Byssumaðurinn handtekinn eftir sólarhringsleit Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. mars 2018 09:11 James Eric Davis yngri er grunaður um að hafa myrt foreldra sína. Vísir/AFP Lögregla í Michigan-ríki í Bandaríkjunum hefur handtekið karlmann sem grunaður er um að hafa skotið foreldra sína til bana á heimavist Central Michigan-háskólans í gær. Lögregla leitaði árásarmannsins í sólarhring. Lögregla hafði hendur í hári hins 19 ára James Eric Davis Jr. eftir að ábending barst frá farþega í lest sem átti leið í gegnum svæðið við háskólann, að því er fram kemur í frétt Reuters. Davis Jr. er grunaður um að hafa skotið foreldra sína, þau James Eric Davis eldri og Diva Davis, til bana á fjórðu hæð Campbell Hall-heimavistarinnar í gærmorgun að bandarískum tíma. Þingmaðurinn Emanuel Chris Welch birti mynd af Davis eldri, sem hafði starfað sem lögreglumaður, og vottaði aðstandendum hjónanna samúð sína. Í tístinu sagði að Davis-hjónin hefðu verið til heimilis í grennd við Chicago-borg í Illinois-ríki.The shooting at Central Michigan University today strikes close to home. A sad day in Bellwood and across the 7th District. My sincerest condolences go out to the family of Bellwood Police Officer James Davis Sr. and his wife who were shot and killed this morning. May they RIP. pic.twitter.com/B0cykAxFVv— Emanuel Chris Welch (@RepChrisWelch) March 2, 2018 Í frétt BBC kom fram að lögreglan hafði einhver afskipti af James Eric yngri kvöldið fyrir árásina og var hann í kjölfarið lagður inn á sjúkrahús. Innlögnin er talin hafa tengst fíkniefnum. Hann útskrifaðist af sjúkrahúsinu nokkrum klukkustundum fyrir skotárásina en foreldrar hans voru á heimavistinni í gær að sækja hann þar sem vorfrí nemenda var að hefjast. Byssur eru ekki leyfðar á skólasvæðinu og fékk almenningur á svæðinu þau tilmæli að halda sig innandyra á meðan byssumannsins var leitað. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Byssumaðurinn skaut foreldra sína til bana á heimavistinni Tveir létust eftir skotárás í Michigan í dag. 2. mars 2018 20:38 Tveir látnir í skotárás í Michigan Tveir eru látnir eftir að árásarmaður hóf skothríð við Central Michigan-háskólann í Michigan-ríki í Bandaríkjunum. 2. mars 2018 16:23 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Lögregla í Michigan-ríki í Bandaríkjunum hefur handtekið karlmann sem grunaður er um að hafa skotið foreldra sína til bana á heimavist Central Michigan-háskólans í gær. Lögregla leitaði árásarmannsins í sólarhring. Lögregla hafði hendur í hári hins 19 ára James Eric Davis Jr. eftir að ábending barst frá farþega í lest sem átti leið í gegnum svæðið við háskólann, að því er fram kemur í frétt Reuters. Davis Jr. er grunaður um að hafa skotið foreldra sína, þau James Eric Davis eldri og Diva Davis, til bana á fjórðu hæð Campbell Hall-heimavistarinnar í gærmorgun að bandarískum tíma. Þingmaðurinn Emanuel Chris Welch birti mynd af Davis eldri, sem hafði starfað sem lögreglumaður, og vottaði aðstandendum hjónanna samúð sína. Í tístinu sagði að Davis-hjónin hefðu verið til heimilis í grennd við Chicago-borg í Illinois-ríki.The shooting at Central Michigan University today strikes close to home. A sad day in Bellwood and across the 7th District. My sincerest condolences go out to the family of Bellwood Police Officer James Davis Sr. and his wife who were shot and killed this morning. May they RIP. pic.twitter.com/B0cykAxFVv— Emanuel Chris Welch (@RepChrisWelch) March 2, 2018 Í frétt BBC kom fram að lögreglan hafði einhver afskipti af James Eric yngri kvöldið fyrir árásina og var hann í kjölfarið lagður inn á sjúkrahús. Innlögnin er talin hafa tengst fíkniefnum. Hann útskrifaðist af sjúkrahúsinu nokkrum klukkustundum fyrir skotárásina en foreldrar hans voru á heimavistinni í gær að sækja hann þar sem vorfrí nemenda var að hefjast. Byssur eru ekki leyfðar á skólasvæðinu og fékk almenningur á svæðinu þau tilmæli að halda sig innandyra á meðan byssumannsins var leitað.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Byssumaðurinn skaut foreldra sína til bana á heimavistinni Tveir létust eftir skotárás í Michigan í dag. 2. mars 2018 20:38 Tveir látnir í skotárás í Michigan Tveir eru látnir eftir að árásarmaður hóf skothríð við Central Michigan-háskólann í Michigan-ríki í Bandaríkjunum. 2. mars 2018 16:23 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Byssumaðurinn skaut foreldra sína til bana á heimavistinni Tveir létust eftir skotárás í Michigan í dag. 2. mars 2018 20:38
Tveir látnir í skotárás í Michigan Tveir eru látnir eftir að árásarmaður hóf skothríð við Central Michigan-háskólann í Michigan-ríki í Bandaríkjunum. 2. mars 2018 16:23