Telja sérhæfða þjónustu geta verið á þriðja spítalanum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. mars 2018 12:28 Uppbygging Landspítala við Hringbraut er í fullum gangi. Vísir/Anton Brink Ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um staðarval fyrir nýjan spítala er merki um að flokkurinn horfi til lengri tíma í skipulagsmálum, að sögn formanns velferðarnefndar flokksins. Til standi að ljúka þeirri uppbyggingu við Hringbraut sem komin er á framkvæmdastig og þá sé hugmyndin ekki að hið nýja sjúkrahús verði einkarekið. „Það er ekki verið að tala um Landspítala. Landspítali er ákveðið hugtak sem er Landspítali háskólasjúkrahús sem er verið a byggja við Hringbraut og er þar og er líka í Fossvogi. Það er verið að byggja þar upp meðferðarkjarna sem er í grunninn sú starfsemi sem er á þessum tveimur stöðum, myndgreiningatækni, bráðamóttaka, gjörgæsla og allt slíkt, hjarta spítalans,“ segir Þorkell Sigurlaugsson, formaður velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi. „Það sem við erum að tala um er að í framtíðinni þarf að vera uppbygging í heilbrigðismálum á höfuðborgarsvæðinu og hugsanlega annar spítali sem er þá öðruvísi spítali sem er þá að þjóna hefðbundnum aðgerðum, ekki háskólasjúkrahús eins og kennslustofnun og rannsóknarhús. Heldur í annars konar þjónustu. Gæti líka tengst öflugri heilbrigðisþjónustu almennt í Reykjavík og gæti líka tengst sérhæfðri þjónustu á sviði öldrunarlækninga eða eitthvað slíkt.“ Þorkell Sigurlaugsson, formaður velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins.Vísir/GVASegir eðlilegt að möguleiki sé á öðrum spítala Þorkell segir að slíku sjúkrahúsi þurfi strax að finna stað. „Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Það tekur langan tíma að skipuleggja þetta og það eru hugmyndir hjá Reykjavíkurborg að byggja upp, til dæmis á Keldum, íbúðabyggð. Ef það á að þétta borgina og byggja meira þarf að huga að svona spítala. Öryggisins vegna og upp á atvinnumöguleika og valkosti fyrir sjúklinga þá er eðlilegt að það sé möguleiki á öðrum spítala og það er það sem við erum að tala um.“ Hann segir að hugmyndin sé sú að á hinum þriðja spítala sé starfsemi sem krefjist þess ekki að sé á bráðasjúkrahúsi og nefnir í því samhengi augnaðgerðir og mjaðmaskiptaaðgerðir. Ljóst er að Landspítalinn við Hringbraut þurfi að vera öflugt og tæknivætt sjúkrahús en um sé að ræða annan valkost. „Alveg eins og við erum með valkosti tvo á flestum stöðum í þjóðfélaginu. Við erum með fleira en eitt símfyrirtæki, fleiri en einn fjölmiðil, fleiri en einn háskóla og svo framvegis.“Eru þá einhverjar hugmyndir uppi um að þetta yrði einkarekið að hluta? „Nei það var alls ekki hugmyndin að þetta yrði einkarekið endilega. Það yrði bara annars konar starfsemi og rekið undir annars konar stjórn. það væri ekki sama,“ segir Þorkell. „Það voru náttúrulega þrír spítalar, menn gleyma því oft. Það var Landakot, Landspítali og Borgarspítalinn. Það voru þrír spítalar sameinaðir í einn. Nú erum við að tala um að það er kannski skynsamlegt að hverfa frá því eða horfa til nýrra möguleika um nýjan stað. Staðarvalið er mjög mikilvægt svo við séum ekki búin að loka á alla möguleika að velja svona sjúkrastofnun stað vegna þess að staðsetningin skiptir vissulega máli.“ Hann segir að með tilkomu þriðja sjúkrahússins gæti verið að ekki þurfi að ráðast í eins miklar framkvæmdir við Hringbraut og að stofnunin gæti létt undir með starfsemi í Fossvogi og við Hringbraut. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir að framkvæmdir við meðferðarkjarna Landspítala muni hefjast nú í sumar og er talið að hann komist í notkun árið 2023. Aðspurður um hugmyndir að staðsetningu segir Þorkell það alfarið fara eftir stærðargráðu sjúkrahússins, en að Vífilsstaðir og Keldur hafi verið nefnd sem hugmyndir. Landspítalinn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira
Ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um staðarval fyrir nýjan spítala er merki um að flokkurinn horfi til lengri tíma í skipulagsmálum, að sögn formanns velferðarnefndar flokksins. Til standi að ljúka þeirri uppbyggingu við Hringbraut sem komin er á framkvæmdastig og þá sé hugmyndin ekki að hið nýja sjúkrahús verði einkarekið. „Það er ekki verið að tala um Landspítala. Landspítali er ákveðið hugtak sem er Landspítali háskólasjúkrahús sem er verið a byggja við Hringbraut og er þar og er líka í Fossvogi. Það er verið að byggja þar upp meðferðarkjarna sem er í grunninn sú starfsemi sem er á þessum tveimur stöðum, myndgreiningatækni, bráðamóttaka, gjörgæsla og allt slíkt, hjarta spítalans,“ segir Þorkell Sigurlaugsson, formaður velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi. „Það sem við erum að tala um er að í framtíðinni þarf að vera uppbygging í heilbrigðismálum á höfuðborgarsvæðinu og hugsanlega annar spítali sem er þá öðruvísi spítali sem er þá að þjóna hefðbundnum aðgerðum, ekki háskólasjúkrahús eins og kennslustofnun og rannsóknarhús. Heldur í annars konar þjónustu. Gæti líka tengst öflugri heilbrigðisþjónustu almennt í Reykjavík og gæti líka tengst sérhæfðri þjónustu á sviði öldrunarlækninga eða eitthvað slíkt.“ Þorkell Sigurlaugsson, formaður velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins.Vísir/GVASegir eðlilegt að möguleiki sé á öðrum spítala Þorkell segir að slíku sjúkrahúsi þurfi strax að finna stað. „Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Það tekur langan tíma að skipuleggja þetta og það eru hugmyndir hjá Reykjavíkurborg að byggja upp, til dæmis á Keldum, íbúðabyggð. Ef það á að þétta borgina og byggja meira þarf að huga að svona spítala. Öryggisins vegna og upp á atvinnumöguleika og valkosti fyrir sjúklinga þá er eðlilegt að það sé möguleiki á öðrum spítala og það er það sem við erum að tala um.“ Hann segir að hugmyndin sé sú að á hinum þriðja spítala sé starfsemi sem krefjist þess ekki að sé á bráðasjúkrahúsi og nefnir í því samhengi augnaðgerðir og mjaðmaskiptaaðgerðir. Ljóst er að Landspítalinn við Hringbraut þurfi að vera öflugt og tæknivætt sjúkrahús en um sé að ræða annan valkost. „Alveg eins og við erum með valkosti tvo á flestum stöðum í þjóðfélaginu. Við erum með fleira en eitt símfyrirtæki, fleiri en einn fjölmiðil, fleiri en einn háskóla og svo framvegis.“Eru þá einhverjar hugmyndir uppi um að þetta yrði einkarekið að hluta? „Nei það var alls ekki hugmyndin að þetta yrði einkarekið endilega. Það yrði bara annars konar starfsemi og rekið undir annars konar stjórn. það væri ekki sama,“ segir Þorkell. „Það voru náttúrulega þrír spítalar, menn gleyma því oft. Það var Landakot, Landspítali og Borgarspítalinn. Það voru þrír spítalar sameinaðir í einn. Nú erum við að tala um að það er kannski skynsamlegt að hverfa frá því eða horfa til nýrra möguleika um nýjan stað. Staðarvalið er mjög mikilvægt svo við séum ekki búin að loka á alla möguleika að velja svona sjúkrastofnun stað vegna þess að staðsetningin skiptir vissulega máli.“ Hann segir að með tilkomu þriðja sjúkrahússins gæti verið að ekki þurfi að ráðast í eins miklar framkvæmdir við Hringbraut og að stofnunin gæti létt undir með starfsemi í Fossvogi og við Hringbraut. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir að framkvæmdir við meðferðarkjarna Landspítala muni hefjast nú í sumar og er talið að hann komist í notkun árið 2023. Aðspurður um hugmyndir að staðsetningu segir Þorkell það alfarið fara eftir stærðargráðu sjúkrahússins, en að Vífilsstaðir og Keldur hafi verið nefnd sem hugmyndir.
Landspítalinn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira