Íslenska ríkið grætt ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins Kristján Már Unnarsson skrifar 12. mars 2018 21:30 Marta Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Í baksýn má sjá eitt af íbúðahverfunum á Ásbrú. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Íslenska ríkið hefur hagnast um ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Ásókn í íbúðarhúsnæði er svo mikil að fjárfestar huga nú að nýjum húsbyggingum á gamla varnarsvæðinu. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“ í kvöld. Þegar bandaríski herinn fór haustið 2006 eignaðist ríkið allar húseignir á svæðinu, þar á meðal atvinnuhúsnæði, skóla og nærri tvöþúsund íbúðir og íbúðareiningar.Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vallarsvæðið, sem áður hýsti nærri sex þúsund manns, var eins og draugabær fyrst eftir brottför hersins, sagði Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis. „Sumir vildu bara fara með ýtu á þetta og láta Kanann skila þessu eins og hann tók við því og sá í. Það var nú sem betur fer ekki gert,“ sagði Hjálmar. Til að halda utan um eignasafnið stofnaði ríkið Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, sem kallast einnig Kadeco. „Okkur var falið að koma þessu sem fyrst í borgaraleg not. Og nú, ellefu árum síðar, höfum við selt nánast hvern einasta fermetra sem félagið fékk,“ sagði Marta Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kadeco. Á Ásbrú búa núna um þrjúþúsund manns, fleiri en á Ísafirði. Þetta reyndist svo sannarlega ekki verðlaust.Nemendur Háaleitisskóla á Ásbrú eru nú um 250 talsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Nú hefur félagið skilað um ellefu milljörðum í ríkissjóð í hagnað af verkefninu. Þetta hefur náttúrlega kostað helling en það hefur hins vegar verið hreinn hagnaður, sem er ellefu milljarðar,“ sagði Marta. Fasteignafélagið Ásbrú íbúðir keypti íbúðir af ríkinu í fyrra eftir útboð og er nú byrjað að endurselja hluta þeirra til einstaklinga. Þar vilja menn byggja meira.Ingi Júlíusson, framkvæmdastjóri hjá Ásbrú íbúðum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ingi Júlíusson, framkvæmdastjóri hjá Ásbrú íbúðum, segir augljóst, sé horft til næstu 10-15 ára, að Ásabrúarsvæðið muni gegna lykilhlutverki í þeirri miklu uppbyggingu, sem framundan sé á Reykjanesi, með kannski 30-50 prósenta fjölgun íbúa. Vegna vaxtar í kringum flugvallarstarfsemina þurfi að byggja þrjú til fimm þúsund íbúðir á Reykjanesi og nokkurhundruð þeirra muni rísa á Ásbrú. „Ég hallast að því að það séu meiri líkur en minni á að við munum byggja hérna á næstu tveimur árum,“ sagði Ingi. Fjallað var um nýja íslenska samfélagið á Ásbrú í þættinum „Um land allt“. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjanesbær Um land allt Tengdar fréttir Fortíðarþrá dregur gamla hermenn aftur til Íslands Fyrrverandi bandarískir hermenn, sem sinntu herskyldu á Íslandi, sækja í að skoða gamla varnarsvæðið og segjast bera hlýjar tilfinningar til Íslendinga. 5. mars 2018 23:15 Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Sjá meira
Íslenska ríkið hefur hagnast um ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Ásókn í íbúðarhúsnæði er svo mikil að fjárfestar huga nú að nýjum húsbyggingum á gamla varnarsvæðinu. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“ í kvöld. Þegar bandaríski herinn fór haustið 2006 eignaðist ríkið allar húseignir á svæðinu, þar á meðal atvinnuhúsnæði, skóla og nærri tvöþúsund íbúðir og íbúðareiningar.Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vallarsvæðið, sem áður hýsti nærri sex þúsund manns, var eins og draugabær fyrst eftir brottför hersins, sagði Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis. „Sumir vildu bara fara með ýtu á þetta og láta Kanann skila þessu eins og hann tók við því og sá í. Það var nú sem betur fer ekki gert,“ sagði Hjálmar. Til að halda utan um eignasafnið stofnaði ríkið Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, sem kallast einnig Kadeco. „Okkur var falið að koma þessu sem fyrst í borgaraleg not. Og nú, ellefu árum síðar, höfum við selt nánast hvern einasta fermetra sem félagið fékk,“ sagði Marta Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kadeco. Á Ásbrú búa núna um þrjúþúsund manns, fleiri en á Ísafirði. Þetta reyndist svo sannarlega ekki verðlaust.Nemendur Háaleitisskóla á Ásbrú eru nú um 250 talsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Nú hefur félagið skilað um ellefu milljörðum í ríkissjóð í hagnað af verkefninu. Þetta hefur náttúrlega kostað helling en það hefur hins vegar verið hreinn hagnaður, sem er ellefu milljarðar,“ sagði Marta. Fasteignafélagið Ásbrú íbúðir keypti íbúðir af ríkinu í fyrra eftir útboð og er nú byrjað að endurselja hluta þeirra til einstaklinga. Þar vilja menn byggja meira.Ingi Júlíusson, framkvæmdastjóri hjá Ásbrú íbúðum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ingi Júlíusson, framkvæmdastjóri hjá Ásbrú íbúðum, segir augljóst, sé horft til næstu 10-15 ára, að Ásabrúarsvæðið muni gegna lykilhlutverki í þeirri miklu uppbyggingu, sem framundan sé á Reykjanesi, með kannski 30-50 prósenta fjölgun íbúa. Vegna vaxtar í kringum flugvallarstarfsemina þurfi að byggja þrjú til fimm þúsund íbúðir á Reykjanesi og nokkurhundruð þeirra muni rísa á Ásbrú. „Ég hallast að því að það séu meiri líkur en minni á að við munum byggja hérna á næstu tveimur árum,“ sagði Ingi. Fjallað var um nýja íslenska samfélagið á Ásbrú í þættinum „Um land allt“. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjanesbær Um land allt Tengdar fréttir Fortíðarþrá dregur gamla hermenn aftur til Íslands Fyrrverandi bandarískir hermenn, sem sinntu herskyldu á Íslandi, sækja í að skoða gamla varnarsvæðið og segjast bera hlýjar tilfinningar til Íslendinga. 5. mars 2018 23:15 Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Sjá meira
Fortíðarþrá dregur gamla hermenn aftur til Íslands Fyrrverandi bandarískir hermenn, sem sinntu herskyldu á Íslandi, sækja í að skoða gamla varnarsvæðið og segjast bera hlýjar tilfinningar til Íslendinga. 5. mars 2018 23:15