Segir Íslendinga geta látið að sér kveða í geimnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. mars 2018 22:00 Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, í HR í dag. Vísir/Rakel Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, segist binda vonir við að Ísland láti að sér kveða í geimnum. Þá vonast hann til þess að brátt verði stofnað fyrirtæki á Íslandi sem hefur umsjón með gervihnöttum. Þetta kom fram í svörum Bjarna við spurningum áhorfenda sem viðstaddir voru fyrirlestur hans í Háskólanum í Reykjavík í hádeginu í dag. Bjarni fæddist á Íslandi 1945 en fluttist árið 1953 til Kanada, þar sem hann hefur búið síðan. Árið 1997 flaug hann í 10 daga með bandarísku geimskutlunni og árin 1998-2000 lauk hann þjálfun hjá NASA og alþjóðlegu geimstöðinni. Hann hefur dvalið á Íslandi undanfarnar vikur og unnið með ISAVIA að þróun á flugvélaprófunum á Keflavíkurflugvelli.Vill stofna gervihnattafyrirtækiÍ fyrirlestri dagsins sagði Bjarni að áhugi sinn á flugi hefði kviknað hér á Íslandi þar sem hann bjó fyrstu árin. Þá sagði Bjarni frá ævistarfi sínu, flugi og geimferðum, og ræddi auk þess möguleika Íslands á sviði geimkönnunar og annars er fellur undir málaflokkinn. Aðspurður sagði Bjarni að Íslendingar hefðu alla burði til láta að sér kveða úti í geimi. Hann væri sjálfur byrjaður að kanna hvort grundvöllur væri fyrir því að stofna gervihnattafyrirtæki hér á landi. „Ég var hérna fyrir tveimur árum síðan með manni sem vinnur hjá fyrirtækinu ManSat,“ sagði Bjarni í svari við spurningu um geimmál á Íslandi. ManSat, sem staðsett er á bresku eyjunni Mön, sérhæfir sig í skráningu gervihnatta og veitir öðrum löndum ráðgjöf í þeim efnum. „Við bárum fram tillögu um að koma af stað sambærilegri starfsemi á Íslandi. Það hefur tekið einhver ár að koma reglugerðunum í lag en við búumst við því að stofna fyrirtæki hér á landi innan skamms og stýra þar með gervihnöttum frá Íslandi.“Ísland ætti að geta gert meiraÞá nefndi Bjarni að hugsanlegt samstarf Íslands og Evrópsku geimstofnunarinnar, sem Ísland hyggst sækja um aðild að, gæti hleypt miklu lífi í geimkönnun Íslendinga. „Ísland ætti að geta gert meira. Fólkið, menntunin, tæknifyrirtækin, þetta er allt hérna,“ sagði Bjarni. Þannig gæti annar íslenski geimfarinn brátt litið dagsins ljós og grínaðist Bjarni með það að sjálfur yrði hann þá lækkaður í tign, nefnilega að hann færi úr því að vera „eini“ íslenski geimfarinn og niður í það að vera „sá fyrsti“.Fyrirlestur Bjarna má horfa á í heild í spilaranum hér að neðan. Þá byrjar Bjarni að taka við spurningum frá áheyrendum á mínútú 42:13. Vísindi Tengdar fréttir Íslendingar funduðu með framkvæmdastjóra Evrópsku geimstofnunarinnar Framkvæmdastjóri ESA kynnti stofnunina og skuldbindingar sem gætu fylgt aðild fyrir fulltrúum utanríkisráðuneytisins í sumar. 29. september 2017 08:35 Ísland góður félagi fyrir Evrópsku geimstofnunina Forstjóri ESA vill auka samskipti og samstarf við Íslendinga. Utanríkisráðuneytið vinnur að skoðun umsóknar um aðild að stofnuninni. 8. nóvember 2017 09:00 Bein útsending: Bjarni geimfari segir frá ævintýri lífs síns Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, heldur fyrirlestur í Háskóla Reykjavíkur klukkan 12 að hádegi. Fyrirlesturinn verður í beinni útsendingu á Vísi. 14. mars 2018 11:30 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira
Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, segist binda vonir við að Ísland láti að sér kveða í geimnum. Þá vonast hann til þess að brátt verði stofnað fyrirtæki á Íslandi sem hefur umsjón með gervihnöttum. Þetta kom fram í svörum Bjarna við spurningum áhorfenda sem viðstaddir voru fyrirlestur hans í Háskólanum í Reykjavík í hádeginu í dag. Bjarni fæddist á Íslandi 1945 en fluttist árið 1953 til Kanada, þar sem hann hefur búið síðan. Árið 1997 flaug hann í 10 daga með bandarísku geimskutlunni og árin 1998-2000 lauk hann þjálfun hjá NASA og alþjóðlegu geimstöðinni. Hann hefur dvalið á Íslandi undanfarnar vikur og unnið með ISAVIA að þróun á flugvélaprófunum á Keflavíkurflugvelli.Vill stofna gervihnattafyrirtækiÍ fyrirlestri dagsins sagði Bjarni að áhugi sinn á flugi hefði kviknað hér á Íslandi þar sem hann bjó fyrstu árin. Þá sagði Bjarni frá ævistarfi sínu, flugi og geimferðum, og ræddi auk þess möguleika Íslands á sviði geimkönnunar og annars er fellur undir málaflokkinn. Aðspurður sagði Bjarni að Íslendingar hefðu alla burði til láta að sér kveða úti í geimi. Hann væri sjálfur byrjaður að kanna hvort grundvöllur væri fyrir því að stofna gervihnattafyrirtæki hér á landi. „Ég var hérna fyrir tveimur árum síðan með manni sem vinnur hjá fyrirtækinu ManSat,“ sagði Bjarni í svari við spurningu um geimmál á Íslandi. ManSat, sem staðsett er á bresku eyjunni Mön, sérhæfir sig í skráningu gervihnatta og veitir öðrum löndum ráðgjöf í þeim efnum. „Við bárum fram tillögu um að koma af stað sambærilegri starfsemi á Íslandi. Það hefur tekið einhver ár að koma reglugerðunum í lag en við búumst við því að stofna fyrirtæki hér á landi innan skamms og stýra þar með gervihnöttum frá Íslandi.“Ísland ætti að geta gert meiraÞá nefndi Bjarni að hugsanlegt samstarf Íslands og Evrópsku geimstofnunarinnar, sem Ísland hyggst sækja um aðild að, gæti hleypt miklu lífi í geimkönnun Íslendinga. „Ísland ætti að geta gert meira. Fólkið, menntunin, tæknifyrirtækin, þetta er allt hérna,“ sagði Bjarni. Þannig gæti annar íslenski geimfarinn brátt litið dagsins ljós og grínaðist Bjarni með það að sjálfur yrði hann þá lækkaður í tign, nefnilega að hann færi úr því að vera „eini“ íslenski geimfarinn og niður í það að vera „sá fyrsti“.Fyrirlestur Bjarna má horfa á í heild í spilaranum hér að neðan. Þá byrjar Bjarni að taka við spurningum frá áheyrendum á mínútú 42:13.
Vísindi Tengdar fréttir Íslendingar funduðu með framkvæmdastjóra Evrópsku geimstofnunarinnar Framkvæmdastjóri ESA kynnti stofnunina og skuldbindingar sem gætu fylgt aðild fyrir fulltrúum utanríkisráðuneytisins í sumar. 29. september 2017 08:35 Ísland góður félagi fyrir Evrópsku geimstofnunina Forstjóri ESA vill auka samskipti og samstarf við Íslendinga. Utanríkisráðuneytið vinnur að skoðun umsóknar um aðild að stofnuninni. 8. nóvember 2017 09:00 Bein útsending: Bjarni geimfari segir frá ævintýri lífs síns Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, heldur fyrirlestur í Háskóla Reykjavíkur klukkan 12 að hádegi. Fyrirlesturinn verður í beinni útsendingu á Vísi. 14. mars 2018 11:30 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira
Íslendingar funduðu með framkvæmdastjóra Evrópsku geimstofnunarinnar Framkvæmdastjóri ESA kynnti stofnunina og skuldbindingar sem gætu fylgt aðild fyrir fulltrúum utanríkisráðuneytisins í sumar. 29. september 2017 08:35
Ísland góður félagi fyrir Evrópsku geimstofnunina Forstjóri ESA vill auka samskipti og samstarf við Íslendinga. Utanríkisráðuneytið vinnur að skoðun umsóknar um aðild að stofnuninni. 8. nóvember 2017 09:00
Bein útsending: Bjarni geimfari segir frá ævintýri lífs síns Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, heldur fyrirlestur í Háskóla Reykjavíkur klukkan 12 að hádegi. Fyrirlesturinn verður í beinni útsendingu á Vísi. 14. mars 2018 11:30