Bandaríkjastjórn gæti tilkynnt um verndartolla á stál og ál Kjartan Kjartansson skrifar 1. mars 2018 12:12 Trump hikaði ekki við að leggja á tuga prósenta verndartolla á innfluttar sólarsellur og þvottavélar í janúar. Vísir/AFP Hvíta húsið er sagt undirbúa meiriháttar tilkynningu um verndartolla á innflutt stál og ál í dag. Leynd ríkir yfir efni tilkynningarinnar en sumir repúblikanar hafa varað við því að verndartollarnir gætu hrundið af stað viðskiptastríði. Ákvörðun um að leggja tolla á innflutta málma yrði tekin á grundvelli niðurstöðu Wilburs Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, um að stórfelldur innflutningur á stáli og áli ógni þjóðaröryggi landsins. Enn liggur margt á huldu um tilkynninguna og Washington Post segir að mögulega verði henni frestað. Forstjórum stál- og álfyrirtækja hefur verið boðið á viðburð í Hvíta húsinu.Vara við áhrifunum á samskipti við bandalagsríkiSumir repúblikanar hafa reynt að koma í veg fyrir að Donald Trump forseti leggi verndartollana á. Politico segir að heitar rökræður hafi farið fram í Hvíta húsinu í gær um hvort rétt væri að tilkynna um tollana strax. Enn væri ekki búið að binda alla lausa enda hvað lagalegu hlið tollanna varðaði. Trump vilji leggja 25% toll á stálinnflutning og 10% á ál. Gary Cohn, efnahagsráðgjafi Trump, er hins vegar sagður hafa barist hatrammlega gegn tollunum á bak við tjöldin. Rex Tillerson, utanríkisráðherra, James Mattis, varnarmálaráðherra og H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, eru einnig allir sagðir hafa varað við tollunum. Þeir geti skaðað samskipti Bandaríkjanna við mikilvæg bandalagsríki. Háir verndartollar voru lagðir á sólarsellur og þvottavélar í janúar samkvæmt ákvörðun Trump forseta. Ódýrar innfluttar vörur voru sagðar skaða bandaríska framleiðendur. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Hvíta húsið er sagt undirbúa meiriháttar tilkynningu um verndartolla á innflutt stál og ál í dag. Leynd ríkir yfir efni tilkynningarinnar en sumir repúblikanar hafa varað við því að verndartollarnir gætu hrundið af stað viðskiptastríði. Ákvörðun um að leggja tolla á innflutta málma yrði tekin á grundvelli niðurstöðu Wilburs Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, um að stórfelldur innflutningur á stáli og áli ógni þjóðaröryggi landsins. Enn liggur margt á huldu um tilkynninguna og Washington Post segir að mögulega verði henni frestað. Forstjórum stál- og álfyrirtækja hefur verið boðið á viðburð í Hvíta húsinu.Vara við áhrifunum á samskipti við bandalagsríkiSumir repúblikanar hafa reynt að koma í veg fyrir að Donald Trump forseti leggi verndartollana á. Politico segir að heitar rökræður hafi farið fram í Hvíta húsinu í gær um hvort rétt væri að tilkynna um tollana strax. Enn væri ekki búið að binda alla lausa enda hvað lagalegu hlið tollanna varðaði. Trump vilji leggja 25% toll á stálinnflutning og 10% á ál. Gary Cohn, efnahagsráðgjafi Trump, er hins vegar sagður hafa barist hatrammlega gegn tollunum á bak við tjöldin. Rex Tillerson, utanríkisráðherra, James Mattis, varnarmálaráðherra og H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, eru einnig allir sagðir hafa varað við tollunum. Þeir geti skaðað samskipti Bandaríkjanna við mikilvæg bandalagsríki. Háir verndartollar voru lagðir á sólarsellur og þvottavélar í janúar samkvæmt ákvörðun Trump forseta. Ódýrar innfluttar vörur voru sagðar skaða bandaríska framleiðendur.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12