Landsfundur Sjálfstæðisflokks vill staðarval fyrir sjúkrahús Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 18. mars 2018 14:20 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/valli Stjórnmálaályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins var samþykkt nú síðdegis. Í ályktuninni segir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji að lokið verði við þær framkvæmdir sem eru yfirstandandi á Landspítalareit. Sjálfstæðisflokkurinn vill hinsvegar að farið verði í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu. Stjórn Verkfræðingafélags Íslands hefur lýst því yfir að slík greining myndi taka tvö ár að lágmarki. Svandís Svavarsdóttir sagði eftirfarandi í grein sem birtist í Morgunblaðinu þann 4. desember síðastliðinn: „Framkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna Landspítala munu svo hefjast næsta sumar. Stefnt er að því að bygging spítalans taki fimm til sex ár og að hann komist í notkun á árinu 2023.“ Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir að framkvæmdir við meðferðarkjarna Landspítala muni hefjast nú í sumar. Ganga drög þessi því í berhögg við yfirlýsingar heilbrigðisráðherra og stjórnarsáttmála flokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Ályktunin segir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji „horfa til fjölbreyttra rekstrarforma í heilbrigðisþjónustu“ og að gera þurfi „heilbrigðisstéttum kleift að stunda sjálfstæðan rekstur.“ Á sama hátt vill flokkurinn fjölga sjálfstætt starfandi skólum, leggja niður ÁTVR, selja eignarhlut í bönkunum og ráðast í frekari einkavæðingu þar sem ríkið er í samkeppnisrekstri. Þá vill Sjálfstæðisflokkurinn efla geðheilbrigðisþjónustu, halda Íslandi í fremstu röð í jafnréttisbaráttunni og efla forvarnir gegn ofbeldi svo eitthvað sé nefnt. Drögin sjálf má nálgast hér. Innlent Landspítalinn Tengdar fréttir Vill láta taka fastar á byrlun nauðgunarlyfja Tillaga um nauðgunarlyf var samþykkt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram um helgina. 17. mars 2018 20:30 Bein útsending: Ræða Bjarna Ben á landsfundi Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, setur 43. landsfund Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll kl. 16:30 í dag. Landsfundurinn stendur yfir um helgina. 16. mars 2018 16:32 Lofaði skattalækkunum og skaut á Viðreisn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hélt setningarræðu sína á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. 16. mars 2018 20:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Stjórnmálaályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins var samþykkt nú síðdegis. Í ályktuninni segir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji að lokið verði við þær framkvæmdir sem eru yfirstandandi á Landspítalareit. Sjálfstæðisflokkurinn vill hinsvegar að farið verði í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu. Stjórn Verkfræðingafélags Íslands hefur lýst því yfir að slík greining myndi taka tvö ár að lágmarki. Svandís Svavarsdóttir sagði eftirfarandi í grein sem birtist í Morgunblaðinu þann 4. desember síðastliðinn: „Framkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna Landspítala munu svo hefjast næsta sumar. Stefnt er að því að bygging spítalans taki fimm til sex ár og að hann komist í notkun á árinu 2023.“ Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir að framkvæmdir við meðferðarkjarna Landspítala muni hefjast nú í sumar. Ganga drög þessi því í berhögg við yfirlýsingar heilbrigðisráðherra og stjórnarsáttmála flokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Ályktunin segir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji „horfa til fjölbreyttra rekstrarforma í heilbrigðisþjónustu“ og að gera þurfi „heilbrigðisstéttum kleift að stunda sjálfstæðan rekstur.“ Á sama hátt vill flokkurinn fjölga sjálfstætt starfandi skólum, leggja niður ÁTVR, selja eignarhlut í bönkunum og ráðast í frekari einkavæðingu þar sem ríkið er í samkeppnisrekstri. Þá vill Sjálfstæðisflokkurinn efla geðheilbrigðisþjónustu, halda Íslandi í fremstu röð í jafnréttisbaráttunni og efla forvarnir gegn ofbeldi svo eitthvað sé nefnt. Drögin sjálf má nálgast hér.
Innlent Landspítalinn Tengdar fréttir Vill láta taka fastar á byrlun nauðgunarlyfja Tillaga um nauðgunarlyf var samþykkt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram um helgina. 17. mars 2018 20:30 Bein útsending: Ræða Bjarna Ben á landsfundi Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, setur 43. landsfund Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll kl. 16:30 í dag. Landsfundurinn stendur yfir um helgina. 16. mars 2018 16:32 Lofaði skattalækkunum og skaut á Viðreisn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hélt setningarræðu sína á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. 16. mars 2018 20:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Vill láta taka fastar á byrlun nauðgunarlyfja Tillaga um nauðgunarlyf var samþykkt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram um helgina. 17. mars 2018 20:30
Bein útsending: Ræða Bjarna Ben á landsfundi Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, setur 43. landsfund Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll kl. 16:30 í dag. Landsfundurinn stendur yfir um helgina. 16. mars 2018 16:32
Lofaði skattalækkunum og skaut á Viðreisn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hélt setningarræðu sína á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. 16. mars 2018 20:58