Nemendur velja sjálfir hvort þeir taki samræmdu prófin aftur Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. mars 2018 17:45 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Stefán Nemendum í 9. bekk gefst kostur á að þreyta að nýju könnunarpróf í ensku og íslensku, en próftaka tveggja samræmdra prófa mistókst í síðustu viku. Þátttaka í könnunarprófunum verður valkvæð og munu stjórnendur í hverjum skóla ákveða hvort þeir leggja prófin fyrir nemendur sína í vor eða haust, að því er fram kemur í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þeir nemendur sem luku prófunum í liðinni viku fá afhentar niðurstöður úr þeim. Öllum býðst svo að þreyta sambærileg könnunarpróf að nýju. Þeir nemendur sem kjósa, að höfðu samráði við forráðamenn, að taka ekki umrædd próf aftur verða leystir undan prófskyldu. Í tilkynningu kemur fram að þessi leið hafi verið talin sanngjörnust fyrir nemendur. Þá verða ekki gefnar út svokallaðar raðeinkunnir, ekki verða reiknuð meðaltöl fyrir einstaka skóla eða landssvæði og samanburður milli skóla verður ekki mögulegur vegna annmarka á framkvæmd prófanna. Sjá einnig: Lögfræðiálit unnið um stöðu þeirra sem þreyttu samræmdu prófin „Það var mikilvægt að eyða óvissu um framhald þessa máls. Skoðanir nemenda, foreldra, kennara og skólastjórnenda eru ólíkar og ég hef t.a.m. fengið fjölmörg bréf frá fólki sem ýmist vill fella prófin niður, leggja þau fyrir alla nemendur að nýju eða fara bil beggja,” segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. „Það er ljóst að engin ein niðurstaða sættir öll sjónarmið í málinu en það er mikilvægt að ákvörðun ráðuneytisins sé í fullu samræmi við lög og sanngjörn gagnvart nemendum. Réttur nemenda verður ekki tekinn af þeim og ég er vongóð um að sátt geti skapast um þessa leið." Niðurstöður í málinu eru byggðar á samráðsfundi í ráðuneytinu með fulltrúum úr skólasamfélaginu. Í tilkynningu segir að ólík sjónarmið hafi komið fram á fundinum en fundarmenn sammæltust um að vinna að farsælli lausn í kjölfar ákvörðunar ráðherra. Á fundinum var enn fremur ákveðið að setja á laggirnar vinnuhóp hagsmunaaðila, sem geri tillögu að framtíðarstefnu um fyrirkomulag samræmdra könnunarprófa. Hópurinn verður skipaður á næstu vikum og á hann að skila mati sínu ásamt tillögu til ráðherra fyrir árslok. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. 12. mars 2018 12:17 Lögfræðiálit unnið um stöðu þeirra sem þreyttu samræmdu prófin Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fundaði með fulltrúum Menntamálastofnunar um helgina vegna þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi samræmd próf níundu bekkinga. 12. mars 2018 07:00 Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat. 14. mars 2018 17:22 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Sjá meira
Nemendum í 9. bekk gefst kostur á að þreyta að nýju könnunarpróf í ensku og íslensku, en próftaka tveggja samræmdra prófa mistókst í síðustu viku. Þátttaka í könnunarprófunum verður valkvæð og munu stjórnendur í hverjum skóla ákveða hvort þeir leggja prófin fyrir nemendur sína í vor eða haust, að því er fram kemur í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þeir nemendur sem luku prófunum í liðinni viku fá afhentar niðurstöður úr þeim. Öllum býðst svo að þreyta sambærileg könnunarpróf að nýju. Þeir nemendur sem kjósa, að höfðu samráði við forráðamenn, að taka ekki umrædd próf aftur verða leystir undan prófskyldu. Í tilkynningu kemur fram að þessi leið hafi verið talin sanngjörnust fyrir nemendur. Þá verða ekki gefnar út svokallaðar raðeinkunnir, ekki verða reiknuð meðaltöl fyrir einstaka skóla eða landssvæði og samanburður milli skóla verður ekki mögulegur vegna annmarka á framkvæmd prófanna. Sjá einnig: Lögfræðiálit unnið um stöðu þeirra sem þreyttu samræmdu prófin „Það var mikilvægt að eyða óvissu um framhald þessa máls. Skoðanir nemenda, foreldra, kennara og skólastjórnenda eru ólíkar og ég hef t.a.m. fengið fjölmörg bréf frá fólki sem ýmist vill fella prófin niður, leggja þau fyrir alla nemendur að nýju eða fara bil beggja,” segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. „Það er ljóst að engin ein niðurstaða sættir öll sjónarmið í málinu en það er mikilvægt að ákvörðun ráðuneytisins sé í fullu samræmi við lög og sanngjörn gagnvart nemendum. Réttur nemenda verður ekki tekinn af þeim og ég er vongóð um að sátt geti skapast um þessa leið." Niðurstöður í málinu eru byggðar á samráðsfundi í ráðuneytinu með fulltrúum úr skólasamfélaginu. Í tilkynningu segir að ólík sjónarmið hafi komið fram á fundinum en fundarmenn sammæltust um að vinna að farsælli lausn í kjölfar ákvörðunar ráðherra. Á fundinum var enn fremur ákveðið að setja á laggirnar vinnuhóp hagsmunaaðila, sem geri tillögu að framtíðarstefnu um fyrirkomulag samræmdra könnunarprófa. Hópurinn verður skipaður á næstu vikum og á hann að skila mati sínu ásamt tillögu til ráðherra fyrir árslok.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. 12. mars 2018 12:17 Lögfræðiálit unnið um stöðu þeirra sem þreyttu samræmdu prófin Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fundaði með fulltrúum Menntamálastofnunar um helgina vegna þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi samræmd próf níundu bekkinga. 12. mars 2018 07:00 Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat. 14. mars 2018 17:22 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Sjá meira
Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. 12. mars 2018 12:17
Lögfræðiálit unnið um stöðu þeirra sem þreyttu samræmdu prófin Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fundaði með fulltrúum Menntamálastofnunar um helgina vegna þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi samræmd próf níundu bekkinga. 12. mars 2018 07:00
Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat. 14. mars 2018 17:22