í öllum hverfum borgarinnar og það er þess vegna sem húsnæðismarkaðurinn er að komast í jafnvægi,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira