Klara: „FIFA er þyngra en nokkuð skrifræðisbákn sem við höfum komist í tæri við“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. mars 2018 10:00 Gianni Infantino, forseti FIFA, og hans menn eru erfiðari viðureignar og eiga erfitt með að veita upplýsingar. vísir/getty Miðasöluruglið á HM 2018 í fótbolta heldur áfram, en í morgun var greint frá að ekki sé uppselt á leik Argentínu og Íslands. Þær fréttir bárust degi eftir að greint var frá að uppselt væri á leikinn. KSÍ hefur gengið illa að fá upplýsingar um miðasöluna frá FIFA þar sem furðulegir hlutir hafa verið í gangi, sérstaklega í kringum leikinn gegn Argentínu sem fram fer í Moskvu 16. júní. Nýjasti miðasölufasinn fór í gang klukkan níu í morgun þar sem fyrstur kemur, fyrstur fær. Mögulega verður hægt að fá miða á Argentínuleikinn þegar öðrum verður skilað, eða þeir koma til baka vegna misheppnaðra greiðslna.Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.vísir/ernirMargt óljóst „Við funduðum í gærmorgun áður en við heyrðum þessar nýjustu upplýsingar. Fyrir þessar fréttir um Argentínuleikinn vorum við að safna saman upplýsingum um þennan miðasöluglugga sem er að opnast í dag,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við vissum ekki hvort við værum að fá miða á alla leikina eða hversu marga. Það var margt óljóst. Okkur tókst svo aðeins að ná yfirsýn yfir hvað var að fara að byrja, en svo kom aftan að okkur þessi frétt um Argentínuleikinn.“ Klara segir að það sé algjör fjarstæða að Argentínumenn hafi keypt upp kvóta íslensku stuðningsmannanna, en Íslendingar gátu keypt átta prósent miðanna sem voru í boði á hvern leik. „Við vissum alltaf þegar að þetta fór allt saman af stað að Argentínuleikurinn yrði erfiður. Það sást strax að aðsóknin var mikil á þennan leik,“ segir Klara.Hvað verða margir Íslendingar í Moskvu?vísir/gettySvekkt í Laugardalnum Ferðaskrifstofur hafa keppst við að selja Íslendingum flug og gistingu á HM en ekki miða. Nú eru margir sem standa uppi með ferðalagið klárt en eru miðalausir. „Samkvæmt reglum FIFA mega ferðaskrifstofur ekki selja miða á leiki. En, svo ertu með aðra sem eru með miða en vantar flug og gistingu. Ég vona að ferðaskrifstofurnar skilji þessa skiptingu og bregðist við,“ segir Klara sem viðurkennir að hún er svekkt með gang mála í miðasölunni. „Auðvitað erum við svekkt með þetta og við erum svekkt með þetta upplýsingaleysi. Við höfum frá upphafi verið í nánu samstarfi við Dani og Svía í þessum miðasölumáli ásamt Portúgal sem hefur leitt vagninn hjá Evrópuþjóðum í þessari orrahríð sem við erum að gera að FIFA,“ segir Klara og bætir við: „Þeir eru þyngri en nokkuð skrifræðisbákn sem við höfum komist í tæri við,“ segir Klara Bjartmarz. Allt viðtalið úr Bítinu má heyra hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ekki uppselt á leikinn gegn Argentínu FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ og varar við misskilningi á orðalagi. 13. mars 2018 09:30 Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Sjá meira
Miðasöluruglið á HM 2018 í fótbolta heldur áfram, en í morgun var greint frá að ekki sé uppselt á leik Argentínu og Íslands. Þær fréttir bárust degi eftir að greint var frá að uppselt væri á leikinn. KSÍ hefur gengið illa að fá upplýsingar um miðasöluna frá FIFA þar sem furðulegir hlutir hafa verið í gangi, sérstaklega í kringum leikinn gegn Argentínu sem fram fer í Moskvu 16. júní. Nýjasti miðasölufasinn fór í gang klukkan níu í morgun þar sem fyrstur kemur, fyrstur fær. Mögulega verður hægt að fá miða á Argentínuleikinn þegar öðrum verður skilað, eða þeir koma til baka vegna misheppnaðra greiðslna.Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.vísir/ernirMargt óljóst „Við funduðum í gærmorgun áður en við heyrðum þessar nýjustu upplýsingar. Fyrir þessar fréttir um Argentínuleikinn vorum við að safna saman upplýsingum um þennan miðasöluglugga sem er að opnast í dag,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við vissum ekki hvort við værum að fá miða á alla leikina eða hversu marga. Það var margt óljóst. Okkur tókst svo aðeins að ná yfirsýn yfir hvað var að fara að byrja, en svo kom aftan að okkur þessi frétt um Argentínuleikinn.“ Klara segir að það sé algjör fjarstæða að Argentínumenn hafi keypt upp kvóta íslensku stuðningsmannanna, en Íslendingar gátu keypt átta prósent miðanna sem voru í boði á hvern leik. „Við vissum alltaf þegar að þetta fór allt saman af stað að Argentínuleikurinn yrði erfiður. Það sást strax að aðsóknin var mikil á þennan leik,“ segir Klara.Hvað verða margir Íslendingar í Moskvu?vísir/gettySvekkt í Laugardalnum Ferðaskrifstofur hafa keppst við að selja Íslendingum flug og gistingu á HM en ekki miða. Nú eru margir sem standa uppi með ferðalagið klárt en eru miðalausir. „Samkvæmt reglum FIFA mega ferðaskrifstofur ekki selja miða á leiki. En, svo ertu með aðra sem eru með miða en vantar flug og gistingu. Ég vona að ferðaskrifstofurnar skilji þessa skiptingu og bregðist við,“ segir Klara sem viðurkennir að hún er svekkt með gang mála í miðasölunni. „Auðvitað erum við svekkt með þetta og við erum svekkt með þetta upplýsingaleysi. Við höfum frá upphafi verið í nánu samstarfi við Dani og Svía í þessum miðasölumáli ásamt Portúgal sem hefur leitt vagninn hjá Evrópuþjóðum í þessari orrahríð sem við erum að gera að FIFA,“ segir Klara og bætir við: „Þeir eru þyngri en nokkuð skrifræðisbákn sem við höfum komist í tæri við,“ segir Klara Bjartmarz. Allt viðtalið úr Bítinu má heyra hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ekki uppselt á leikinn gegn Argentínu FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ og varar við misskilningi á orðalagi. 13. mars 2018 09:30 Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Sjá meira
Ekki uppselt á leikinn gegn Argentínu FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ og varar við misskilningi á orðalagi. 13. mars 2018 09:30
Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24